Föstudagur 12.01.2018 - 15:30 - Ummæli ()

Mesta breyting á persónuverndarlögum í 20 ár – Auknar skyldur á herðar fyrirtækja og stofnana

Nú klukkan 14 hófst málþing um áhrif nýrrar löggjafar um persónuvernd á heilbrigðisgeirann á Íslandi, sem innleidd verður hér á landi í maí. Er um mestu breytingar á lögum um persónuvernd að ræða í 20 ár.

Vigdís Eva Líndal er skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd og frummælandi á málþinginu. Hún segir löggjöfina gera þá kröfu til íslenskra fyrirtækja og stofnana, að vera meira fyrirbyggjandi þegar kemur að notkun persónuupplýsinga:

 

„Verið að leggja auknar skyldur á íslensk fyrirtæki og stofnanir með því sem kallast ábyrgðarskylda. Það felur það í sér að þeir sem vinna með persónuupplýsingar þurfa að geta sýnt fram á að verið sé að fara eftir persónuverndarlöggjöfinni. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti, til dæmis geta þau skipað persónuverndarfulltrúa, sem allar opinberar stofnanir munu þurfa að gera, en það er fyrirkomulag sem vel er þekkt í Evrópu. Nú þurfa því fyrirtæki og stofnanir að vera meira fyrirbyggjandi, við höfum verið svolítið eftiráþenkjandi hingað til hérna á Íslandi, það hefur aldrei neitt verið gert í málunum fyrr en persónuvernd bankar upp á með kvörtun, en nú þurfa menn að hafa sína ferla á hreinu.“

 

Vigdís segir að einstaklingar muni taka eftir ýmsum breytingum, ekki síst í samskiptum við erlend stórfyrirtæki sem sýsla með persónuupplýsingar, á borð við Facebook og Google:

 

„Okkar daglega líf hefur umturnast með nýrri tækni og stórfyrirtækjum sem eru að miðla persónuupplýsingum milli landa. Gamla löggjöfin, sem átti að vera tæknilega hlutlaus, var í raun farin að hindra ákveðið flæði á markaði, meðan í nýju löggjöfinni er miðað að því að einfalda ferlið gagnvart fyrirtækjum en um leið styrkja rétt einstaklinga. Upplifunin er sú að í þessu stafræna lífi sem við lifum í dag höfum við ekki alltaf nægilega stjórn á okkar eigin upplýsingum, ef við hugsum um Facebook og Google til dæmis, sem eru sífellt að greina okkur og fylgjast með okkur. Með nýju löggjöfinni er til dæmis komið í veg fyrir að notendur snjallforrita og annarrar tækniþjónustu, þurfi að lesa til hlítar hina gríðarmiklu lögfræðitextabálka fyrirtækjanna, notendaskilmálana, áður en þeir ákveða að nota þjónustuna, því þeir verða í raun bannaðir. Í staðinn verður sú útfærsla einfölduð til muna fyrir notandann og tekið fram hvað gert verður við hans persónuupplýsingar.“

Helstu breytingarnar á nýju persónuverndarlöggjöfinni má lesa hér að neðan, en þær eru fengnar af heimasíðu Persónuverndar.

1. Hreyfanleiki persónuupplýsinga

Þú átt rétt á því að upplýsingar sem þú lætur af hendi, á grundvelli samþykkis eða samnings, til fyrirtækja eða annarra sem veita þjónustu á Netinu, verði fluttar að þinni beiðni til annarra aðila á borð við samfélagsmiðla, netþjónustur eða streymiþjónustur. Þú átt einnig rétt á því að fá persónuupplýsingar þínar á hefðbundnu sem og stafrænu formi.

Í desember 2016 gaf evrópskur vinnuhópur í persónuverndarmálefnum, s.k. 29. gr. vinnuhópur, út fyrstu leiðbeiningarnar vegna hinnar nýju Evrópulöggjafar m.a. leiðbeiningar um hreyfanleika gagna (e. Data Portability) sem unnt er að nálgast hér.

