Fimmtudagur 08.02.2018 - 15:42 - Ummæli ()

Ragnar Þór svarar ásökunum Viðskiptablaðsins

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd/DV

Viðskiptablaðið fjallar í dag um formann VR, Ragnar Þór Ingólfsson. Honum er tileinkuð heilsíða undir yfirskriftinni „Íbúðaævintýri Ragnars Þórs“ og er það sjálfur Óðinn sem heldur á penna.

Greinin hefst á þessum orðum:

„Ein alvarlegasta, en um leið algengasta, hugsanavilla sem stjórnmálamenn gera er að líta á fé annarra sem sitt eigið leikfang.“

Skömmu síðar segir:

„Hægt er að finna slíka stjórnmálamenn víðar en á Alþingi og í sveitarstjórnum víða um land. Þeir hafa einnig fundið sér samastað í félagasamtökum, eins og stéttarfélögunum.“

 

Hér er átt við Ragnar Þór, sem segir grein Viðskiptablaðsins níða sig niður.

Fundið er Ragnari flest til foráttu í greininni, sérstaklega hugmynd hans um að bjóða upp á ódýrari leiguíbúðir, um 15-30% undir markaðsverði.

 

Ragnar segir í samtali við Eyjuna að hann hljóti að vera að gera eitthvað rétt, fyrst Viðskiptablaðið fjalli um hann á þennan hátt. Varðandi upphafsorð greinarinnar spyr Ragnar:

„Er Viðskiptablaðið að gefa í skyn, að ég sem formaður VR og stjórn VR og trúnaðarráð félagsins, séum að fara nýta okkar sjóði með sama hætti og Samvinnutryggingasjóðurinn var notaður ? Er blaðið að gefa í skyn að við séum að nýta okkar sjóði með sama hætti og bótasjóðirnir voru tæmdir af tryggingafélögum? Og hvaða öfl skyldu hafa staðið á bak við það ?“

 

Þá segir Viðskiptablaðið að Ragnar hafi „óeðlilega afstöðu“ til sjóða VR, sem samkvæmt samþykktum félagsins séu ekki hugsaðir til þess að gefa stjórn VR lausan tauminn í fjárfestingum. Ragnar segir þetta ranga fullyrðingu:

„Þeir fullyrða að ég sé að nota ákveðna sjóði í þetta verkefni. Við eigum aðra sjóði og höfum því svigrúm til að ráðast í þetta verkefni.  En það verður að sjálfsögðu ekki tekið úr varasjóði, sjúkrasjóð, orlofssjóði, eða verkfallssjóði. Þeir peningar eru eyrnamerktir og við myndum aldrei nota það fé. Við eigum félagssjóð sem við getum ráðstafað í aðra sjóði ef þarf. Hugsanlega þurfum við að breyta samþykktum félagsins til þess að ráðast í þetta verkefni og  ég er einmitt að hitta baklandið til þess að ræða þessa hugmynd. En auðvitað þurfa félagsmenn okkar að samþykkja hugmyndina. Ekki Viðskiptablaðið.“

 

Viðskiptablaðið segir einnig að hugmynd Ragnars um að bjóða ódýrari leiguíbúðir muni ekki hafa áhrif til lækkunar á markaði, þar sem Ragnar telji að hátt verð ráðist einkum af græðgi leigusala, meðan að vísitala íbúðaverðs hafi rokið upp um 93% frá árinu 2010. Hugmynd Ragnars gæti því ýtt undir hærra leiguverð, með áhrifum á vísitölu, að minnsta kosti leiði hún ekki til lækkunar.

