Föstudagur 12.01.2018 - 15:30 - Ummæli ()

Mesta breyting á persónuverndarlögum í 20 ár – Auknar skyldur á herðar fyrirtækja og stofnana

Nú klukkan 14 hófst málþing um áhrif nýrrar löggjafar um persónuvernd á heilbrigðisgeirann á Íslandi, sem innleidd verður hér á landi í maí. Er um mestu breytingar á lögum um persónuvernd að ræða í 20 ár.

Vigdís Eva Líndal er skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd og frummælandi á málþinginu. Hún segir löggjöfina gera þá kröfu til íslenskra fyrirtækja og stofnana, að vera meira fyrirbyggjandi þegar kemur að notkun persónuupplýsinga:

 

„Verið að leggja auknar skyldur á íslensk fyrirtæki og stofnanir með því sem kallast ábyrgðarskylda. Það felur það í sér að þeir sem vinna með persónuupplýsingar þurfa að geta sýnt fram á að verið sé að fara eftir persónuverndarlöggjöfinni. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti, til dæmis geta þau skipað persónuverndarfulltrúa, sem allar opinberar stofnanir munu þurfa að gera, en það er fyrirkomulag sem vel er þekkt í Evrópu. Nú þurfa því fyrirtæki og stofnanir að vera meira fyrirbyggjandi, við höfum verið svolítið eftiráþenkjandi hingað til hérna á Íslandi, það hefur aldrei neitt verið gert í málunum fyrr en persónuvernd bankar upp á með kvörtun, en nú þurfa menn að hafa sína ferla á hreinu.“

 

Vigdís segir að einstaklingar muni taka eftir ýmsum breytingum, ekki síst í samskiptum við erlend stórfyrirtæki sem sýsla með persónuupplýsingar, á borð við Facebook og Google:

 

„Okkar daglega líf hefur umturnast með nýrri tækni og stórfyrirtækjum sem eru að miðla persónuupplýsingum milli landa. Gamla löggjöfin, sem átti að vera tæknilega hlutlaus, var í raun farin að hindra ákveðið flæði á markaði, meðan í nýju löggjöfinni er miðað að því að einfalda ferlið gagnvart fyrirtækjum en um leið styrkja rétt einstaklinga. Upplifunin er sú að í þessu stafræna lífi sem við lifum í dag höfum við ekki alltaf nægilega stjórn á okkar eigin upplýsingum, ef við hugsum um Facebook og Google til dæmis, sem eru sífellt að greina okkur og fylgjast með okkur. Með nýju löggjöfinni er til dæmis komið í veg fyrir að notendur snjallforrita og annarrar tækniþjónustu, þurfi að lesa til hlítar hina gríðarmiklu lögfræðitextabálka fyrirtækjanna, notendaskilmálana, áður en þeir ákveða að nota þjónustuna, því þeir verða í raun bannaðir. Í staðinn verður sú útfærsla einfölduð til muna fyrir notandann og tekið fram hvað gert verður við hans persónuupplýsingar.“

Helstu breytingarnar á nýju persónuverndarlöggjöfinni má lesa hér að neðan, en þær eru fengnar af heimasíðu Persónuverndar.

1. Hreyfanleiki persónuupplýsinga

Þú átt rétt á því að upplýsingar sem þú lætur af hendi, á grundvelli samþykkis eða samnings, til fyrirtækja eða annarra sem veita þjónustu á Netinu, verði fluttar að þinni beiðni til annarra aðila á borð við samfélagsmiðla, netþjónustur eða streymiþjónustur. Þú átt einnig rétt á því að fá persónuupplýsingar þínar á hefðbundnu sem og stafrænu formi.

Í desember 2016 gaf evrópskur vinnuhópur í persónuverndarmálefnum, s.k. 29. gr. vinnuhópur, út fyrstu leiðbeiningarnar vegna hinnar nýju Evrópulöggjafar m.a. leiðbeiningar um hreyfanleika gagna (e. Data Portability) sem unnt er að nálgast hér.

Einnig gaf vinnuhópurinn út yfirlit með algengum spurningum og svörum um hreyfanleika gagna sem unnt er að nálgast hér.

