Fimmtudagur 15.02.2018 - 20:00 - Ummæli ()

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Mynd/DV

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá svæðum utan Norðurlanda og flutnings ungs fólks til borganna. Þetta er meðal margra niðurstaðna sem greint er frá í State of the Nordic Region 2018, nýrri skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni þar sem tölfræðilegar upplýsingar eru bornar saman og sett fram samanburðarkort af öllum 74 svæðum Norðurlanda.

Undanfarin tíu ár hefur fólki fjölgað á öllum Norðurlöndunum utan Grænlands, úr 25 milljónum í 27 milljónir. Hlutfallsleg fjölgun er mest í Noregi eða 12,3% og Ísland kemur þar á eftir með 10%. Í fjölmennasta norræna ríkinu, Svíþjóð, hefur fólki fjölgað um 9,7%. Í heild fjölgaði fólki á Norðurlöndum um 8,1% á árunum 2007-2017. Búist er við því að árið 2030 hafi fólki fjölgað í 30 milljónir úr þeim 27 milljónum sem Norðurlandarbúar eru nú.

Fjölgunin byggir á aðfluttu fólki

Ástæða fólksfjölgunarinnar er fyrst og fremst flutningar fólks frá löndum utan Norðurlanda. Frá árinu 2000 hafa 4,3 milljónir manna flust til Norðurlandanna frá löndum utan svæðisins meðan 2,5 milljónir manna hafa flust frá Norðurlöndum til annarra staða í heiminum. Aðfluttir umfram brottflutta eru því 1,8 milljónir manna og aðalástæða fólksfjölgunar á Norðurlöndum.

Í þessum hópi er fólk sem er aðflutt vegna vinnu, námsfólk, flóttafólk og fleiri. Stærsti straumur flóttafólks miðað við stærð lands hefur legið til Svíþjóðar – 16,7 hælisleitendur á hverja 1000 Svía árið 2015, árið sem flest flóttafólk kom til landsins. Samsvarandi tala fyrir Noreg er 6,0 og Finnland fylgir á eftir með 5,9. Á síðustu 20 árum hefur norrænum borgurum sem fæddir eru utan svæðisins fjölgað úr 6,5% árið 1995 í 14,3% árið 2015.

Stækkandi borgir

Á öllum Norðurlöndunum er skýr tilhneiging til þess að borgir fari stækkandi. Sé litið til þróunar fram til 2030 er búist við því að fólksfjölgun á svæðunum í kringum Kaupmannahöfn/Malmö, Stokkhólm, Ósló og Helsinki verði meira en 10 prósent en staðan nú er þannig að um 20% alls fólks á Norðurlöndunum á heima á höfuðborgasvæðum landanna. Þá er fjölgunin enn örari í nokkrum millistórum borgum en á höfuðborgarsvæðunum í löndum eins og Finnlandi og Noregi.

Ástæða þess að borgirnar stækka er ekki síst að unga fólkið flyst til borganna til náms eða starfa, auk þess sem stór hluti aðflutts fólks sest að í borgum. Þetta hefur einnig í för með sér að þrátt fyrir að íbúarnir eldist almennt séð, þá eldast þeir mun minna á stærstu borgarsvæðum Norðurlandanna.

Þegar litið er til innflytjenda verður myndin þó enn margbreytilegri ef skoðuð eru öll svæði á Norðurlöndum því þrátt fyrir að stór hluti innflytjenda setjist að í stærri borgum þá er það svo að í 310 sveitarfélögum af um það bil 1200 alls, fjölgar íbúum eingöngu vegna aðflutnings fólks.

Íbúarnir eldast

Almennt eru Norðurlandabúar þó að eldast. Ástæðan er fyrst og fremst afar stórir árgangar fólks á aldrinum 65 til 79 ára þar sem hlutfallslega fleri lifa lengur en áður.
Framreikningur í skýrslunni sýnir auk þess að fólki mun halda áfram að fjölga á árunum fram til 2030 en lítillega hægar en verið hefur.

Það kemur ekki á óvart að framreikningur sýnir einnig að það sem kallað er „old age dependency“ eykst. Á stórum svæðum í Finnlandi verður um helmingur fullorðinna íbúa eldri en 65 ára árið 2030 miðað við núverandi þróun. Og það eru aðeins örfáir staðir, eins og til dæmis miðbær Stokkhólms, þar sem skipting milli vinnandi fólks og fólks á eftirlaunaaldri verður ekki enn skakkari. Hlutfallslegur fjöldi vinnandi fólks hefur í raun minnkað á Norðurlöndum síðustu tíu ár, nema á Grænlandi. Hraðinn á þessari þróun virðist aðeins eiga eftir að aukast.

Norræn þekkingardreifing

State of the Nordic Region og allmargar aðrar útgáfur eru niðurstaða aukinnar áherslu Norrænu ráðherranefndarinnar á að leggja fram nýja þekkingu sem nýst getur þeim sem taka ákvarðanir á Norðurlöndum, þvert á landamæri.

Í skýrslunni er bent á og greindir bæði þættir sem hafa gengið vel og áskoranir á mikilvægum sviðum samfélagsins. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist best.

„Í State of the Nordic Region er stillt upp þekkingu og upplýsingum sem veita heildarmynd af þeirri þróun sem á sér stað á Norðurlöndum og styðja stefnumótun þeirra sem ákvarðanirnar taka. Í skýrslunni er bent á og greindir bæði þættir sem hafa gengið vel og áskoranir á mikilvægum sviðum samfélagsins. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist best,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Skýrslan er unnin af Nordregio, fræðastofnun ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum, sem hefur gefið út sambærilegar skýrslur í mörg ár en eykur nú framlag sitt með enn metnaðarfyllri útgáfu en áður. Auk kafla um lýðfræði, efnahagsmál og vinnumarkað eru kaflar um um stafræna tækniþróun, lífhagkerfi, heilsufar og menningu. Nánari upplýsingar á www.norden.org/nordicregion2018.

