Þriðjudagur 06.02.2018 - 13:15 - Ummæli ()

Sex tilnefningar til Eyrarrósarinnar

Karl Óttar Pétursson og Stefán Magnússon forsvarsmenn Eistnaflugs ásamt Elizu Reid forsetafrú og verndara Eyrarrósarinnar við afhendingu verðlaunanna 2017.

Sex verkefni eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár. Eyrarrósin er viðurkenning sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Að verðlaununum standa í sameiningu Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 33 umsóknir um viðurkenninguna í ár hvaðanæva af landinu.

Á Eyrarrósarlistanum 2018 birtast nöfn þeirra sex verkefna sem eiga möguleika á að hljóta verðlaunin í ár. Sjálfri Eyrarrósinni fylgir tveggja milljón króna verðlaunafé en að auki munu tvö verkefnanna hljóta 500 þúsund króna verðlaun.

Eyrarrósarlistinn 2018:

  • Aldrei fór ég suður, Ísafirði
  • Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Norðanáttin (Nothern Wave), Snæfellsbæ
  • Ferskir vindar – alþjóðleg listahátíð í Garði
  • LungA skólinn, Seyðisfirði
  • Rúllandi snjóbolti, Djúpavogi
  • Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, Patreksfirði

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 1. mars næstkomandi í Neskaupsstað, heimabæ þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs sem er handhafi Eyrarrósarinnar frá síðasta ári. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin.

 

Nánar um verkefnin á Eyrarrósarlistanum 2018: 

Aldrei fór ég suður, Ísafirði

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem í ár verður haldin í fjórtánda sinn, hefur fyrir löngu skapað sér sess sem einn af eftirtektarverðari menningarviðburðum ársins á landsvísu. Þar kemur fremsta tónlistarfólk landsins fram í bland við heimafólk. Dagskráin fer fram víða um Ísafjarðarbæ og í nágrannabyggðarlögum. Metnaður aðstandenda liggur í því að halda hátíð þar sem aðgangur er ókeypis fyrir alla og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á vestfirskri menningu og tónlist og hvetja innlenda sem erlenda gesti að kynnast

Vestfjörðum.   https://aldrei.is/

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Norðanáttin (Northern Wave), Snæfellsbæ
Northern Wave, sem fagnaði tíu ára afmæli sínu í fyrra, er eina alþjóðlega stuttmyndahátíðin á Íslandi. Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda, hreyfimynda, vídeóverka og íslenskra tónlistarmyndbanda, auk annarra viðburða eins og fiskiréttasamkeppni, fyrirlestra, vinnustofur og tónleika. Auk þess að auðga menningarlífið og kynna svæðið er markmið hátíðarinnar að vera þekkingarsmiðja og vettvangur þar sem fagfólk úr greininni miðlar af reynslu sinni til nýrra kynslóða kvikmyndagerðafólks.  http://www.northernwavefestival.com/

 

Ferskir vindar, alþjóðleg listahátíð í Garði
Listahátíðin Ferskir vindar er alþjóðleg hátíð sem haldin hefur verið í Garði annað hvert ár frá árinu 2010. Þangað er boðið hverju sinni 40-50 listamönnum úr öllum listgreinum og af fjölmörgum þjóðernum. Erlendir listamenn dvelja og vinna í Garði í um fimm vikur og sýna þar afrakstur sinn. Aðstandendur Ferskra vinda leitast við að koma á sem nánustum tengslum við íbúa bæjarfélagsins meðal annars með samstarfi við skólana með ýmsum uppákomum og beinni þátttöku nemenda. Öll dagskrá hátíðarinnar er ókeypis og opin almenningi, s.s.  kynningar á listafólkinu og verkum þeirra, opnar vinnustofur, myndlistarsýningar, gjörningar, tónleikar o.fl.

https://fresh-winds.com/

 

LungA skólinn, Seyðisfirði

LungA skólinn er tilraunakenndur jarðvegur fyrir sköpun, listir og fagurfræði sem rekinn hefur verið af miklum metnaði á Seyðisfirði frá vorönn 2014 í góðum tengslum við LungA hátíðina. Hann er listaskóli fyrir þá sem hafa opinn huga, fyrir þá ótömdu og fyrir þá sem vilja rannsaka. Skólinn ýtir undir sérstöðu hvers einstaklings og styður við bakið á nemendum svo þeir finni sér sína leið í átt að sterkari sjálfsmynd, ásamt því að þroskast, skilja betur heiminn og finna sitt hlutverk í honum.  Tvisvar á ári býður skólinn upp á 12 vikna nám þar sem um það bil 20 ungmenni fá tækifæri til að þroska sig sem listamenn undir leiðsögn reynslumikils listafólks víðs vegar að úr heiminum.  https://lunga.is/school/

 

Rúllandi snjóbolti, Djúpavogi

Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti verið haldin árlega frá árinu 2014 í gömlu Bræðslunni á Djúpavogi og hefur þegar markað sér sess í íslensku menningarlífi. Um er að ræða metnaðarfullt samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center). Á sýningunni síðastliðið sumar áttu 31 listamaður verk á sýningunni, íslenskir og erlendir.  Aðsókn eykst ár frá ári en síðasta sumar er talið að allt að 10 þúsund manns hafi séð sýninguna á Djúpavogi.

https://www.facebook.com/rullandisnjobolti

 

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda, Patreksfirði

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda er eina kvikmyndahátíðin á landinu sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildarmyndir. Allt frá árinu 2007 hefur hátíðin verið haldin um hvítasunnuhelgina ár hvert á Patreksfirði og leiðir saman reynslubolta í faginu, byrjendur og hinn almenna áhorfanda. Þannig stuðlar hátíðin í samvinnu við heimamenn að skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.
http://skjaldborg.com/

