Þriðjudagur 22.7.2014 - 11:04 - Ummæli ()

Ótrúlegur Ómar

„Det er Omar Ragnarsson, hann er einn af mínum uppáhalds,“ segja Svíarnir sem stjórna sjónvarpsþættinum Natsudd. Þeir eru að grafa í gömlum myndasöfnum og finna frábæran myndbút með Ómari, þar sem hann er að flytja lagið Limbó Rokk Twist niðri við höfn í Reykjavík.

Atriðið er frá sjöunda áratugnum, líklega einhvern tíma um hann miðjan. Þarna sést hvílíkur skemmtikraftur Ómar var á þessum árum – krafturinn er svo mikill og tjáningin fölskvalaus.

1966 gaf SG út stóra hljómplötu með Ómari, gamanvísur og annað skemmtiefni hljóðritað að viðstöddum áhorfendum. Ég átti þessa plötu þegar ég var lítill og fannst hún rosa fyndin. En hún er týnd. Myndirnar á umslaginu gefa til kynna hvernig stuðið var á Ómari á þessum árum.

200px-SG-hljómplötur-SG_-_007_-_A-72p

Mánudagur 21.7.2014 - 23:39 - Ummæli ()

MH17 og samsærisruglið í rússneskum fjölmiðlum

Rússar fá allt aðra mynd af hrapi MH17 en fréttaneytendur annars staðar í heiminum. Fjölmiðlar í Rússlandi sæta grimmri ritskoðun – og fjölmiðlamenn þurfa ekki að kemba hærurnar ef þeir gagnrýna Pútín forseta og klíku hans.

Afleiðingin er meðal annars sú að fjölmiðlarnir ganga svo langt í að þóknast forsetanum að það verður nánast pínlegt. Þeir eru eiginlega stjórnlausir í hina áttina – þannig að áróðurinn er á köflum nánast súrrealískur.

Julia Ioffe er rússnesk-bandarískur blaðamaður sem skrifar um þetta í grein sem birtist í New Republic. Þar rekur hún samsæriskenningar sem birtast í rússneskum fjölmiðlum um MH17, eins og til dæmis að vélin hafi verið full af líkum þegar hún fór frá Amsterdam, að þarna hafi Úkraínumenn verið á ferðinni og þeir hafi haldið að þetta væri flugvél Pútíns, að flugvélin hafi verið nýlega tryggð og að dularfullar ástæður hafi ráðið því að flugleið hennar var breytt, að þetta sé plott Bandaríkjamanna til að koma af stað stórstyrjöld við Rússa.

Af rússneskum fjölmiðlum má ráða að aðskilnaðarsinnarnir í Austur-Úkraínu hafi alls ekki getað framið þennan verknað – sögurnar ganga svo langt að segja að MH17 hafi í raun verið MH370, flugvélin sem hvarf yfir Indlandshafi. Henni hafi verið flogið til herstöðvar í Diego Garcia og loks til Amsterdam þar sem hún var fyllt af líkum og sprengiefni.

Þessari samsæriskenningu fylgir að vegabréf farþeganna hafi öll verið glæný – að þeim hafi verið dreift yfir svæðið eftir hrapið og að Facebook síður farþeganna hafi verið búnar til einum degi fyrir slysið.

Í rússneskum fjölmiðlum er eiginlega ekkert talað um allt fólkið sem fórst með vélinni, segir Ioffe. Það er ekkert mótvægi að finna í fjölmiðlunum eystra gegn áróðrinum, almenningur fær engar áreiðanlegar upplýsingar hvað gerðist, þannig að það síast inn að Vesturlönd séu að níðast á Rússum. Og fjölmiðlarnir eru ekki komnir lengra frá Sovéttímanum en að enn eru notuð í fréttum orð eins og „svikarar“, „fasistar“ og „fimmta herdeildin“. Það er búið að taka alla vitsmunalega umræðu og pakka henni inn í þjóðernisáróður.

Í þessu stóra leikriti fer Pútín með hlutverk hetjunnar. Og ein hættan er fólgin í því að það er sífellt erfiðara fyrir hann að komast úr þeirri rullu.

452475288

Mánudagur 21.7.2014 - 17:28 - Ummæli ()

Öfgamenn brenna 1800 ára gamla kirkju

Það eru margir sem þjást í átökunum í Mið-Austurlöndum. Einhver ofbeldisfyllsta hreyfing sem þar veður uppi er ISIA – samtökin sem hafa lagt undir sig stór svæði í Írak og vilja færa heiminn aftur í formyrkvan trúarræðis.

