Föstudagur 09.02.2018 - 16:30 - Ummæli ()

Verðkönnun ASÍ: Gríðarlegur verðmunur á hreinlætisvörum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á matvöru og öðrum nauðsynjavörum en könnunin sýnir að
gríðarlegur verðmunur er á hreinlætisvörum á milli verslana eða frá 69% upp í 132%. Mestur er
verðmunurinn á dömubindum eða 132% og eins er mikill verðmunur á uppþvottavélatöflum eða
131%. Iceland var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í 35 af 82 tilvikum (43% tilfella) á meðan
Bónus var oftast með það lægsta eða í 41 af 82 tilvikum (50% tilfella). Könnunin var framkvæmd í 9
stærstu og dreifðustu verslunum og verslunarkeðjum landsins þann 7. febrúar. Meðalverðmunurinn
á öllum vörunum í könnuninni var 52% en mikill verðmunur var á vinsælum vörum eins og ferskum
kjúklingi, fiski, Smjörva, Cheeriosi, skyri, hveiti og allskonar grænmeti og ávöxtum.

Munur á hreinlætisvörum 66-132%

Mesti verðmunurinn var á hreinlætisvörum eða allt frá 66% og upp í 132%. Meðalverðmunurinn á
hreinlætisvörum var 96% en þar bar hæst að 132% verðmunur er á dömubindum milli verslana.
Verðmunurinn á OB túrtöppum er 92% milli verslana. Costco er með ódýrustu Always Ultra normal
dömubindin en þar er stykkjaverðið á 12 kr. á meðan stykkið er á 28 kr. í Víði. Þetta sýnir að
heimsókn frá Rósu frænku getur kostað kvenþjóðina skildinginn sinn ef ekki er að gáð. Þá var mikill
munur á Finish Powerball uppþvottavélatöflum eða 131% en taflan var ódýrust í Hagkaupum á 13 kr.
en dýrust á 31 kr. í Víði. Þá getur klósettferðin verið afar mis dýr hjá landanum en 88% verðmunur
var á Fis klósettpappír frá Papco milli verslana, ódýrust var rúllan í Bónus á 35 kr. stykkið en dýrust í
Víði á 65 kr. Verðmunur á þvottaefni og þvottalegi var einnig mikill eða 69% og 66%. Báðar vörurnar
voru ódýrastar í Bónus en dýrastar í Iceland.

 

52% meðalverðmunur á milli verslana – Iceland dýrast, Bónus ódýrast

Í könnuninni var verð á 82 algengum vörum skoðað en 52% meðalverðmunur var á vörunum á milli
verslana. Þannig var verðmunur á mjólkurvörum allt frá 10% og upp í 58%, verðmunurinn á
kjötvörum og áleggi var frá 10% og upp í 84% og verðmunur á brauðmeti og morgunkorni frá um
30% og upp í 135%. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða í 41 tilvikum en þar á eftir
koma verslanirnar Fjarðarkaup og Víðir, báðar með lægsta verðið í 13 tilvikum og í fjórða sæti var
Krónan með lægsta verðið í 11 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið eða í 35 tilvikum af 82 á
meðan Hagkaup var með hæsta verðið í 26 tilvikum og Víðir í 13 tilvikum.

 

42% meðalverðmunur á kjöti og fiski – 84% verðmunur á ferskum kjúklingi
Kjöt og fiskur eru með dýrustu vörum sem fólk setur í innkaupakörfuna hjá sér og því vekur mikill
verðmunur í þeim vöruflokki nokkra athygli. Sem dæmi má nefna að 84% verðmunur var á heilum
ferskum kjúklingi milli búða og 68% á frosnum ýsuflökum. Ódýrastur var kjúklingurinn hjá Costco
(649 kr. kg) en dýrastur hjá Kjörbúðinni(1197 kr. kg) á meðan frosin ýsuflök voru ódýrust í Krónunni á
1299 kr. kg en dýrust í Kjörbúðinni á 2183 kr. kg. Þá var 75% verðmunur á dýrasta og ódýrasta frosna
þorskinum, ódýrastur var hann á 1918 kr. kg í Bónus en dýrastur á 1477 kr. kg í Fjarðarkaupum.
Töluverður munur var á brauðmeti og morgunkorni en þrátt fyrir að vera ekki dýrustu
vörurnar eru þetta oft mikið keyptar vörur á heimilum landsmanna. Í þessum vöruflokki var
meðalverðmunurinn 61% en mesti verðmunurinn var á Cheeriosi milli búða eða 135%, lægst var
kílóverðið í Krónunni eða 615 kr. en hæst í Iceland eða 1446 kr. Þá var 54% verðmunur á Lífskorn
brauði með tröllahöfrum og Chia fræjum á milli búða en þar var Bónus með lægstaverðið 369 kr. en
Víðir með það hæsta eða 568 kr. Verðið á Kellogs kornfleks var einnig æði misjafnt en hæsta
kílóverðið mátti finna í Víði á 773 kr. en það lægsta í Costco á 450 kr. Sömu sögu var að segja um
haframjölið frá Solgryn en þar var verðmunurinn 65%, dýrast var það í Víði á 526 kr. kílóið en ódýrast
í Bónus á 320 kr.