Fróðleiksmolar:

Norðurlöndin í heild: Fólksfjölgun um 8,1,% frá 2007 til 2017, þar af 5,8% vegna aðflutnings fólks. Íbúum borga hefur fjölgað um 7,5% á árunum 2011-2016.

  • DK: Fólksfjölgun um 5,5% frá 2007 til 2017. Fram til 2030 er búist við að 80% fjölgunarinnar verði á Kaupmannahafnarsvæðinu og á austurhluta Jótlands, ásamt svæðinu í kringum Óðinsvé. Almennt er fjölgun fólks í borgum í Danmörku þó minni en á Norðurlöndum að meðaltali en í dönskum borgum fjölgaði fólki um 4,3% á árunum 2011-2016 meðan fólksfjölgun í heild nam 2,6%.
  • FI: Fólksfjölgun um 4,3% frá 2007 til 2017, ein sú minnsta á Norðurlöndum. Fólksfjölgunin dreifist meira en í löndum eins og Danmörku og Svíþjóð en er samt mest í fáeinum borgum. Á stórum svæðum í norðanverðu landinu verður meira en helmingur fólks yfir 15 ára aldri 65 ára og eldri árið 2030.
  • ÍS: Fólksfjölgun um 10% milli áranna 2007 og 2017, þar af eru aðeins 2% vegna aðflutnings fólks en það er lægsti hlutur innflytjenda í fólksfjölgun á Norðurlöndum á þessu tímabili. Um leið er Ísland það Norðurlandanna þar sem minnstur hluti fólks er meira en 65 ára.
  • NO: Fólksfjölgun er mest í Noregi af Norðurlöndunum en hún nemur 12,3 prósentum, þar af er aðflutningur fólks tveir þriðju hlutar og því hvergi meiri á Norðurlöndum. Fólksfjölgun í borgum er gríðarleg en fólki í borgum í Noregi fjölgaði um 9,4% frá 2011 til 2016 en á þeim tíma var heildafjölgun í landinu 6%. Á árunum fram til 2030 er búist við að fjölgun í borgum muni fyrst og fremst eiga sér stað umhverfis Ósló og meðfram ströndinni.
  • SV: Í Svíþjóð hefur fólksfjölgunin numið 9,7% milli áranna 2007 og 2017. Búist er við að stærsti hluti fjölgunarinnar á árunum fram til 2030 verði á belti frá Stokkhólmi til suðurs í áttina að Malmö. Svíþjóð á Norðurlandametið í fólksfjölgun í borgum en borgarbúum þar fjölgaði hvorki meira né minna en um 10,5% milli áranna 2011 og 2016 en heildarfólksfjölgunin í landinu var 4,6% á sama tíma.

State of the Nordic Region 2018

State of the Nordic Region er safn af samanburðargögnum og kortum sem sýna efnahag, fólksflutninga, atvinnu, menntun, orku, nýsköpun, tækni og menningarvenjur á hverju svæði fyrir sig á öllum Norðurlöndunum. Í skýrslunni er meðal annars að finna svæðisbundið væntingavísitölu þar sem sjá má hástökkvara og svæði sem hafa orðið undir meðal hinna 74 svæða sem Norðurlöndunum er skipt í. State of the Nordic Region er gefið út annað hvert ár af Nordregio og unnin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Nánari upplýsingar:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll Magnússon brjálaður út í Braga og Stundina: „Endaþarmur íslenskrar blaðamennsku“

Pistlar Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni um landsfund Sjálfstæðisflokksins hafa vakið mikla athygli og reiði Sjálfstæðismanna. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, getur ekki orða bundist yfir pistlum Braga, sem hann segir innhalda engan húmor, kaldhæðni né stílfimi. Heldur ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitningu og ótrúlega rætni:   „Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ […]

170 milljarða vantar í vegakerfið: „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir í Morgunblaðinu að fyrir liggi samkvæmt gögnum að minnst 170 milljarða þurfi í nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Íslandi og jafnvel meira. Hann segir mikilvægt að tekið sé heildstætt á málunum en ekki með skyndiaðgerðum. Unnið sé að samgönguáætlun sem ríma eigi við ríkisfjármálaáætlun.   „Mér er fullkunnugt um hve staðan er […]

Vísar ummælum um of há laun og litla framleiðni á bug: „Hef heyrt þessa möntru áður“

Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að laun á Íslandi væru of há í alþjóðlegum samanburði og endurspegluðu ekki framleiðni í landinu. Hann sagði einnig að skattar og vextir væru of háir á fyrirtækin og allir sæju í hvað stefndi þegar forskot atvinnulífsins vegna lágs raforkuverðs færi minnkandi. Ragnar […]

Sigmundur Davíð: „Nei, kommon Bjarni. Skynsamir flokksmenn felldu út „flokkseigendatillöguna”

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er sigri hrósandi vegna þeirrar ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina að farið skuli í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Í ályktuninni segir þó einnig að ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem komin sé á framkvæmdarstig og tengist núverandi starfssemi. Sigmundur Davíð hefur barist hart gegn því að byggja skuli nýjan […]

Bjarni, Þórdís og Áslaug kosin til forystu Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll. Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24. Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með […]

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is