ISIS-samtökin hafa gert kristnum mönnum í borginni Mosul að taka upp íslamstrú – ellegar skuli þeir hypja sig á brott eða vera líflátnir. Þetta er tilkynnt í gegnum hátalara og fylgt eftir með vopnavaldi.

Kristni stendur á gömlum merg í Írak eins og víðar í Miðausturlöndum. Kristnir menn fengu að vera nokkuð óáreittir á tíma Ottómanveldisins og líka á tíma harðstjóra eins og Saddams Hussein. En nú eiga þeir verulega undir högg að sækja í Írak – eftir því sem hatrið eykst og herskáu íslam vex ásmegin. Kristnir menn eru sagðir hafa verið um 1 milljón á tíma Saddams, en nú eru þeir taldir vera 450 þúsund.

Illþýðið í ISIS samtökunum brenndi nú um helgina 1800 ára gamla kristna kirkju í Mosul. Fleiri kristin minnismerki hafa verið eyðilögð, eins og meint gröf spámannsins Jónasar – sem og moskur shiíta.

bb803099-9f59-415f-aae7-51237e5bd499_16x9_600x338

Mánudagur 21.7.2014 - 11:52 - Ummæli ()

Finkelstein um misnotkun helfararinnar og látlaus brot á alþjóðalögum

Norman G. Finkelstein er bandarískur gyðingur og stjórnmálafræðingur sem hefur rannsakað mikið hvernig helförin er notuð til að réttlæta framferði Ísraela gegn Palestínumönnum. Hann hefur skrifað fræga bók sem nefnist The Holocaust Industry. Finkelstein er í nokkuð góðri stöðu til að gera þetta, því báðir foreldrar hans voru í gettóinu í Varsjá, en faðir hans var síðar sendur til Auschwitz en móðir hans til Majdanek.

Finkelstein er menntaður í Princeton, en vegna skoðana sinna hefur hann átt í erfiðleikum með að fá stöður við háskóla í Bandaríkjunum. Honum var sagt upp í Du Paul háskólanum eftir frægar deilur við lögfræðinginn Alan Dershowitz.

Hér eru tvö sýnishorn af málflutningi Finkelstein. Í fyrra brotinu segir hann að lærdómur helfararinnar ætti að vera allt annar en hann er í Ísrael, ofbeldið gegn Palestínumönnum sé óvirðing við þá sem dóu í helförinni.

Í síðara brotinu tekur hann fréttamann danska sjónvarpsins algjörlega í sundur og leiðir honum fyrir sjónir að hernám Ísraelsmanna sé brot á alþjóðalögum.

Mánudagur 21.7.2014 - 00:06 - Ummæli ()

Frá sjónarhóli bandarísks fjölmiðils

Furðulegur fréttaflutningur. Washington Post í dag. Þetta á að vera eitt virtasta blað í heimi.

10561591_10152601114501248_2070409197432364244_n

Sunnudagur 20.7.2014 - 19:41 - Ummæli ()

Norskur læknir í Palestínu: Obama, komdu til Gaza

Norskur læknir, Mads Frederick Gilbert, skrifar þetta bréf frá Gaza þar sem hann hlynnir að særðum eftir árásir Ísraela. Hann er með þá ágætu tillögu að Obama Bandaríkjaforseti komi til Gaza sjálfur og skoði ástandið.

Gilbert segist vera 100 prósent viss um að þetta muni breyta gangi sögunnar.

Dearest friends,

The last night was extreme. The „ground invasion“ of Gaza resulted in scores and carloads with maimed, torn apart, bleeding, shivering, dying – all sorts of injured Palestinians, all ages, all civilians, all innocent.

The heroes in the ambulances and in all of Gaza’s hospitals are working 12-24 hour shifts, grey from fatigue and inhuman workloads (without payment all in Shifa for the last 4 months), they care, triage, try to understand the incomprehensible chaos of bodies, sizes, limbs, walking, not walking, breathing, not breathing, bleeding, not bleeding humans. HUMANS!

Now, once more treated like animals by „the most moral army in the world“ (sic!).

My respect for the wounded is endless, in their contained determination in the midst of pain, agony and shock; my admiration for the staff and volunteers is endless, my closeness to the Palestinian „sumud“ gives me strength, although in glimpses I just want to scream, hold someone tight, cry, smell the skin and hair of the warm child, covered in blood, protect ourselves in an endless embrace – but we cannot afford that, nor can they.