Mikill verðmunur á ávöxtum og grænmeti

Mikill verðmunur var á ávöxtum og grænmeti eða frá 66% upp í 137%. Mesti munurinn var á
Acocado en kílóið af því kostaði 1249 kr. í Costco en 528 kr. í Fjarðarkaupum. Þá var 125%
verðmunur á Mangó milli verslana, dýrast var það hjá Víði á 785 kr. kílóið á meðan kílóið var á 349 í
Iceland. Verðmunurinn á banönum milli búða var 123% en ódýrastir eru þeir í Bónus á 179 kr. kg en á
399 kr. kg í Hagkaup.

 

Vöruúrval og verðmerkingar

Costco var með minnsta vöruúrvalið af öllum búðunum en þar voru einungis 13 vörur til af þeim 82
sem voru kannaðar. Næstminnsta vöruúrvalið mátti finna í Víði en þar vantaði 19 vörur af þeim 82
vörum sem voru kannaðar. Í Víði var verðmerkingum einnig mest ábótavant en í 14 tilfellum voru
verðmerkingar ekki til staðar. Í Kjörbúðina vantaði 18 vörur af vörulistanum sem var kannaður.

 

Um könnunina
Í könnuninni var hilluverð á 82 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur þegar
hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef að afsláttur er tekinn fram á hillu er
hann tekinn til greina.

Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru Bónus við Hallveigarstíg, Nettó
í Mjódd, Krónan niðri á Granda, Hagkaup í Skeifunni, Iceland í Engihjalla, Fjarðarkaup, Víðir
Sólvallagötu, Costco og Kjörbúðin Garði.  Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en
ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks. Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í […]

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi […]

Starfsgreinarsambandið fagnar launaskriðstryggingu

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið […]

Guðlaugur Þór: Bretar vilja tryggja réttindi íslenskra borgara í Brexit

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er það vilji breskra yfirvalda að virða og tryggja réttindi íslendinga, svo þeir sitji við sama borð og aðrir. Brexit sé forgangsmál. „Brexit er og verður forgangsmál hjá okkur í utanríkisráðuneytinu og mikil vinna fer nú fram í ráðuneytum hér á landi við að vernda hagsmuni okkar vegna útgöngu Breta […]

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur […]

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist […]

„Þingmenn sem þegið hafa bætur og ráðstafað því í kaup á húsnæði ættu að skila því, ella vera bornir út“

Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum, spyr hvort það sé ekki réttmæt krafa að fólk sem búi ekki í því sveitarfélagi sem það vinnur, fái sömu kjör og þingmenn. Þá vill hann að allar upplýsingar um fjárveitingar til þingmanna síðustu 20 árin verði gerð opinber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi. Hann segir […]

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti. Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn […]

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem […]

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá […]

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis: „Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu […]

Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur umsækjenda um dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn, var metinn hæfastur af umsækjendum. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn um Arnald segir meðal annars að Arnaldur hafi almenna og víðtæka lögfræðiþekkingu, eigi […]

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu: „Bandalaginu hefur á […]

Smári McCarthy skólar Ásmund til: Segir þingmannsstarfið ekki snúast um keyrslu og kaffistofuröfl

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er einn fjölmargra sem hafa gagnrýnt frammistöðu Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósinu í gær. Smári skrifar á Facebooksíðu sína að hann hafi meiri áhuga á að vera skilvirkur í sínum störfum, heldur en að vera popúlisti: „Nú vill svo til að ég er þingmaður Suðurkjördæmis, en bý einmitt í 101 […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is