Laugardagur 17.02.2018 - 09:08 - Ummæli ()

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson

Kristinn H. Gunnarsson ritar:

Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi kunnáttu barna og unglinga í grunnatriðum menntunar sem verður sífellt naprari vitnisburður í samanburði við erlendar þjóðir. Aldraðir hafa í mörg ár borið sig illa undan ósanngjörnum reglum ríkisins í þeirra garð. Það kveður nýrra við þegar langlundargeð kynslóðar hins lengsta vinnudags er teygt og togað út yfir öll allt velsæmi.

Þá skal minnt á fjárhagslegar þrengingar langveikra sem virðast ekki eiga neinn samjöfnuð í nálægum löndum. Þvert á móti upplýsir hver maðurinn á fætur öðrum um mannúðlegra kerfi erlendis í kostnaðarþátttöku sjúklingra en við eigum að venjast hér í „besta heimi allra heima“ og ósjaldan verður almenn fjársöfnun næsta frétt á eftir greiningu um alvarlegan sjúkdóm. Íslenskt þjóðfélag er alls ekki í lagi, það er mikið að, það er greinilega vitlaust gefið.

Pamama vírusinn

Það sem telja verður alvarlegustu meinsemdina er tilhneigingin til þess að spila frítt í þjóðfélaginu. Fá mikið gefið og vera undanþegin því að leggja fram til samfélagsins. Pamama vírusinn er staðreynd og á sér marga fylgjendur. Þeir landsmenn skiptu hundruðum, kannski meir, sem léku þann leik leynt og ljóst að dylja eignir síðnar á aflandseyjum. Það er ekki skattlagt sem yfirvöld vita ekki um. Það er gömul og ný íþrótt að leika á yfirvöldin grimm og hörð. Þetta mátti skilja meðan yfirvöldin voru útlensk, að ekki sé talað um dönsk, sem fóru illa með almúgann og áttu ekkert gott skilið. En þegar yfirvöldin eru innlend gegnir öðru máli. Þau eru að afla tekna fyrir okkur og þegar menn blekkja yfirvöldin bitnar það á okkur sjálfum, engum öðrum. Menn gera sér undir niðri grein fyrir og þess vegna dyljast Pamama prinsar og prinsessur.

Kvóta vírusinn

Af þessum toga er kvótavírusinn. Það eru nokkur hundruð landsmanna sem finnst að þeir eigi einir verðmætin í nýtingu fiskimiðanna. Þeir eigi lítið sem ekkert að borga fyrir réttinn og fá helst allt andvirðið inn á bankabækur sínar þegar þeim þóknast að selja réttinn. Þeir borga engan virðisaukaskatt af eign sinni. Kvótinn er metinn á 1000 milljarða króna og það er eign sem syndir um bókhaldið hjá þessum fáu tugum sem eiga lungann af milljörðunum og auðvitað fær ríkið svo gott sem ekkert. Út af þessari smán sem veiðigjaldið er geta kvótavesalingarnir vælt endalaust og því meir sem þeir eru ríkari. En það sem ríkið fær ekki verður ekki notað til þess að bæta lífið hjá bágstöddum. Látið er hjá líða að innheimta í ríkissjóð árlega bróðurpartinn af margra tuga milljarða króna framlegð og öðrum útvöldum látið það eftir að eiga féð.

