Miðvikudagur 22.09.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Á flugvallarhótelinu í Aþenu

Er núna staddur á flugvallarhóteli Sofitels við nýja glæsilega flugvöllinn í Aþenu. Er loks kominn aftur í almennilegt netsamband eftir næstum mánuð úti í Eyjahafinu, á Mykonos, Paros, Naxos, Koufonissi, Ios, Folegandros og loks Syros. Folegandros var best í þetta skipti. Íbúarnir álíka margir og í Búðardal, hótelið á klettabrún, aðallega asnar á vegunum, við […]

Miðvikudagur 22.09.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Draumurinn um stjórnarbyltingu

Birtist í DV 28. maí 2004 Nú virðast menn ætla að bíða með að senda Ólafi Ragnari fjölmiðlafrumvarpið enn um sinn, líklega vel fram yfir hvítasunnu. Ýmislegt í þessu er farið að hafa einkenni gamanleiks. Sumir segja að hugmyndin sé að kæla þjóðina. Eða kannski finnst forsætisráðherra bara svona skoplegt að halda forsetanum heima. Aðrir […]

Sunnudagur 19.09.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Þátttaka í þjóðfélagsumræðu

Ég heiti því að taka mig á. Þýðir ekki að skrifa hérna á mánaðarfresti. Ég hef samt aldrei talið aðsóknina hingað inn á vefinn – veit þó að hún var þónokkur í eina tíð. Kunningi minn spurði í tölvupósti um daginn hvort ég væri "gufaður upp"? Ég svaraði að þjóðfélagsumræðan mætti eiga sig fram á […]

Laugardagur 18.09.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Úthverfafólkið kemur í bæinn

Vinkonu minni er afskaplega illa við menningarnótt. Hún býr í miðbænum og segir að úthverfafólkið, sem annars hirði ekkert um þennan borgarhluta, noti þennan dag til að koma niður í bæ og pissa utan í húsin. Hún var jafnvel að hugsa um að setja einhvers konar rafmagnsgirðingu utan um húsið hjá sér. Nú á að […]

Laugardagur 18.09.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Gú moren

Birtist í DV 4. júní 2004 Núna um helgina þóttist ég vera orðinn viss um að Ólafur Ragnar myndi ekki skrifa undir fjölmiðlalögin. Davíð var búinn að ögra honum næstum upp á hvern dag. Hvað vissi Davíð eftir fundinn á Bessastöðum? Í atkvæðaskýringu sinni á Alþingi þegar lögin voru samþykkt horfði hann í sjónvarpsvélina og […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is