Ashy grey faces – Oh NO! Not one more load of tens of maimed and bleeding, we still have lakes of blood on the floor in the ER, piles of dripping, blood-soaked bandages to clear out – oh – the cleaners, everywhere, swiftly shovelling the blood and discarded tissues, hair, clothes,cannulas – the leftovers from death – all taken away … to be prepared again, to be repeated all over. More then 100 cases came to Shifa in the last 24 hrs. Enough for a large well trained hospital with everything, but here – almost nothing: no electricity, water, disposables, drugs, OR-tables, instruments, monitors – all rusted and as if taken from museums of yesterday’s hospitals. But they do not complain, these heroes. They get on with it, like warriors, head on, enormously resolute.

And as I write these words to you, alone, on a bed, my tears flow, the warm but useless tears of pain and grief, of anger and fear. This is not happening!

An then, just now, the orchestra of the Israeli war-machine starts its gruesome symphony again, just now: salvos of artillery from the navy boats just down on the shores, the roaring F16, the sickening drones (Arabic ‘Zennanis’, the hummers), and the cluttering Apaches. So much made in and paid by the US.

Mr. Obama – do you have a heart?

I invite you – spend one night – just one night – with us in Shifa. Disguised as a cleaner, maybe.

I am convinced, 100%, it would change history.

Nobody with a heart AND power could ever walk away from a night in Shifa without being determined to end the slaughter of the Palestinian people.

But the heartless and merciless have done their calculations and planned another „dahyia“ onslaught on Gaza.

The rivers of blood will keep running the coming night. I can hear they have tuned their instruments of death.

Please. Do what you can. This, THIS cannot continue.

Mads Gilbert MD PhD

Professor and Clinical Head

Clinic of Emergency Medicine

University Hospital of North Norway

Mads-Frederick-Gilbert

 

Sunnudagur 20.7.2014 - 12:10 - Ummæli ()

Hryllingur í Úkraínu og á Gaza

Við erum að upplifa sorglega daga í heimsmálunum.

Lík fólks sem var í flugi MH17 liggja eins og hráviði á akri í Austur-Úkraínu. Ódæðismennirnir eru að reyna að fela ummerkin um verknað sinn– og njóta hjálpar Rússlandsstjórnar. Fréttaflutningurinn af atburðunum í Rússlandi er samsuða lyga eins og má lesa í grein eftir Masha Alekhina úr Pussy Riot.  Nú eru Pútínvinir meira að segja farnir að dreifa sögu um að staðið hafi til að ráða Rússlandsforseta af dögum.

Á vettvangi glæpsins er reynt að koma í veg fyrir að óháðir rannsakendur geti athafnað sig, verið er að stafla líkum inn í kælivagna, í fréttum segir að kreditkortum og öðrum verðmætum hafi verið stolið.

Þetta er hrein svívirða.

Þessi ljósmynd er dæmigerð fyrir atburðina. Einn af „aðskilnaðarsinnunum“, þungvopnaður, heldur á tuskubrúðu sem var í eigu barns sem fórst með flugvélinni.

 

Ukraine Plane

 

Tugir manna voru drepnir á Gaza í nótt. Sprengjum rignir yfir svæðið úr fullkomnasta vopnabúri heimsins. Eins og venjulega er stór hluti hinna myrtu börn. Ísraelsstjórn lýsir því yfir að hún hafi sagt fólkinu að fara meðan heimili þeirra væru sprengd í tætlur. Gaza er í raun stórar flóttamannabúðir – skipunin er að fólk haldi enn áfram að flýja innan þessa pínulitla svæðis.

Fólk um allan heim er að vakna til vitundar um eðli hernáms og kúgunar Ísraelsmanna. Gyðingar um víða veröld mótmæla kröftuglega. Ísrael naut forðum samúðar, en hefur algjörlega fyrirgert henni. En Bandaríkjastjórn er eins og nátttröll og heldur áfram að styðja Benjamin Netanyahu, stjórn hans og Ísraelsher. Með því er heimsveldið samábyrgt með glæpum Ísraela. Svo einfalt er það.

Tölfræðin er svakaleg. Sagt er að 370 Palestínumenn hafi fallið í árásum Ísraela síðustu vikuna, en 2600 hafi særst. Á sama tíma hafa 2 Ísraelsmenn fallið í hinum margumtöluðu sprengjuárásum Hamas.

En kannski má hrósa Ísraelsstjórn fyrir að halda aftur af sér. Mannfallið er hlutfallslega 185-1. En það er næsta öruggt að vopn Ísraelshers eru meira en 185 sinnum kröftugri en vopn Palestínumanna. Ísraelsmenn eiga meira að segja kjarnorkusprengjur. Ísraelum væri í lófa lagið að gereyða Gaza og reka alla þaðan burt, eins og ísraelski þingmaðurinn Moshe Feiglin leggur til.

 

10505336_786858268001121_8970304480635241231_n

 

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is