Föstudagur 09.02.2018 - 12:30 - Ummæli ()

Björn Bjarnason: „Áfall fyrir skólakerfið“

Björn Bjarnason, fyrrum menntamálaráðherra.

Samkvæmt skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar eru einkunnir í PISA-prófum lægstar hér á landi af öllum Norðurlöndunum. Þá er Ísland einnig undir meðaltali samanborið við önnur OECD lönd. Þá eru einkunnir innfæddra nemenda mun hærri en aðfluttra, eða sem nemur 23 prósentum. Einnig mælist brottfall úr námi mest á Íslandi af Norðurlöndunum, eða 19,8 prósent. Horft er til niðurstaðna frá árinu 2015, en PISA-próf eru lögð fyrir nemendur á þriggja ára fresti.

 

Björn Bjarnason, sem er fyrrum menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins á árunum 1995-2002, segir þetta reiðarslag:

„Enn einu sinni kemur eins og reiðarslag yfir þjóðina þegar skólakerfið stenst illa alþjóðlegan samanburð ef marka má kannanir. Árangur nemenda er metinn á alþjóðavísu með svonefndum PISA-könnunum. Vissulega eru þær ekki fullkomnar frekar en önnur mannanna verk en þær eru þó viðurkenndur kvarði og hvað sem líður samanburði milli þjóða má nota hann til að átta sig á hvort framfarir hafi orðið innan sama skólakerfis. Í ljós kemur að hér hefur ekkert breyst til batnaðar milli kannana frá 2012 og miðað við skólakerfin annars staðar á Norðurlöndunum fær íslenska kerfið falleinkunn.“

Björn leitar svara og nefnir að um aldamótin hafi krafan verið að lengja  kennaranámið til að stuðla að bæta innra starf skólanna:

„Nú segja ýmsir að lenging þess leiði til kennaraskorts. Almennt má segja að krafan um lengra nám eftir að grunnhæfni hefur verið náð sé næsta undarleg þegar litið er til örra breytinga. Þær krefjast nýrrar hæfni og þekkingar sem aðeins er unnt að afla með símenntun.“

 

Þá nefnir Björn að sumir kennarar geri lítið úr PISA-könnunum og vísar til ummæla nýkjörins formanns grunnskólakennara, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur í Kastljósinu á dögunum, hvar hún sagði:

„Það á að felast í menntun að auka og ydda mennskuna. Það hvort að við séum að koma vel út í einhverri þekkingarleit eða Pisa-prófum er þekking sem getur jafnvel orðið úrelt á morgun eins og bensínbílarnir eða eitthvað annað.“

 

Björn segir hluta vandans einnig vera afstöðu nemenda, sem hafi „ekkert sérstakt dálæti á prófum og könnunum“ með vísun í orð Védísar Árnadóttur í Noregi á Facebooksíðu sinni, sem sagði marga svara þessum könnunum með hangandi hendi og litlum metnaði, sem útskýrði að einhverju leyti niðurstöðurnar.

Björn segir þetta bera vott um skort á áherslu stjórnenda skólanna á þjálfun í markmiðasetningu, með því að láta nemendur taka próf eða sanna getu sína með könnunum.

Björn efast þó um að sú lýsing sé rétt, að unglingar skorti dálæti fyrir PISA könnuninni, því nemendur hafi mikið dálæti á hvers kyns keppnum öðrum og því skyldu þeir þá ekki hafa sömu afstöðu til prófa ?

Björn segir kennara  sem eru andvígir samanburðarprófum, ráða meira í þessu en nemendur og að það lofi ekki góðu um framhaldið að bregðast við PISA með því að hallmæla því.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækka um 127% : Sjálfstæðisflokkur fær mest – Viðreisn minnst

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2018. Framlög fara eftir stærð flokkanna samkvæmt atkvæðafjölda og fær því Sjálfstæðisflokkurinn hæsta framlagið, eða rúmar 166 milljónir. Viðreisn fær minnsta framlagið, eða rétt tæpar 44 milljónir. Framlagið hækkar milli ára um 127 prósent. Tillaga um að hækka framlög til flokkanna […]

Björn Valur þjófkennir þingmenn-Segir marga vísvitandi brjóta reglurnar-Á pari við Árna Johnsen

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður VG, segir það gott mál að nú skuli greiðslur Alþingis til þingmanna verða gerðar opinberar, líkt og til stendur samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Hann telur einnig sjálfsagt að Alþingi endurgreiði útgjöld þingmanna, þeir eigi ekki að „verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna.“ Það sem er eftirtektavert er að […]

