Fimmtudagur 08.02.2018 - 10:16 - Ummæli ()

Mestur hagvöxtur á Íslandi af Norðurlöndunum

Norðurlöndin eru að mörgu leyti frábrugðin hvert öðru

Í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region, eru lykiltölur frá norrænu löndunum greindar og bornar saman þvert á landamæri og svæði. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10% á árabilinu 2007 til 2017 sem er yfir meðaltali á Norðurlöndum. Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum.

 

Í tengslum við skýrsluna er einnig unnið svonefnt Regional Potential Index en sú vísitala mælir hve góðar framtíðarhorfur allra 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda eru í samanburði við hvert annað. Íslensku svæðin rjúka upp listann ásamt þeim færeysku og að hluta til sænsku. Stokkhólmur er það svæði Norðurlandanna sem stendur sterkast allra. Aftur á móti falla sum svæði í Noregi langt niður listann, en Finnland vermir þó botnsætið þegar á heildina er litið.

 

Nordregio, rannsóknarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, annast samantekt skýrslunnar State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár.

 

– Það kemur ekki á óvart að við sjáum greinilegan vöxt á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd, að hluta til vegna þess að efnahagsáfallið kom hart niður þar og að hluta til vegna innspýtingar í ferðaþjónustunni. Má því með sanni segja að þróunin hafi snúist verulega á síðustu árum, segir Kjell Nilsson, forstöðumaður Nordregio, í tengslum við útgáfu skýrslunnar.

 

– Að sjálfsögðu má velta fyrir sér hvort svo mikill hagvöxtur sé sjálfbær. Ef litið er á heildarmyndina gengur samt mjög vel víðast hvar á Íslandi. Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á velgengni að fagna eins og sjá má á Regional Potential vísitölunni okkar, bætir hann við.

 

Staðan á Norðurlöndum

Sé litið til helstu niðurstaðna í skýrslunni State of the Nordic Region er ánægjulegt að sjá að efnahagurinn jafnt og vinnumarkaðurinn standa betur á Norðurlöndum en í ESB að meðaltali. Í því sambandi gengur norrænu löndunum einnig hlutfallslega vel að laða til sín erlenda fjárfestingu – raunar renna 7% af samtölu beinna erlendra fjárfestinga (FDI) í Evrópu til Norðurlanda, þótt þar búi ekki nema 4% af íbúunum.

 

Tvennt styrkir efnahaginn: Norðurlönd eru enn sem fyrr meðal þeirra svæða í ESB sem lengst eru komin í stafrænni væðingu og við erum áfram öflugri en nálæg svæði í nýsköpun, þótt það forskot hafi minnkað. Skýrslan sýnir einnig þá miklu framtíðarmöguleika sem felast í lífhagkerfinu, en með því er átt við sjálfbæran vöxt á grundvelli náttúruauðlinda.

 

Á sumum sviðum aftur á móti hringja tölfræðilegu upplýsingarnar viðvörunarbjöllum: Þrátt fyrir flutning fólks til Norðurlanda, þ. á m. innflytjenda, fer meðalaldur hækkandi, íbúarnir setjast að í kringum stóru bæina – og svo eru áskoranir tengdar aðlögun innflytjenda í atvinnulífinu.

 

– State of the Nordic Region er samantekt þekkingar og upplýsinga sem stuðlar að heildarsýn á þróunina á Norðurlöndum og er hjálpartól norrænna valdhafa þegar þeir móta nýjar stefnur. Í skýrslunni er vakin athygli bæði á framförum og áskorunum á mikilvægum samfélagssviðum og þeim gerð skil. Þetta er norrænt samstarf þegar það er sem allra best, segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

 

Staðreyndir:
State of the Nordic Region geymir einstakt safn upplýsinga um Norðurlöndin öll á sviði efnahagsmála, lýðfræðilegra breytinga, vinnumarkaðsmála og menntunar, svo að nokkuð sé nefnt, ásamt sérhönnuðum landakortum til skýringar. Skýrslan er gefin út annað hvert ár á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og segja má að hún mæli hitann á svæðum og sveitarfélögum á Norðurlöndum. Liður í útgáfunni er birting Regional Potential Index – sem Nordregio, rannsóknarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, tók saman – en sú vísitala mælir hve góðar horfurnar eru á hverju hinna 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda út frá hefðbundnum samanburðarhæfum tölfræðilegum forsendum.