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækka um 127% : Sjálfstæðisflokkur fær mest – Viðreisn minnst

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2018. Framlög fara eftir stærð flokkanna samkvæmt atkvæðafjölda og fær því Sjálfstæðisflokkurinn hæsta framlagið, eða rúmar 166 milljónir. Viðreisn fær minnsta framlagið, eða rétt tæpar 44 milljónir. Framlagið hækkar milli ára um 127 prósent. Tillaga um að hækka framlög til flokkanna […]

Björn Valur þjófkennir þingmenn-Segir marga vísvitandi brjóta reglurnar-Á pari við Árna Johnsen

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður VG, segir það gott mál að nú skuli greiðslur Alþingis til þingmanna verða gerðar opinberar, líkt og til stendur samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Hann telur einnig sjálfsagt að Alþingi endurgreiði útgjöld þingmanna, þeir eigi ekki að „verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna.“ Það sem er eftirtektavert er að […]

Pawel býður sig fram í borginni

Pawel Bartoszek, fyrrum þingmaður Viðreisnar, segist á Facebook síðu sinni hafa komið því áleiðis til uppstillingarnefndar Viðreisnar, að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.   „Reykjavík er frábær borg. Hún dregur til sín hæfileikaríkt fólk frá öllu landinu og öllum heimshornum. Hún er oftar en ekki aðdráttaraflið dregur þá Íslendinga […]

Gunnar Smári sakar Samtök atvinnulífsins um að kaupa sig inn í fréttir RÚV

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, sakar framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson um að hafa greitt fyrir að koma fram í kvöldfréttatímum RÚV, í áróðurskyni. Hann segist ekki skilja hvers vegna Halldór sé „alltaf fenginn til að vera með fréttaskýringar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins“ og spyr: „Erum við orðin svo blind af peningahyggjunni að við teljum […]

Formannslausir Píratar deila með sér aðstoðarmanni-Þiggja ekki kaupálag

  Á vef Alþingis er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sögð formaður Pírata frá 2017. Píratar hafa löngum stært sig af formannsleysi sínu og að hafa ekki fallið í formannsgryfju fjórflokksins og þannig sloppið við hið alkunna foringjaræði. Þessi flati „strúktúr“ , andstæðan við hinn útbreidda valdapíramída, fékkst í arf frá Borgarahreyfingunni og hefur haldist síðan. […]

Alþingi boðar breytt vinnubrögð með birtingu gagna-En aðeins frá áramótum

Í tilkynningu frá forseta Alþingis í dag, Steingrími J. Sigfússyni, kemur fram að forsætisnefnd hafi samþykkt á fundi sínum þrjár efnisbreytingar á reglum Alþingis um þingfararkostnað. Þingmenn fá endurgreiðslu vegna afnota af eigin bíl upp að 15.000 kílómetrum, skýrari ákveði verða sett vegna staðfestingargagna til grundvallar endurgreiðslu og ný ákveði sett varðandi þá skilmála sem […]

Umskurður drengja

Sara Pálsdóttir ritar: Umskurður drengja hefur sterk tengsl við trúarbrögð Gyðinga og Íslam. Drengir um allan heim eru umskornir og er um að ræða rótgróna hefð í mörgum samfélögum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út skýrslu árið 2010 þar sem umskurði ungra drengja eða kornabarna er lýst sem einni af algengustu og elstu skurðaðgerðum í heimi og […]

Eyþór segir meirihlutann hafa misst tökin-Nýr starfshópur þriðja hvern dag

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnkerfið í borginni um óviðunandi vinnubrögð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Nefnir hann því til stuðnings að fyrirspurnum sé svarað seint og illa og að 351 starfshópur hafi verið skipaður fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins. Það þýði að nýr starfshópur hafi verið skipaður þriðja hvern dag. Á meðan hafi […]

Fækkar í fiskiskipaflotanum – 70 ný skip á fimm árum

Samtals 70 ný fiskiskip hafa bæst við flotann hér á landi á síðustu fimm árum. Af þeim eru átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Samtals 53 þessara skipa voru smíðuð hér á landi, öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Togararnir voru allir smíðaðir í Tyrklandi, sem og fjögur af þeim sjö vélskipum sem […]

Þurfa að greiða 4.8 milljónir í skaðabætur vegna ólögmatrar uppsagnar

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, þurfa að greiða fyrrverandi starfsmanni og félagsmanni í SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu, alls 4,8 milljónir króna í skaðabætur, miskabætur og lögfræðikostnað vegna ólögmætrar uppsagnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFR. Starfsstöð starfsmannsins var á Akureyri en […]

VR stofnar leigufélag – Ekki rekið í hagnaðarskyni

Stjórn VR ákvað á fundi sínum í gær að stofna leigufélag fyrir félagsmenn sína. Það skal ekki rekið í hagnaðarskyni. Þetta kemur fram á vef VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið forgöngumaður fyrir slíku félagi, en hann hefur lýst leigumarkaðinum hér á landi sem fársjúkum og talað um græðgisvæðingu leigufélaga. Í frétt VR […]

Verð á bílaleigubílum lækkar við Leifsstöð-Samt hæsta verð í Evrópu

Samtals hefur verð á bílaleigubílum við Leifsstöð lækkað um 38% frá því 2015, um 24% í evrum talið og 17% í dollurum talið, sökum styrkingar krónu síðastliðin þrjú ár. Þá er miðað við gengið í febrúar 2015 og febrúar 2018. Þetta kemur fram á Túristi.is. Forsendurnar eru að leigður sé minnsti bíllinn í tvær vikur […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is