Föstudagur 23.02.2018 - 16:34 - Ummæli ()

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum nr. 155/2012 en 2. mgr. 1. gr. laganna fjallar sérstaklega um sölu vegna m.a. kaupréttarákvæðisins er tengist Arion banka auk þess sem heimild hefur verið í fjárlögum sem Alþingi hefur samþykkt árlega frá og með fjárlögum ársins 2014.

Bankasýslan fer lögum samkvæmt með eignarhlut ríkissjóðs í bankanum og gætir hagsmuna ríkissjóðs í samræmi við hluthafasamkomulagið. Í tillögu Bankasýslunnar kemur fram sú niðurstaða að á grundvelli hluthafasamkomulagsins hafi Kaupskil einhliða, ótvíræðan og fortakslausan samningsbundinn rétt til að kaupa eignarhlut ríkisins.

Í hluthafasamkomulaginu er kveðið á um hvernig kaupréttarverð skuli reiknað út. Verðið miðast við að hlutafjárframlag ríkisins í bankanum beri ávöxtun sem jafngildir fjármagnskostnaði ríkissjóðs af um 9,9 ma.kr. hlutafjárframlagi að viðbættu 5% álagi á því tímabili sem ríkissjóður var eigandi að hlutum í bankanum. Til frádráttar kaupréttarverðinu komu arðgreiðslur sem ríkissjóður hefur fengið sem eigandi að bankanum á tímabilinu, en þær námu 2,7 ma.kr. Til viðbótar þessum arðgreiðslum fær ríkissjóður nú 23,4 ma.kr. vegna kaupréttarins, eða samtals 26,1 ma.kr.

Bankasýslan aflaði staðfestingar endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á útreikningi kaupverðsins samkvæmt kaupréttarákvæðunum. Að mati Bankasýslunnar er ávöxtun ríkissjóðs, sem lögð er til grundvallar útreikningi á kaupréttarverðinu, góð bæði með tilliti til vaxta og áhættuálags. Útreikningar sýna að árleg meðalnafnávöxtun ríkisins á hlutafjárframlaginu til Arion banka, allt frá árinu 2008, er um 10,8%.

Með þessum málalyktum er ríkissjóður ekki lengur hluthafi í Arion banka. Stjórnvöld munu áfram gæta hagsmuna ríkissjóðs gagnvart bankanum og sölumeðferðar á honum á grundvelli stöðugleikasamninga. Má í því sambandi nefna að ríkið hefur mikla hagsmuni af farsælli sölu Arion banka því slíkt hámarkar virði afkomuskiptasamnings sem er hluti stöðugleikasamninga. Það er mat stjórnvalda að niðurstaðan sé ríkissjóði hagfelld og að hún samrýmist vel áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum.

Áætlaður heildarávinningur ríkisins metinn á ríflega 150 milljarða króna

Þrátt fyrir að þessi sala fari fram á grundvelli samningsbundins kaupréttar þá er rétt að taka fram að verðið sem fæst fyrir eignarhlutinn er mjög ásættanlegt. Ávinningur af fjármögnun ríkisins á Arion banka í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 felst í ávöxtun eiginfjár og hreinum vaxtatekjum vegna víkjandi lána sem ríkissjóður veitti Arion og bankinn hefur endurgreitt. Auk þess fær ríkissjóður verulegar tekjur vegna stöðugleikaframlaga Kaupþings, þ.e. vegna skuldabréfs Kaupþings, annarra eigna og áætlaðra tekna samkvæmt afkomuskiptasamningi. Samtals er áætlaður heildarávinningur ríkisins vegna fjárhagslegra hagsmuna í Arion og samskipta við Kaupþing metinn á ríflega 150 ma.kr.

Það er eindreginn ásetningur stjórnvalda að tryggja heilbrigt umhverfi fjármálastarfsemi og treysta umgjörð hennar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi. Markmið vinnunnar er að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun. Gert er ráð fyrir því að hópurinn skili skýrslu til ráðherra um miðjan maí nk. sem verði í framhaldinu tekin til umfjöllunar á Alþingi.

Tillaga Bankasýslunnar frá 19. febrúar 2018

Bréf fjármála- og efnahagsráðherra til Bankasýslu ríkisins, 23. febrúar 2018

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll Magnússon brjálaður út í Braga og Stundina: „Endaþarmur íslenskrar blaðamennsku“

Pistlar Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni um landsfund Sjálfstæðisflokksins hafa vakið mikla athygli og reiði Sjálfstæðismanna. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, getur ekki orða bundist yfir pistlum Braga, sem hann segir innhalda engan húmor, kaldhæðni né stílfimi. Heldur ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitningu og ótrúlega rætni:   „Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ […]

170 milljarða vantar í vegakerfið: „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir í Morgunblaðinu að fyrir liggi samkvæmt gögnum að minnst 170 milljarða þurfi í nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Íslandi og jafnvel meira. Hann segir mikilvægt að tekið sé heildstætt á málunum en ekki með skyndiaðgerðum. Unnið sé að samgönguáætlun sem ríma eigi við ríkisfjármálaáætlun.   „Mér er fullkunnugt um hve staðan er […]

Vísar ummælum um of há laun og litla framleiðni á bug: „Hef heyrt þessa möntru áður“

Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að laun á Íslandi væru of há í alþjóðlegum samanburði og endurspegluðu ekki framleiðni í landinu. Hann sagði einnig að skattar og vextir væru of háir á fyrirtækin og allir sæju í hvað stefndi þegar forskot atvinnulífsins vegna lágs raforkuverðs færi minnkandi. Ragnar […]

Sigmundur Davíð: „Nei, kommon Bjarni. Skynsamir flokksmenn felldu út „flokkseigendatillöguna”

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er sigri hrósandi vegna þeirrar ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina að farið skuli í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Í ályktuninni segir þó einnig að ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem komin sé á framkvæmdarstig og tengist núverandi starfssemi. Sigmundur Davíð hefur barist hart gegn því að byggja skuli nýjan […]

Bjarni, Þórdís og Áslaug kosin til forystu Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll. Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24. Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með […]

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is