2. Auknar kröfur til samþykkis fyrir vinnslu

Samþykki þitt þarf ávallt að vera veitt með skýrri staðfestingu, s.s. með skriflegri yfirlýsingu. Yfirlýsingin þarf að vera ótvíræð, gefin af fúsum og frjálsum vilja og ná til allra aðgerða sem framkvæmdar eru. Þögn þín,  aðgerðaleysi og rafrænt hak, sem gerir fyrirfram ráð fyrir samþykki þínu, flokkast ekki sem samþykki.

3. Réttur til upplýsinga um vinnslu og til aðgangs að eigin persónuupplýsingum

Þú átt rétt á því að fyrirtæki, stofnanir og aðrir veiti þér upplýsingar um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga um þig á hnitmiðuðu, skiljanlegu og aðgengilegu formi og á skýru og einföldu máli. Upplýsingar má veita skriflega eða á annan hátt, m.a. með rafrænum hætti, og skulu þær veittar eigi síðar en mánuði frá því að ósk barst. Með þessu veist þú hvernig unnið er með persónuupplýsingar um þig og það er auðveldara fyrir þig að nýta lögbundinn rétt þinn.

4. Börnum veitt sérstök vernd

Netþjónustur (t.d. samfélagsmiðlar) verða að afla samþykkis foreldra áður en börn undir 16 ára aldri skrá sig í slíka þjónustu. Einstök aðildarríki geta kveðið á um lægra aldurstakmark í landslögum en þó ekki lægra en 13 ára. Fræðsla sem ætluð er börnum skal vera á skýru og einföldu máli.

5. Einn afgreiðslustaður

Ef ágreiningur rís um vinnslu eða meðferð persónuupplýsinga einstaklinga hafa þeir val um til hvaða persónuverndarstofnunar í Evrópu þeir leita. Í fyrsta lagi getur þú haft samband við persónuverndarstofnun í heimalandi þínu, þar sem þú hefur fasta búsetu, óháð því hvar í heiminum sá aðili er staddur sem þú telur brjóta á réttindum þínum. Í öðru lagi getur þú leitað til persónuverndarstofnunar í því landi sem þú starfar í. Í þriðja lagi getur þú leitað til persónuverndarstofnunar í því landi þar sem meint brot á meðferð persónuupplýsinga þinni átti sér stað.

Í desember 2016 gaf evrópskur vinnuhópur í persónuverndarmálefnum, s.k. 29. gr. vinnuhópur, út fyrstu leiðbeiningarnar vegna hinnar nýju Evrópulöggjafar m.a. leiðbeiningar um samvinnu evrópskra persónuverndarstofnana sem unnt er að nálgast hér.

Einnig gaf vinnuhópurinn út yfirlit með algengum spurningum og svörum um samvinnu persónuverndarstofnana sem unnt er að nálgast hér.

6. Rétturinn til að gleymast

Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í. Einnig getur þú óskað eftir því að leitarvélar á Netinu afmái leitarniðurstöðu um þig, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, ef hún hefur neikvæð áhrif á friðhelgi einkalífs þíns.

7. Öll fyrirtæki verða að geta tryggt réttindi hinna skráðu

Fyrirtæki og stofnanir verða að tryggja að þú getir notið þessara réttinda. Ef fyrirtæki brýtur gegn reglunum mun Persónuvernd hafa heimild til að sekta viðkomandi fyrirtæki eða kveða á um önnur þvingunarúrræði samkvæmt lögunum.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Fjögur nýsköpunarfyrirtæki hljóta viðurkenningar fyrir samstarf

Í dag afhenti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra viðurkenningar til fjögurra fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans sem skarað hafa framúr við að efla samstarf við önnur fyrirtæki. Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu eru Navis, Evris, Iceland Sustainable Fisheries og Knarr Maritime. Navis hlýtur viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um hönnun á umhverfisvænum skipum. Evris hlýtur viðurkenningu fyrir […]

Grein Hannesar á skjön við skýrslu Rannsóknarnefndar – „Því var bjargað sem bjargað varð“

Í tilefni 70 ára afmælis Davíðs Oddssonar ritar Hannes Hólmsteinn Gissurason eina og hálfa opnu um aðkomu Davíðs að bankahruninu í Morgunblaðinu í dag. Í Stundinni kemur fram að Hannes sé ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsi Davíð sem bjargvætti Íslands í hruninu, en það sé söguskýring sem Hannes kenni í skyldunámskeiði í Háskóla Íslands. […]

Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Símans – Skilyrði samnings verða óbreytt

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað kröfu Símans um að breyta skilyrðum samnings milli Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um.   […]

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi […]

Skúli Helgason stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni

Borgarfulltrúinn Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar og stýrir einum viðamesta málaflokknum í borgarmálunum, skóla- og frístundamálum.   Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá […]

Gjörbreyting á Kringlusvæðinu – Fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir Borgarlínu

Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Reitir og Reykjavíkurborg munu vinna saman að nýju rammaskipulagi fyrir svæðið og breyta gildandi skipulagsáætlunum. Miðað er við að […]

Björn Valur: „Árni Páll til liðs við stjórnina?“

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður Vinstri grænna, veltir því fyrir sér á heimasíðu sinni hvort að Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, sé ekki vel til þess fallinn að liðsinna ríkisstjórninni þegar kemur að málefnum ESB og Brexit.   Björn Valur dáðist að framgöngu Árna Páls í Silfrinu um helgina, hvar hann ræddi Brexit af […]

Reykjavíkurborg fær falleinkunn í þjónustukönnun Gallup

Reykjavíkurborg fær lægstu einkunn í nýrri þjónustukönnun Gallup, þegar þjónusta borgarinnar við leik- og grunnskóla, eldri borgara og fatlaða er borin saman við önnur sveitafélög. Þetta kemur fram á Kjarnanum.   Mælist Reykjavíkurborg einnig neðst í heildaránægju íbúa af sveitafélagi sínu. Hún mælist þó ekki neðst í öllum flokkum, þó litlu muni. Garðabær mælist efstur […]

Davíð Oddsson sjötugur í dag – „Ég er ekk­ert að hugsa um að hætta“

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sjötugur í dag. Af því tilefni fór hann í viðtal á útvarpsstöð Árvakurs, K100, í morgun. Þar kvaðst hann ekki ætla að setjast í helgan stein, líkt og tveir forverar hans, þeir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen gerðu þegar þeir urðu sjötugir. Davíð var hress og kátur […]

Kjartan vill endurskoða samning ríkis og borgar um samgöngumál

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í gær, að endurskoða þyrfti samning ríkis og borgar um samgöngumál frá árinu 2013, með því augnarmiði að hægt verði að fara í stórframkvæmdir í samgöngumálum í borginni. Samningurinn kveður á um svokallað „framkvæmdarstopp í samgöngumálum Reykjavíkurborgar“ að sögn Kjartans og að ríkið veiti borginni […]

Konur brjóta blað í Atvinnuveganefnd Alþingis

Atvinnuveganefnd hefur störf á morgun að loknu jólaleyfi. Nú ber svo við að eingöngu konur stýra starfi nefndarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, er formaður, Inga Sæland Flokki fólksins er 1. varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki er 2. varaformaður.   Mun það ekki hafa áður gerst að eingöngu konur veittu þessari nefnd eða fyrirrennurum hennar […]

Kjartan vill vera áfram bæjarstjóri í Reykjanesbæ: „Ég er alveg til í það“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist áfram vilja starfa sem slíkur, en hann var ráðinn af núverandi meirihluta eftir sveitastjórnarkosningarnar árið 2014, en meirihluta skipa Bein leið, Frjálst afl og Samfylking. Kjartan er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en var ráðinn á faglegum forsendum, ekki pólitískum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.       Aðspurður hvort […]

Helgi Seljan sakar formann Varðar um seinheppni – Formaðurinn býður Helga í Valhöll til að læra um húmor

Í dag byrjaði utan-kjörfundaratkvæða-greiðsla í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en leiðtogakjörið sjálft er þann 27. janúar. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmdina, en formaður hennar, Gísli Kr. Björnsson, greiddi atkvæði sitt í morgun.   Gísli birti mynd af sér við athöfnina, líkt og tíðkast. Birti hann myndina á Facebooksíðu sinni. Netverjum brá sumum […]

Stofna á ungmennaráð Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna

Greint var frá fyrirhugaðri stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðuneytið mun óska eftir umsóknum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 31. janúar nk. og mun sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi halda utan um skipulag og vinnu ráðsins. Eitt af meginstefum Heimsmarkmiðanna er samvinna milli ólíkra hagsmunaaðila, þ.á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is