Pawel býður sig fram í borginni

Pawel Bartoszek, fyrrum þingmaður Viðreisnar, segist á Facebook síðu sinni hafa komið því áleiðis til uppstillingarnefndar Viðreisnar, að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.   „Reykjavík er frábær borg. Hún dregur til sín hæfileikaríkt fólk frá öllu landinu og öllum heimshornum. Hún er oftar en ekki aðdráttaraflið dregur þá Íslendinga […]

Gunnar Smári sakar Samtök atvinnulífsins um að kaupa sig inn í fréttir RÚV

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, sakar framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson um að hafa greitt fyrir að koma fram í kvöldfréttatímum RÚV, í áróðurskyni. Hann segist ekki skilja hvers vegna Halldór sé „alltaf fenginn til að vera með fréttaskýringar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins“ og spyr: „Erum við orðin svo blind af peningahyggjunni að við teljum […]

Formannslausir Píratar deila með sér aðstoðarmanni-Þiggja ekki kaupálag

  Á vef Alþingis er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sögð formaður Pírata frá 2017. Píratar hafa löngum stært sig af formannsleysi sínu og að hafa ekki fallið í formannsgryfju fjórflokksins og þannig sloppið við hið alkunna foringjaræði. Þessi flati „strúktúr“ , andstæðan við hinn útbreidda valdapíramída, fékkst í arf frá Borgarahreyfingunni og hefur haldist síðan. […]

Alþingi boðar breytt vinnubrögð með birtingu gagna-En aðeins frá áramótum

Í tilkynningu frá forseta Alþingis í dag, Steingrími J. Sigfússyni, kemur fram að forsætisnefnd hafi samþykkt á fundi sínum þrjár efnisbreytingar á reglum Alþingis um þingfararkostnað. Þingmenn fá endurgreiðslu vegna afnota af eigin bíl upp að 15.000 kílómetrum, skýrari ákveði verða sett vegna staðfestingargagna til grundvallar endurgreiðslu og ný ákveði sett varðandi þá skilmála sem […]

Umskurður drengja

Sara Pálsdóttir ritar: Umskurður drengja hefur sterk tengsl við trúarbrögð Gyðinga og Íslam. Drengir um allan heim eru umskornir og er um að ræða rótgróna hefð í mörgum samfélögum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út skýrslu árið 2010 þar sem umskurði ungra drengja eða kornabarna er lýst sem einni af algengustu og elstu skurðaðgerðum í heimi og […]

Eyþór segir meirihlutann hafa misst tökin-Nýr starfshópur þriðja hvern dag

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnkerfið í borginni um óviðunandi vinnubrögð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Nefnir hann því til stuðnings að fyrirspurnum sé svarað seint og illa og að 351 starfshópur hafi verið skipaður fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins. Það þýði að nýr starfshópur hafi verið skipaður þriðja hvern dag. Á meðan hafi […]

Fækkar í fiskiskipaflotanum – 70 ný skip á fimm árum

Samtals 70 ný fiskiskip hafa bæst við flotann hér á landi á síðustu fimm árum. Af þeim eru átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Samtals 53 þessara skipa voru smíðuð hér á landi, öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Togararnir voru allir smíðaðir í Tyrklandi, sem og fjögur af þeim sjö vélskipum sem […]

Þurfa að greiða 4.8 milljónir í skaðabætur vegna ólögmatrar uppsagnar

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, þurfa að greiða fyrrverandi starfsmanni og félagsmanni í SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu, alls 4,8 milljónir króna í skaðabætur, miskabætur og lögfræðikostnað vegna ólögmætrar uppsagnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFR. Starfsstöð starfsmannsins var á Akureyri en […]

VR stofnar leigufélag – Ekki rekið í hagnaðarskyni

Stjórn VR ákvað á fundi sínum í gær að stofna leigufélag fyrir félagsmenn sína. Það skal ekki rekið í hagnaðarskyni. Þetta kemur fram á vef VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið forgöngumaður fyrir slíku félagi, en hann hefur lýst leigumarkaðinum hér á landi sem fársjúkum og talað um græðgisvæðingu leigufélaga. Í frétt VR […]

Verð á bílaleigubílum lækkar við Leifsstöð-Samt hæsta verð í Evrópu

Samtals hefur verð á bílaleigubílum við Leifsstöð lækkað um 38% frá því 2015, um 24% í evrum talið og 17% í dollurum talið, sökum styrkingar krónu síðastliðin þrjú ár. Þá er miðað við gengið í febrúar 2015 og febrúar 2018. Þetta kemur fram á Túristi.is. Forsendurnar eru að leigður sé minnsti bíllinn í tvær vikur […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is