Gjafaeigna vírusinn

Þriðji vírusinn er húsnæðiseignavírusinn. Hann er á sömu lund og hinir tveir. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar fasteiganverð í takt við batnandi efnahag. Frá ársbyrjun 2011 hefur raunverð íbúðarhúsnæðis hækkað um 1000 milljarða króna. Það er svipuð upphæð og allur kvóti á Íslandsmiðum er metinn á. Samkvæmt skattalögum á að greiða fullan skatt af söluhagnaði vegna verðhækkunar íbúðarhúsnæðis. En aðeins ef íbúðareignin er meiri en 1200 m³ hjá sambúðarfólki. Sé eignin færri fermetrar þá greiðist enginn skattur og allur hagnaðurinn af verðhækkuninni rennur óskiptur í vasa íbúðareigandans. Opinberir sjóðir fá ekkert. Þetta er hreinræktað gjafafé. En er með þeim annmörkum að aðeins á höfuðborgarsvæðinu hækkar verð á íbúðarhúsnæði umfram almennt verðlag og víðast hvar annars staðar gengur verðþróunin á öfugan veg. Þúsundur og aftur þúsundir fjölskyldna á landsbyggðinni búa við þær aðstæður skapaðar af óréttlátu ríkisvaldi að tapa fé sínu og/eða missa af eignaaukningu sem fylgir hagvexti og auknum verðmætum. Þeir sem tapa fá ekkert nema skaðann en þeir sem græða eru undanþegnir sjálfsögðu og eðlilegu framlagi af hagnaði sínum til samfélagsins.

Af 1000 milljarða króna eignamyndun í íbúðarhúsnæði ætti að greiða um 37% í skatt ef eðlilegar reglur væru í gildi. Tekjur hins opinbera gæti numið um 350 milljörðum króna af efnahagslegum ávinningi síðustu 7 ára. Hin sjö feitu ár eru bara feit fyrir suma en mögur fyrir þá sem treysta á ríkið og skyldur þess.
Sé horft til lengri tíma en síðustu 7 ára sýna hagtölur allt frá 1991 að raunverð íbúðarhúsnæðis hefur að jafnaði hækkað um 3% á ári umfram hækkun verðlags. Það gerir um 100 milljarða króna á hverju ári í verðhækkun eignanna. Eðlilegar tekjur hins opinbera af þeim verðmætum samkvæmt skattalögum liggja á bilinu 35 – 40 milljarða króna. Þessar tekjur vantar í ríkissjóð.

Allir þessir vírusar gera það að verkum að íslenska velferðarkerfið er götótt eins og svissneskur ostur. Þúsundir landsmanna líða fyrir vírusana þrjá. Þessu þarf að breyta. Það verður hver maður að leggja sitt af mörkum – undanbragðalaust.

Kristinn H. Gunnarsson

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll Magnússon brjálaður út í Braga og Stundina: „Endaþarmur íslenskrar blaðamennsku“

Pistlar Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni um landsfund Sjálfstæðisflokksins hafa vakið mikla athygli og reiði Sjálfstæðismanna. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, getur ekki orða bundist yfir pistlum Braga, sem hann segir innhalda engan húmor, kaldhæðni né stílfimi. Heldur ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitningu og ótrúlega rætni:   „Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ […]

170 milljarða vantar í vegakerfið: „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir í Morgunblaðinu að fyrir liggi samkvæmt gögnum að minnst 170 milljarða þurfi í nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Íslandi og jafnvel meira. Hann segir mikilvægt að tekið sé heildstætt á málunum en ekki með skyndiaðgerðum. Unnið sé að samgönguáætlun sem ríma eigi við ríkisfjármálaáætlun.   „Mér er fullkunnugt um hve staðan er […]

Vísar ummælum um of há laun og litla framleiðni á bug: „Hef heyrt þessa möntru áður“

Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að laun á Íslandi væru of há í alþjóðlegum samanburði og endurspegluðu ekki framleiðni í landinu. Hann sagði einnig að skattar og vextir væru of háir á fyrirtækin og allir sæju í hvað stefndi þegar forskot atvinnulífsins vegna lágs raforkuverðs færi minnkandi. Ragnar […]

Sigmundur Davíð: „Nei, kommon Bjarni. Skynsamir flokksmenn felldu út „flokkseigendatillöguna”

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er sigri hrósandi vegna þeirrar ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina að farið skuli í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Í ályktuninni segir þó einnig að ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem komin sé á framkvæmdarstig og tengist núverandi starfssemi. Sigmundur Davíð hefur barist hart gegn því að byggja skuli nýjan […]

Bjarni, Þórdís og Áslaug kosin til forystu Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll. Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24. Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með […]

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is