Ragnar segir málið einfalt:

„Það eina sem er rétt hjá Viðskiptablaðinu er að húsnæðisvandinn orsakast af vöntun á húsnæði. Það eina sem leysir hann er aukið framboð. En hvernig viðskiptamódel viljum við vera með ? Í dag ræður markaður för, hæstbjóðendum er selt og leigt. Við erum einfaldlega að skoða það að kaupa íbúðir til leigu, eða að byggja. Ef við byggjum getum við lækkað leiguverð um allt að 30%, ef við leigjum, getum við lækkað leigu um 15% Við leysum ekki allan húsnæðisvandann með því, en við erum sannarlega að vekja athygli á græðginni sem er í gangi og hvernig markaðurinn hefur fengið að ráða för, þetta er bara vígvöllur. Við eigum að hugsa þetta út frá langtímahagsmunum þjóðarinnar, í stað þess að græða sem mest á sem skemmstum tíma.“

Ragnar ber einnig til baka fullyrðingu Viðskiptablaðsins, um að hann telji fyrirtæki vera „vond“:

„Þetta er fráleit fullyrðing. Ég spurði einfaldlega hvort við eigum, sem stéttarfélag, að nota sjóði okkar til að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum ? Hver er þá hvatinn að krefjast ávöxtunar á sjóðum okkar ? Þetta er vandamál verkalýðshreyfingarinnar, þessi þversögn. Við erum að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna, sem eru að hámarka arðsemi sinna fjárfestinga, til dæmis í smásölu. Þá þarf að lækka kostnað og hækka álagningu. Og það er ekki gert öðruvísi en með lækkun launa. Það er þessi þversögn sem ég hef verið að gagnrýna í mörg ár, að verkalýðshreyfingin skuli vera að vasast í þessu.“

Þá segir Ragnar í lokin, að hann finni vel fyrir þeim titringi sem hann veldur hjá ákveðnum hópum í þjóðfélaginu:

„Já mikil ósköp, ég finn titringinn alveg upp í skrifborðsstólinn hjá mér. Ég hef talað fyrir þessum low profit leigufélögum í 10 ár, eins og margir aðrir. En það hefur aldrei neitt gerst. Svo stíg ég fram núna sem formaður VR og lýsi yfir áhuga á að gera þetta fyrir alvöru og þá fer auðvaldið á hliðina. Og það er alveg eðlilegt að kerfið fari á hliðina þegar það sér fram á að missa spón úr aski sínum og þeirra sem græða mest á þessu ástandi. Og það er auðvitað frábær vettvangur fyrir þá að koma skoðunum sínum á framfæri í Viðskiptablaðinu.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks. Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í […]

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi […]

Starfsgreinarsambandið fagnar launaskriðstryggingu

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið […]

Guðlaugur Þór: Bretar vilja tryggja réttindi íslenskra borgara í Brexit

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er það vilji breskra yfirvalda að virða og tryggja réttindi íslendinga, svo þeir sitji við sama borð og aðrir. Brexit sé forgangsmál. „Brexit er og verður forgangsmál hjá okkur í utanríkisráðuneytinu og mikil vinna fer nú fram í ráðuneytum hér á landi við að vernda hagsmuni okkar vegna útgöngu Breta […]

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur […]

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist […]

„Þingmenn sem þegið hafa bætur og ráðstafað því í kaup á húsnæði ættu að skila því, ella vera bornir út“

Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum, spyr hvort það sé ekki réttmæt krafa að fólk sem búi ekki í því sveitarfélagi sem það vinnur, fái sömu kjör og þingmenn. Þá vill hann að allar upplýsingar um fjárveitingar til þingmanna síðustu 20 árin verði gerð opinber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi. Hann segir […]

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti. Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn […]

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem […]

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá […]

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis: „Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu […]

Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur umsækjenda um dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn, var metinn hæfastur af umsækjendum. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn um Arnald segir meðal annars að Arnaldur hafi almenna og víðtæka lögfræðiþekkingu, eigi […]

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu: „Bandalaginu hefur á […]

Smári McCarthy skólar Ásmund til: Segir þingmannsstarfið ekki snúast um keyrslu og kaffistofuröfl

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er einn fjölmargra sem hafa gagnrýnt frammistöðu Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósinu í gær. Smári skrifar á Facebooksíðu sína að hann hafi meiri áhuga á að vera skilvirkur í sínum störfum, heldur en að vera popúlisti: „Nú vill svo til að ég er þingmaður Suðurkjördæmis, en bý einmitt í 101 […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is