 

Skýrsluna í heild má finna hér:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækka um 127% : Sjálfstæðisflokkur fær mest – Viðreisn minnst

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2018. Framlög fara eftir stærð flokkanna samkvæmt atkvæðafjölda og fær því Sjálfstæðisflokkurinn hæsta framlagið, eða rúmar 166 milljónir. Viðreisn fær minnsta framlagið, eða rétt tæpar 44 milljónir. Framlagið hækkar milli ára um 127 prósent. Tillaga um að hækka framlög til flokkanna […]

Björn Valur þjófkennir þingmenn-Segir marga vísvitandi brjóta reglurnar-Á pari við Árna Johnsen

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður VG, segir það gott mál að nú skuli greiðslur Alþingis til þingmanna verða gerðar opinberar, líkt og til stendur samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Hann telur einnig sjálfsagt að Alþingi endurgreiði útgjöld þingmanna, þeir eigi ekki að „verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna.“ Það sem er eftirtektavert er að […]

Pawel býður sig fram í borginni

Pawel Bartoszek, fyrrum þingmaður Viðreisnar, segist á Facebook síðu sinni hafa komið því áleiðis til uppstillingarnefndar Viðreisnar, að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.   „Reykjavík er frábær borg. Hún dregur til sín hæfileikaríkt fólk frá öllu landinu og öllum heimshornum. Hún er oftar en ekki aðdráttaraflið dregur þá Íslendinga […]

Gunnar Smári sakar Samtök atvinnulífsins um að kaupa sig inn í fréttir RÚV

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, sakar framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson um að hafa greitt fyrir að koma fram í kvöldfréttatímum RÚV, í áróðurskyni. Hann segist ekki skilja hvers vegna Halldór sé „alltaf fenginn til að vera með fréttaskýringar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins“ og spyr: „Erum við orðin svo blind af peningahyggjunni að við teljum […]

Formannslausir Píratar deila með sér aðstoðarmanni-Þiggja ekki kaupálag

  Á vef Alþingis er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sögð formaður Pírata frá 2017. Píratar hafa löngum stært sig af formannsleysi sínu og að hafa ekki fallið í formannsgryfju fjórflokksins og þannig sloppið við hið alkunna foringjaræði. Þessi flati „strúktúr“ , andstæðan við hinn útbreidda valdapíramída, fékkst í arf frá Borgarahreyfingunni og hefur haldist síðan. […]

Alþingi boðar breytt vinnubrögð með birtingu gagna-En aðeins frá áramótum

Í tilkynningu frá forseta Alþingis í dag, Steingrími J. Sigfússyni, kemur fram að forsætisnefnd hafi samþykkt á fundi sínum þrjár efnisbreytingar á reglum Alþingis um þingfararkostnað. Þingmenn fá endurgreiðslu vegna afnota af eigin bíl upp að 15.000 kílómetrum, skýrari ákveði verða sett vegna staðfestingargagna til grundvallar endurgreiðslu og ný ákveði sett varðandi þá skilmála sem […]

Umskurður drengja

Sara Pálsdóttir ritar: Umskurður drengja hefur sterk tengsl við trúarbrögð Gyðinga og Íslam. Drengir um allan heim eru umskornir og er um að ræða rótgróna hefð í mörgum samfélögum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út skýrslu árið 2010 þar sem umskurði ungra drengja eða kornabarna er lýst sem einni af algengustu og elstu skurðaðgerðum í heimi og […]

Eyþór segir meirihlutann hafa misst tökin-Nýr starfshópur þriðja hvern dag

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnkerfið í borginni um óviðunandi vinnubrögð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Nefnir hann því til stuðnings að fyrirspurnum sé svarað seint og illa og að 351 starfshópur hafi verið skipaður fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins. Það þýði að nýr starfshópur hafi verið skipaður þriðja hvern dag. Á meðan hafi […]

Fækkar í fiskiskipaflotanum – 70 ný skip á fimm árum

Samtals 70 ný fiskiskip hafa bæst við flotann hér á landi á síðustu fimm árum. Af þeim eru átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Samtals 53 þessara skipa voru smíðuð hér á landi, öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Togararnir voru allir smíðaðir í Tyrklandi, sem og fjögur af þeim sjö vélskipum sem […]

Þurfa að greiða 4.8 milljónir í skaðabætur vegna ólögmatrar uppsagnar

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, þurfa að greiða fyrrverandi starfsmanni og félagsmanni í SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu, alls 4,8 milljónir króna í skaðabætur, miskabætur og lögfræðikostnað vegna ólögmætrar uppsagnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFR. Starfsstöð starfsmannsins var á Akureyri en […]

VR stofnar leigufélag – Ekki rekið í hagnaðarskyni

Stjórn VR ákvað á fundi sínum í gær að stofna leigufélag fyrir félagsmenn sína. Það skal ekki rekið í hagnaðarskyni. Þetta kemur fram á vef VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið forgöngumaður fyrir slíku félagi, en hann hefur lýst leigumarkaðinum hér á landi sem fársjúkum og talað um græðgisvæðingu leigufélaga. Í frétt VR […]

Verð á bílaleigubílum lækkar við Leifsstöð-Samt hæsta verð í Evrópu

Samtals hefur verð á bílaleigubílum við Leifsstöð lækkað um 38% frá því 2015, um 24% í evrum talið og 17% í dollurum talið, sökum styrkingar krónu síðastliðin þrjú ár. Þá er miðað við gengið í febrúar 2015 og febrúar 2018. Þetta kemur fram á Túristi.is. Forsendurnar eru að leigður sé minnsti bíllinn í tvær vikur […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is