Sunnudagur 11.03.2018 - 16:13 - Ummæli ()

Þorgerður og Þorsteinn fengu örugga kosningu

Forystufólk Viðreisnar, þau Þorgerður og Þorsteinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður Viðreisnar á landsþingi flokksins sem fram fer um helgina. Hlaut hún 95.3% greiddra atkvæða. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður með 98.5% atkvæða.

 

 

„Takk fyrir þennan eindregna stuðning. Hann er mér ákveðið veganesti sem brýnir mig áfram í rugga bátnum með ykkur. Hlakka til að vinna með ykkur, fyrir okkur öll til að gera samfélagið okkar betra. Við getum gert betur, við höfum leiðirnar og lausnirnar. Framundan eru verkefni sem bíða okkar. Við förum héðan vel nestuð. Ný forysta með sterkt umboð mun skila góðum árangri. Áfram Viðreisn!“

sagði Þorgerður í þakkaræðu sinni eftir kjörið.

Auk formanns og varaformanns var í dag kosin ný stjórn Viðreisnar:
Aðalmenn: Benedikt Jóhannesson, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, Karl Pétur Jónsson, Sara Dögg Svanhildardóttir, Sveinbjörn Finnsson

Varamenn: Friðrik Sigurðsson, Ingunn Guðmundsdóttir

STJÓRNMÁLAÁLYKTUN
Landsþing Viðreisnar 2018
Íslenskt samfélag stendur á krossgötum. Eftir hagfellda þróun efnahagsmála eru kunnugleg
viðvörunarljós tekin að loga á ný. Ráðast þarf í nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur á
peningastefnu í þágu heimila og fyrirtækja. Óstöðug smámynt er rót vandans. Með
stjórnarþátttöku sinni sýndi Viðreisn að hægt er að fara í metnaðarfulla uppbyggingu á mörgum
sviðum samfélagsins samtímis því að ríkisfjármálum er stýrt af ábyrgð. Afar mikilvægt er að
frjálslynd rödd Viðreisnar heyrist áfram í samfélaginu.
Viðreisn svaraði kalli #metoo byltingarinnar á landsþingi og setti sér skýrar reglur um viðbrögð
við óásættanlegri hegðun á borð við kynbundna mismunun og áreitni. Þá samþykkti Viðreisn
metnaðarfulla stefnu í fjölmörgum málaflokkum.
● Bilið brúað: Fæðingarorlof skal lengt í 12 mánuði og fjölbreytt dagvistun verði í boði frá
12 mánaða aldri.
● Aukin verði heimild til nýtingar á séreignarsparnaði til kaupa á húsnæði.
● Viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu verði lokið.
● Gengisstöðugleiki og lægri vextir tryggðir með upptöku evru.
● Rýmkaðar verði heimildir til skattfrádráttar nýsköpunarfyrirtækja.
● Afnema á samkeppnishindrarnir á innlendum mörkuðum.
JAFNVÆGI
Stöðugleiki verðlags og vaxtastig þarf að vera svipað og í nágrannalöndum, sem gerist ekki
nema með því að festa gengi krónunnar með myntráði og upptöku evru í fyllingu tímans. Að
óbreyttu geta tækni-, sprota- og nýsköpunarfyrirtæki ekki vaxið eðlilega hér á landi. Jafnvægi í
gengismálum og lægri vextir eru sérstaklega mikilvæg fyrir landsbyggðina þar sem stór hluti
fyrirtækja byggir á útflutningi.
Blómleg og öflug byggð landið um kring er forsenda velsældar í íslensku samfélagi til framtíðar.
Góðar samgöngur og örugg fjarskipti um land allt eru besta byggðastefnan. Tryggja þarf
aðgengi allra landsmanna að öruggri heilbrigðisþjónustu og fjölbreytilegri menntun.
FRJÁLSLYNDI
Frelsi einstaklingsins og mannréttindi eru grundvöllur lýðræðislegs samfélags. Tryggja þarf jöfn
réttindi allra landsmanna óháð uppruna, efnahag, kyni, kynhneigð, kynvitund, kyngervi, trú,
fötlun, búsetu eða öðrum aðstæðum fólks.
Frjáls viðskipti, innanlands sem utan, eru undirstaða efnahagslegrar velferðar. Afnema á
samkeppnishindranir á innlendum mörkuðum svo sem í landbúnaði, fjölmiðlun og smásölu
áfengis. Einfalda þarf skattkerfið þannig að jafnræði sé milli atvinnugreina. Bæta þarf
rekstrarskilyrði nýsköpunarfyrirtækja og rýmka heimildir til skattfrádráttar.

