Föstudagur 12.01.2018 - 15:30 - Ummæli ()

Mesta breyting á persónuverndarlögum í 20 ár – Auknar skyldur á herðar fyrirtækja og stofnana

Nú klukkan 14 hófst málþing um áhrif nýrrar löggjafar um persónuvernd á heilbrigðisgeirann á Íslandi, sem innleidd verður hér á landi í maí. Er um mestu breytingar á lögum um persónuvernd að ræða í 20 ár.

Vigdís Eva Líndal er skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd og frummælandi á málþinginu. Hún segir löggjöfina gera þá kröfu til íslenskra fyrirtækja og stofnana, að vera meira fyrirbyggjandi þegar kemur að notkun persónuupplýsinga:

 

„Verið að leggja auknar skyldur á íslensk fyrirtæki og stofnanir með því sem kallast ábyrgðarskylda. Það felur það í sér að þeir sem vinna með persónuupplýsingar þurfa að geta sýnt fram á að verið sé að fara eftir persónuverndarlöggjöfinni. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti, til dæmis geta þau skipað persónuverndarfulltrúa, sem allar opinberar stofnanir munu þurfa að gera, en það er fyrirkomulag sem vel er þekkt í Evrópu. Nú þurfa því fyrirtæki og stofnanir að vera meira fyrirbyggjandi, við höfum verið svolítið eftiráþenkjandi hingað til hérna á Íslandi, það hefur aldrei neitt verið gert í málunum fyrr en persónuvernd bankar upp á með kvörtun, en nú þurfa menn að hafa sína ferla á hreinu.“

 

Vigdís segir að einstaklingar muni taka eftir ýmsum breytingum, ekki síst í samskiptum við erlend stórfyrirtæki sem sýsla með persónuupplýsingar, á borð við Facebook og Google:

 

„Okkar daglega líf hefur umturnast með nýrri tækni og stórfyrirtækjum sem eru að miðla persónuupplýsingum milli landa. Gamla löggjöfin, sem átti að vera tæknilega hlutlaus, var í raun farin að hindra ákveðið flæði á markaði, meðan í nýju löggjöfinni er miðað að því að einfalda ferlið gagnvart fyrirtækjum en um leið styrkja rétt einstaklinga. Upplifunin er sú að í þessu stafræna lífi sem við lifum í dag höfum við ekki alltaf nægilega stjórn á okkar eigin upplýsingum, ef við hugsum um Facebook og Google til dæmis, sem eru sífellt að greina okkur og fylgjast með okkur. Með nýju löggjöfinni er til dæmis komið í veg fyrir að notendur snjallforrita og annarrar tækniþjónustu, þurfi að lesa til hlítar hina gríðarmiklu lögfræðitextabálka fyrirtækjanna, notendaskilmálana, áður en þeir ákveða að nota þjónustuna, því þeir verða í raun bannaðir. Í staðinn verður sú útfærsla einfölduð til muna fyrir notandann og tekið fram hvað gert verður við hans persónuupplýsingar.“

Helstu breytingarnar á nýju persónuverndarlöggjöfinni má lesa hér að neðan, en þær eru fengnar af heimasíðu Persónuverndar.

1. Hreyfanleiki persónuupplýsinga

Þú átt rétt á því að upplýsingar sem þú lætur af hendi, á grundvelli samþykkis eða samnings, til fyrirtækja eða annarra sem veita þjónustu á Netinu, verði fluttar að þinni beiðni til annarra aðila á borð við samfélagsmiðla, netþjónustur eða streymiþjónustur. Þú átt einnig rétt á því að fá persónuupplýsingar þínar á hefðbundnu sem og stafrænu formi.

Í desember 2016 gaf evrópskur vinnuhópur í persónuverndarmálefnum, s.k. 29. gr. vinnuhópur, út fyrstu leiðbeiningarnar vegna hinnar nýju Evrópulöggjafar m.a. leiðbeiningar um hreyfanleika gagna (e. Data Portability) sem unnt er að nálgast hér.

Einnig gaf vinnuhópurinn út yfirlit með algengum spurningum og svörum um hreyfanleika gagna sem unnt er að nálgast hér.

2. Auknar kröfur til samþykkis fyrir vinnslu

Samþykki þitt þarf ávallt að vera veitt með skýrri staðfestingu, s.s. með skriflegri yfirlýsingu. Yfirlýsingin þarf að vera ótvíræð, gefin af fúsum og frjálsum vilja og ná til allra aðgerða sem framkvæmdar eru. Þögn þín,  aðgerðaleysi og rafrænt hak, sem gerir fyrirfram ráð fyrir samþykki þínu, flokkast ekki sem samþykki.

