Þriðjudagur 13.02.2018 - 11:15 - Ummæli ()

Brynjar sakar fjölmiðla um að ýja að spillingu að ósekju-Ver Ásmund en er fylgjandi breytingum

Mikið er rætt um endurgreiðslu vegna aksturskostnaðar alþingismanna þessi dægrin og þykir mörgum ansi vel í lagt þegar upphæðirnar hlaupa á milljónum til einstakra þingmanna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir á Facebooksíðu sinni að fréttaflutningur af málinu þjóni þeim tilgangi að ýja að spillingu:

„Hlutlausu og óháðu fjölmiðlarnir hafa mikinn áhuga á því hvaða þingmenn hafi fengið endurgreitt vegna aksturskostnaðar og vísa til mikilvægi gagnsæis í þeim efnum. Einu sinni var krafan sú að þingmenn væru í sambandi við fólkið í landinu og mættu og hlustaði eftir því hvað helst brynni á því. Krafa þessara fjölmiðla um gagnsæi er ekki til að benda okkur á hvaða þingmenn sinni þessum mikilvægu störfum af alúð og eljusemi. Nei, tilgangurinn er að ýja að einhvers konar spillingu og sjálftöku á peningum okkar hinna. Ég veit að sumir þingmenn og fjölmiðlamenn, einkum þeir sem missa meðvitund þegar tölvan er ekki við hendina, halda að þvælan úr þeim sjálfum á Twitter og Fésbókin endurspegli þjóðarsálina og þjóðarviljann.“

Í lok færslunar gantast Brynjar með þá misskiptingu sem endurgreiðslukerfið býður upp á gagnvart landsbyggðarþingmönnum annarsvegar og malbiksþingmönnum hinsvegar:

„Hins vegar ættu fjölmiðlar að hafa áhyggjur af misskiptingu hvað varðar endurgreiðslu til þingmanna. Við sem mælum okkur mót við kjósendur á öldurhúsunum fáum hvorki leigubílakostnað né drykki endurgreiddan. Það er óþolandi mismunun.“

 

Í athugasemdakerfinu er Brynjar sakaður um að skilja ekki hugmyndina um gagnsæi en Brynjar svarar:

„Hvað gagnast almenningi það að vita nákvæmlega hvert ég fór og hvað ég keyrði mikið? Almenning varðar í hvað við eyðum fjármunum hans. Hvað einstaklingurinn heitir skiptir engu máli. Bara svo að þú vitir hef ég ekki fengið neitt endurgreitt vegna aksturs …“

Þá er Brynjar spurður hvort hann styðji breytingar á reglum um aksturspeninga:

„Fjölmiðlar eru ekki voða vondir -/-… bara frekar slappir. Nei, mér finnst ekki að þingmenn eigi að fá endurgreiddan hvaða akstur sem er, þótt þeir séu að hitta kjósendur enda er það ekki þannig. Það má alveg endurskoða reglurnar og hugsanlega hafa þak, sem mér finnst ekki óeðlilegt. Fjölmiðlamenn verða hins vegar að skilja eðli starfa þingmanna. Það krefst mikilla ferðalaga og þau verða dýrari eftir því sem kjördæmið er stærra.“

Brynjar ver kollega sinn og samflokksmann Ásmund Friðriksson, sem sakaður er um að keyra full mikið, og jafnvel ýjað að því að hann noti akstursdagbók sína með frjálslegum hætti. Brynjar  segist gera ráð fyrir að starfsfólk Alþingis fylgist með akstursdagbókum þingmanna, til að koma í veg fyrir spillingu:

„…En þið gefið ykkur að að hann skrifi á þingið einkaerindi sem á ekkert skylt við þingstörfin. Það á ekki að vera hægt því nákvæm dagbók á að fylgja öllum akstri, hvað er keyrt og tilefnið. Reikna með að stjórn þingsins og skrifstofan fylgist með því. Annars er ágætt að taka þessa umræðu á öðrum nótum, þ.e. velta því upp hvort rétt sé að hafa þak á þessum ferðalögum og fundum eða annað fyrirkomulag. En það er enginn áhugi á slíkri umræðu í fjölmiðlun, allt skal sett strax í spillingargírinn í stað þess að taka upplýsta umræðu. Það var tilefni færslu minnar.“

Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar, segir á vef RÚV að auðvelt sé að misnota kerfi Alþingis varðandi endurgreiðslu á aksturskostnaði og að eftirlitið sé lítið. Er hún hafi spurst fyrir um hvernig hún ætti að bera sig að vegna uppgjörs á afnotum af bílaleigubíl, hafi hún fengið þau svör að hún yrði að eiga það við eigin samvisku.

Ekki mikið eftirlit það.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks. Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í […]

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi […]

Starfsgreinarsambandið fagnar launaskriðstryggingu

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið […]

Guðlaugur Þór: Bretar vilja tryggja réttindi íslenskra borgara í Brexit

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er það vilji breskra yfirvalda að virða og tryggja réttindi íslendinga, svo þeir sitji við sama borð og aðrir. Brexit sé forgangsmál. „Brexit er og verður forgangsmál hjá okkur í utanríkisráðuneytinu og mikil vinna fer nú fram í ráðuneytum hér á landi við að vernda hagsmuni okkar vegna útgöngu Breta […]

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur […]

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist […]

„Þingmenn sem þegið hafa bætur og ráðstafað því í kaup á húsnæði ættu að skila því, ella vera bornir út“

Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum, spyr hvort það sé ekki réttmæt krafa að fólk sem búi ekki í því sveitarfélagi sem það vinnur, fái sömu kjör og þingmenn. Þá vill hann að allar upplýsingar um fjárveitingar til þingmanna síðustu 20 árin verði gerð opinber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi. Hann segir […]

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti. Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn […]

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem […]

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá […]

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis: „Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu […]

Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur umsækjenda um dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn, var metinn hæfastur af umsækjendum. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn um Arnald segir meðal annars að Arnaldur hafi almenna og víðtæka lögfræðiþekkingu, eigi […]

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu: „Bandalaginu hefur á […]

Smári McCarthy skólar Ásmund til: Segir þingmannsstarfið ekki snúast um keyrslu og kaffistofuröfl

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er einn fjölmargra sem hafa gagnrýnt frammistöðu Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósinu í gær. Smári skrifar á Facebooksíðu sína að hann hafi meiri áhuga á að vera skilvirkur í sínum störfum, heldur en að vera popúlisti: „Nú vill svo til að ég er þingmaður Suðurkjördæmis, en bý einmitt í 101 […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is