Íslenskt samfélag nýtur góðs af frumkvæði fjölmargra fagaðila, jafnt hjá opinberum aðilum sem
einkaaðilum. Þessi fjölbreytti hópur gegnir mikilvægu hlutverki, ekki síst í mennta- og
heilbrigðismálum. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur skorið upp herör gegn
einkaframtaki. Viðreisn telur brýnt að frelsi til athafna sé sterkt á þessum sviðum sem öðrum.
Reynslan sýnir að slíkt frelsi er grunnur nýsköpunar sem framþróun íslensks samfélags á mikið
undir.
Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform menntastofnana sem leið til að fjölga valkostum í námi. Þá
verði einstökum stofnunum veitt aukið frelsi til að finna vænlegustu leið að markmiðum um
hæfni. Viðreisn vill að nýttir verði kostir fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðiskerfinu til þess að
ná markmiðum um aukna afkastagetu og bætta þjónustu auk þess að laða enn frekar hæft fólk
að til mikilvægra starfa.
Frjáls, óháð og öflug fjölmiðlun er nauðsynleg hverju lýðræðissamfélagi. Styrkja þarf
samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla og endurskoða stöðu RÚV á samkeppnismarkaði.
Mikilvæg skref til að tryggja jöfn réttindi allra landsmanna er að jafna atkvæðisrétt. Þá er
tímabært að hefja aðskilnað ríkis og kirkju svo tryggja megi raunverulegt trúfrelsi.
ALÞJÓÐLEG SAMVINNA
Hagsmunir Íslands eru samofnir hagsmunum Evrópuríkja á sviðum menningar, efnahags og
viðskipta. Ísland verði virkari þátttakandi í samstarfi Evrópska efnahagssvæðisins. Aðild að
Evrópusambandinu og upptaka evru stuðla að aukinni hagsæld á Íslandi og skal því ljúka
samningaviðræðum um fulla aðild og aðildarsamningurinn borinn undir þjóðina.
Ísland á að taka virkan þátt í samstarfi þjóða á alþjóðlegum vettvangi til að efla mannréttindi,
viðskipti og stuðla að friði. Ísland skal beita sér gegn viðskiptahindrunum og verndartollum í
alþjóðaviðskiptum. Utanríkisþjónustan skal í öllu alþjóðlegu samstarfi styðja við jafnréttismál.
Ísland á að sýna metnað í alþjóðlegu hjálparstarfi, þróunarhjálp og móttöku flóttamanna.
RÉTTLÁTT SAMFÉLAG
Réttlátt og sanngjarnt samfélag, jafnrétti og félagslegur hreyfanleiki stuðla að velmegun og
tryggja einstaklingnum frelsi til að nýta hæfileika sína og krafta til fulls. Jöfn staða kynja er
grundvöllur réttláts samfélags. Styrkja skal velferðarkerfið og endurskoða skattkerfið með aukinn
tekjujöfnuð að leiðarljósi.
Staða fjölskyldna verði samanburðarhæf við Norðurlöndin, meðal annars í húsnæðismálum og
menntamálum. Fæðingarorlof skal vera 365 dagar og fjölbreytt dagvistunarúrræði skulu standa
börnum til boða frá 12 mánaða aldri.
Brýnt er að stuðla að auknu framboði húsnæðis og stöðugleika á fasteignamarkaði. Útvíkka skal
leið við nýtingu séreignarsparnaði við kaup á húsnæði. Þjóðarátak þarf í samvinnu við aðila
vinnumarkaðarins um lagfæringu á kjörum kvennastétta svo þau megi vera sambærileg við
aðrar stéttir með sambærilega menntun.
Náttúruauðlindir landsins eru sameign þjóðarinnar. Þær ber að nýta skynsamlega og greiða
markaðsverð fyrir. Ísland sýni dug og gott fordæmi í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Vonbrigðum veldur að núverandi ríkisstjórn vék frá metnaðarfullri stefnu Viðreisnar í
kolefnisgjöldum.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll Magnússon brjálaður út í Braga og Stundina: „Endaþarmur íslenskrar blaðamennsku“

Pistlar Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni um landsfund Sjálfstæðisflokksins hafa vakið mikla athygli og reiði Sjálfstæðismanna. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, getur ekki orða bundist yfir pistlum Braga, sem hann segir innhalda engan húmor, kaldhæðni né stílfimi. Heldur ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitningu og ótrúlega rætni:   „Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ […]

170 milljarða vantar í vegakerfið: „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir í Morgunblaðinu að fyrir liggi samkvæmt gögnum að minnst 170 milljarða þurfi í nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Íslandi og jafnvel meira. Hann segir mikilvægt að tekið sé heildstætt á málunum en ekki með skyndiaðgerðum. Unnið sé að samgönguáætlun sem ríma eigi við ríkisfjármálaáætlun.   „Mér er fullkunnugt um hve staðan er […]

Vísar ummælum um of há laun og litla framleiðni á bug: „Hef heyrt þessa möntru áður“

Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að laun á Íslandi væru of há í alþjóðlegum samanburði og endurspegluðu ekki framleiðni í landinu. Hann sagði einnig að skattar og vextir væru of háir á fyrirtækin og allir sæju í hvað stefndi þegar forskot atvinnulífsins vegna lágs raforkuverðs færi minnkandi. Ragnar […]

Sigmundur Davíð: „Nei, kommon Bjarni. Skynsamir flokksmenn felldu út „flokkseigendatillöguna”

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er sigri hrósandi vegna þeirrar ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina að farið skuli í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Í ályktuninni segir þó einnig að ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem komin sé á framkvæmdarstig og tengist núverandi starfssemi. Sigmundur Davíð hefur barist hart gegn því að byggja skuli nýjan […]

Bjarni, Þórdís og Áslaug kosin til forystu Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll. Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24. Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með […]

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is