3. Réttur til upplýsinga um vinnslu og til aðgangs að eigin persónuupplýsingum

Þú átt rétt á því að fyrirtæki, stofnanir og aðrir veiti þér upplýsingar um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga um þig á hnitmiðuðu, skiljanlegu og aðgengilegu formi og á skýru og einföldu máli. Upplýsingar má veita skriflega eða á annan hátt, m.a. með rafrænum hætti, og skulu þær veittar eigi síðar en mánuði frá því að ósk barst. Með þessu veist þú hvernig unnið er með persónuupplýsingar um þig og það er auðveldara fyrir þig að nýta lögbundinn rétt þinn.

4. Börnum veitt sérstök vernd

Netþjónustur (t.d. samfélagsmiðlar) verða að afla samþykkis foreldra áður en börn undir 16 ára aldri skrá sig í slíka þjónustu. Einstök aðildarríki geta kveðið á um lægra aldurstakmark í landslögum en þó ekki lægra en 13 ára. Fræðsla sem ætluð er börnum skal vera á skýru og einföldu máli.

5. Einn afgreiðslustaður

Ef ágreiningur rís um vinnslu eða meðferð persónuupplýsinga einstaklinga hafa þeir val um til hvaða persónuverndarstofnunar í Evrópu þeir leita. Í fyrsta lagi getur þú haft samband við persónuverndarstofnun í heimalandi þínu, þar sem þú hefur fasta búsetu, óháð því hvar í heiminum sá aðili er staddur sem þú telur brjóta á réttindum þínum. Í öðru lagi getur þú leitað til persónuverndarstofnunar í því landi sem þú starfar í. Í þriðja lagi getur þú leitað til persónuverndarstofnunar í því landi þar sem meint brot á meðferð persónuupplýsinga þinni átti sér stað.

Í desember 2016 gaf evrópskur vinnuhópur í persónuverndarmálefnum, s.k. 29. gr. vinnuhópur, út fyrstu leiðbeiningarnar vegna hinnar nýju Evrópulöggjafar m.a. leiðbeiningar um samvinnu evrópskra persónuverndarstofnana sem unnt er að nálgast hér.

Einnig gaf vinnuhópurinn út yfirlit með algengum spurningum og svörum um samvinnu persónuverndarstofnana sem unnt er að nálgast hér.

6. Rétturinn til að gleymast

Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í. Einnig getur þú óskað eftir því að leitarvélar á Netinu afmái leitarniðurstöðu um þig, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, ef hún hefur neikvæð áhrif á friðhelgi einkalífs þíns.

7. Öll fyrirtæki verða að geta tryggt réttindi hinna skráðu

Fyrirtæki og stofnanir verða að tryggja að þú getir notið þessara réttinda. Ef fyrirtæki brýtur gegn reglunum mun Persónuvernd hafa heimild til að sekta viðkomandi fyrirtæki eða kveða á um önnur þvingunarúrræði samkvæmt lögunum.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Bjarni, Þórdís og Áslaug kosin til forystu Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll. Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24. Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með […]

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Ragnar hraunar yfir forystu Sjálfstæðisflokksins: „Sá fjársterkasti kjörinn formaður og fallegar ungar konur valdar honum til stuðnings“

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, sem komst í fréttir fyrir að gagnrýna útlit Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, tekur engum silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn á Facebooksíðu sinni í morgun. Hann segir Bjarna Benediktsson kjörinn formann vegna fjárstyrks síns, en áður hafi það ráðið úrslitum hver væri öflugasti pólitíkusinn. Þá segir hann að ungar og fallegar konur séu valdar […]

Össur um landsfund Sjálfstæðisflokksins: „Nú er Bjarni Ben kjörinn formaður með þessari sósíaldemókratísku leið“

Frá því var greint í dag að formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina verði framkvæmt með rafrænni kosningu, þar sem allir skráðir flokksmenn hafi kosningarétt. Þó verður hafður sá hátturinn á, að þeir sem mæta á landsfundinn, geta enn kosið með gamla laginu, það er skriflega. Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, var fljótur að gera […]

Rafrettufrumvarp í mótsögn við sjálft sig – Krefst nikótínaðvarana á nikótínslausum rafrettum

Í rafrettufrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, er að  finna meinlega mótsögn. Á einum stað segir að lögin eigi að ná yfir rafrettur, hvort sem þær innihaldi nikótín eða ekki. Á öðrum stað segir að aðeins megi selja rafrettur sem merktar eru viðvörunum um áhrif vörunnar á heilsu fólks. Með öðrum orðum, nikótínslausar rafrettur verða merktar viðvörunarmiða um […]

Öryrkjabandalagið um krónu á móti krónu skerðingu: „Kerfisbundið ofbeldi“

„Ef skynsemi, réttlæti og vilji til að breyta til batnaðar, ráða gjörðum stjórnvalda, hlýtur „króna á móti krónu“ skerðingin að verða afnumin strax, þannig staðfestu stjórnvöld vilja til velferðar í verki. Vilji er allt sem þarf,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands í ítarlegri umsögn bandalagsins um frumvarp þar sem lagt er til að sérstök uppbót til framfærslu […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is