Einnig gaf vinnuhópurinn út yfirlit með algengum spurningum og svörum um hreyfanleika gagna sem unnt er að nálgast hér.

2. Auknar kröfur til samþykkis fyrir vinnslu

Samþykki þitt þarf ávallt að vera veitt með skýrri staðfestingu, s.s. með skriflegri yfirlýsingu. Yfirlýsingin þarf að vera ótvíræð, gefin af fúsum og frjálsum vilja og ná til allra aðgerða sem framkvæmdar eru. Þögn þín,  aðgerðaleysi og rafrænt hak, sem gerir fyrirfram ráð fyrir samþykki þínu, flokkast ekki sem samþykki.

3. Réttur til upplýsinga um vinnslu og til aðgangs að eigin persónuupplýsingum

Þú átt rétt á því að fyrirtæki, stofnanir og aðrir veiti þér upplýsingar um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga um þig á hnitmiðuðu, skiljanlegu og aðgengilegu formi og á skýru og einföldu máli. Upplýsingar má veita skriflega eða á annan hátt, m.a. með rafrænum hætti, og skulu þær veittar eigi síðar en mánuði frá því að ósk barst. Með þessu veist þú hvernig unnið er með persónuupplýsingar um þig og það er auðveldara fyrir þig að nýta lögbundinn rétt þinn.

4. Börnum veitt sérstök vernd

Netþjónustur (t.d. samfélagsmiðlar) verða að afla samþykkis foreldra áður en börn undir 16 ára aldri skrá sig í slíka þjónustu. Einstök aðildarríki geta kveðið á um lægra aldurstakmark í landslögum en þó ekki lægra en 13 ára. Fræðsla sem ætluð er börnum skal vera á skýru og einföldu máli.

5. Einn afgreiðslustaður

Ef ágreiningur rís um vinnslu eða meðferð persónuupplýsinga einstaklinga hafa þeir val um til hvaða persónuverndarstofnunar í Evrópu þeir leita. Í fyrsta lagi getur þú haft samband við persónuverndarstofnun í heimalandi þínu, þar sem þú hefur fasta búsetu, óháð því hvar í heiminum sá aðili er staddur sem þú telur brjóta á réttindum þínum. Í öðru lagi getur þú leitað til persónuverndarstofnunar í því landi sem þú starfar í. Í þriðja lagi getur þú leitað til persónuverndarstofnunar í því landi þar sem meint brot á meðferð persónuupplýsinga þinni átti sér stað.

Í desember 2016 gaf evrópskur vinnuhópur í persónuverndarmálefnum, s.k. 29. gr. vinnuhópur, út fyrstu leiðbeiningarnar vegna hinnar nýju Evrópulöggjafar m.a. leiðbeiningar um samvinnu evrópskra persónuverndarstofnana sem unnt er að nálgast hér.

Einnig gaf vinnuhópurinn út yfirlit með algengum spurningum og svörum um samvinnu persónuverndarstofnana sem unnt er að nálgast hér.

6. Rétturinn til að gleymast

Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í. Einnig getur þú óskað eftir því að leitarvélar á Netinu afmái leitarniðurstöðu um þig, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, ef hún hefur neikvæð áhrif á friðhelgi einkalífs þíns.

7. Öll fyrirtæki verða að geta tryggt réttindi hinna skráðu

Fyrirtæki og stofnanir verða að tryggja að þú getir notið þessara réttinda. Ef fyrirtæki brýtur gegn reglunum mun Persónuvernd hafa heimild til að sekta viðkomandi fyrirtæki eða kveða á um önnur þvingunarúrræði samkvæmt lögunum.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hannes Hólmsteinn býður fram lausn við umferðaröngþveitinu um Miklubraut

Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, býður fram áhugaverða lausn á þeim mikla umferðavanda sem jafnan skapast á Miklubrautinni á degi hverjum. Á Facebooksíðu hans segir:   „Ég bý í 101 eins og borgarfullrúar vinstri meirihlutans og geng í vinnuna. En ég skil ekki, hvers vegna aðrir borgarbúar láta bjóða sér umferðaröngþveitið við Lönguhlíð […]

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is