Miðvikudagur 14.02.2018 - 16:30 - Ummæli ()

Ísland eina norræna ríkið sem má ekki krefjast salmonelluvottorða

Mynd/Getty images

Ísland er eina norræna ríkið sem má ekki krefjast salmonelluvottorða frá ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda.

Danmörk fékk í byrjun mánaðarins leyfi Evrópusambandsins til að krefjast svokallaðra viðbótartrygginga varðandi salmonellu vegna innflutnings fuglakjöts til landsins. Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir sérstöðu Danmerkur hvað varðar sjúkdómastöðu alifugla gagnvart salmonellu og er dönskum stjórnvöldum því heimilt að krefjast vottorða um að innflutt fuglakjöt sé laust við salmonellu, að því er fram kemur í tilkynningu danska umhverfis- og matvælaráðuneytisins. Áður hafði Danmörk fengið slíka heimild hvað varðar innflutning á eggjum.

Fyrir var Svíþjóð, Finnlandi og Noregi heimilt að krefjast slíkra viðbótarábyrgða vegna kjötinnflutnings, á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu. Sú heimild byggist meðal annars á því að stofnanir EES, þ.e. framkvæmdastjórn ESB í tilviki Svíþjóðar og Finnlands og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í tilviki Noregs hafa yfirfarið og samþykkt landsáætlanir ríkjanna um eftirlit með salmonellasmiti á alifuglabúum.

Ísland hefur hins vegar ekki fengið slíka heimild hjá ESA, heldur hafa íslensk stjórnvöld einhliða krafist salmonelluvottorða af innflytjendum fuglakjöts. Samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins sem féll í nóvember síðastliðnum, hefur Ísland lagt fyrir ESA landsbundna eftirlitsáætlun vegna salmonellu í alifuglum og alifuglaafurðum, en ekki sótt um viðurkenningu til jafns við þá sem samþykkt var fyrir Noreg, Finnland og Svíþjóð (og nú Danmörku). Íslandi sé því ekki heimilt að beita þeim viðbótartryggingum sem kveðið er á um í 8. grein reglugerðarinnar. Með dómi EFTA-dómstólsins var bann Íslands við innflutningi á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk frá öðrum EES-ríkjum dæmt andstætt EES-samningnum.

Um helmingur innflutts kjúklings frá Danmörku
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að viðurkenningin á sérstöðu Danmerkur hafi þýðingu fyrir íslenska neytendur, vegna þess að stór og vaxandi hluti innflutts kjúklingakjöts komi frá Danmörku.

„Seinni hluta ársins 2017 komu 42% innflutts kjúklingakjöts frá Danmörku en 50% frá Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað hjá innflytjendum má ætla að hlutur dansks kjúklings í innflutningnum muni vaxa verulega á árinu 2018 á kostnað þýsku vörunnar,“

segir Ólafur.

Hann segir að nú sé orðið löngu tímabært að íslensk stjórnvöld sæki um að fá sambærilega heimild til að krefjast viðbótartrygginga vegna innflutnings og hin norrænu ríkin hafa fengið.

„Íslenskum neytendum er ítrekað sagt að sjúkdómastaða íslenskra alifugla hvað varðar salmonellu sé betri en nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli. Samt hefur íslenskum yfirvöldum ekki dottið í hug að fá vottun alþjóðastofnana á að það sé raunin og að íslenska eftirlitskerfið sé jafngott og í hinum norrænu ríkjunum. Í ljósi þess að bannið við innflutningi ferskvöru verður afnumið í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins er ekki seinna vænna að íslensk stjórnvöld vinni vinnuna sína í þessum efnum,“

segir Ólafur Stephensen.

Strangar reglur gilda um beitingu viðbótartrygginga
Í skýrslu, sem Food Control Consultants vann fyrir FA um innflutning ferskrar matvöru, er umfjöllun um beitingu viðbótarábyrgða. Í útdrætti úr skýrslunni er m.a. eftirfarandi umfjöllun:

3. Gætu stjórnvöld gripið til aðgerða til að takmarka hættu á mögulegum neikvæðum áhrifum sem væru minna íþyngjandi en bann við innflutningi á fersku kjöti?

Ákveðin lönd innan EES (hin norrænu ríkin fjögur) hafa fengið svokallaðar viðbótartryggingar vegna viðskipta með matvæli sem hefur það í för með sér að taka þarf sýni af viðkomandi vörusendingum og gefa út vottorð um að varan sé ekki menguð, t.d. af salmonella. Vegna þess að hægt er að nota viðbótartryggingar sem viðskiptahindrun gilda strangar reglur um beitingu þeirra. Sanna þarf að viðkomandi land eða svæði sé laust við ákveðinn sjúkdóm eða að sett hafi verið upp áætlun til að hindra útbreiðslu hans og útrýma sjúkdómnum. Þetta þarf að sanna með vísindalegum aðferðum. Íslensk stjórnvöld geta sótt um viðbótartryggingar og á grundvelli þeirra sett skilyrði um að ferskt kjöt verði að uppfylla ákveðnar kröfur, t.d. að fyrir liggi niðurstöður um salmonella eða kampýlobakter. Ákveðnu ferli þarf að fylgja til að sækja um slíkt, fyrst og fremst að gera áætlun um aðgerðir, þ.m.t. sýnatökur og aðgerðir þeim tengdar. Þessi aðferð er talin minna íþyngjandi og í fullu samræmi við þær reglur sem settar hafa verið fyrir önnur Norðurlönd.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks. Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í […]

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi […]

Starfsgreinarsambandið fagnar launaskriðstryggingu

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið […]

Guðlaugur Þór: Bretar vilja tryggja réttindi íslenskra borgara í Brexit

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er það vilji breskra yfirvalda að virða og tryggja réttindi íslendinga, svo þeir sitji við sama borð og aðrir. Brexit sé forgangsmál. „Brexit er og verður forgangsmál hjá okkur í utanríkisráðuneytinu og mikil vinna fer nú fram í ráðuneytum hér á landi við að vernda hagsmuni okkar vegna útgöngu Breta […]

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur […]

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist […]

„Þingmenn sem þegið hafa bætur og ráðstafað því í kaup á húsnæði ættu að skila því, ella vera bornir út“

Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum, spyr hvort það sé ekki réttmæt krafa að fólk sem búi ekki í því sveitarfélagi sem það vinnur, fái sömu kjör og þingmenn. Þá vill hann að allar upplýsingar um fjárveitingar til þingmanna síðustu 20 árin verði gerð opinber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi. Hann segir […]

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti. Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn […]

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem […]

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá […]

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis: „Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu […]

Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur umsækjenda um dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn, var metinn hæfastur af umsækjendum. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn um Arnald segir meðal annars að Arnaldur hafi almenna og víðtæka lögfræðiþekkingu, eigi […]

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu: „Bandalaginu hefur á […]

Smári McCarthy skólar Ásmund til: Segir þingmannsstarfið ekki snúast um keyrslu og kaffistofuröfl

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er einn fjölmargra sem hafa gagnrýnt frammistöðu Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósinu í gær. Smári skrifar á Facebooksíðu sína að hann hafi meiri áhuga á að vera skilvirkur í sínum störfum, heldur en að vera popúlisti: „Nú vill svo til að ég er þingmaður Suðurkjördæmis, en bý einmitt í 101 […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is