Laugardagur 30.10.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Forsetakjörið og franski frændinn

Birtist í DV 30. október 2004 Við ráðum auðvitað engu um kosningarnar í Bandaríkjunum en samt teljum við að þær geti haft áhrif á líf okkar. Margir fylgjast spenntir með á þriðjudagskvöldið. Það hafa verið skipulagðar kosningavökur á sjónvarpsstöðum og úti í bæ, rétt eins og verið sé að kjósa hér heima. Velflestir Evrópubúar vilja […]

Föstudagur 29.10.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Gúrkutíð og áhugaverð netverslun

Einhverja áhugaverðustu netverslun sem ég hef séð lengi er að finna á vef Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Þarna er að getur að líta ýmislegan varning sem hentar vel til gjafa – ef maður tímir þá að gefa svona fínerí. Þar má benda á flestalla sjónvarpsþætti sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur gert, boli með mynd af Thatcher, leðurmöppur, […]

Miðvikudagur 27.10.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Hjörleifur er æði

Ég heyrði tvær ungar stúlkur, greinilega vinstri sinnaðar, ræða um fund sem þær höfðu sótt hjá Vinstri grænum. Þetta var í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni. "Hjörleifur er æði," fannst mér önnur stúlkan segja og hin samsinnti. Þær voru að tala um Hjörleif Guttormsson. Sannarlega hefur vaxið úr grasi ný kynslóð í landinu. Margir furða sig […]

Þriðjudagur 26.10.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Bush í vandræðum?

Það er vika til kosninganna í Bandaríkjunum. Flestir virðast gera ráð fyrir því að Bush vinni. Hann hefur forskot í flestum skoðanakönnunum. Þetta er þó ekki víst. Kosningaspeki í Bandaríkjunum segir að sitjandi forseti geti verið í vandræðum ef hann hefur ekki yfir 50 af hundraði í skoðanakönnunum. Bush virðist eiga erfitt með að ná […]

Þriðjudagur 26.10.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Pólitískar ofsóknir

Enn eru menn byrjaðir að þrefa um Halldór Laxness. Það er aldeilis að það er púður í karlinum. En deiluefnin verða sífellt obskúrari. Maður er eiginlega alveg hættur að fylgjast með. Mogginn bregst hart við og reynir að sýna fram á að hann hafi fagnað einlæglega þegar Halldór fékk Nóbelsverðlaunin, "Hver er Mogginn?" spyr Jón […]

Mánudagur 25.10.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Leiður misskilningur Víkverjans

Víkverji og Staksteinar í Morgunblaðinu eru hérumbil eina fyrirbærið sem stundar þann ósið að skrifa nafnlaust í fjölmiðla. Fyrirbæri, segi ég, því ekki veit ég hvort þarna að baki dylst einstaklingur, klúbbur manna eða hvers konar leynifélag þetta er yfirleitt. Annars bera svona nafnlaus skrif oftast vott um lydduskap – eða í besta falli lélegt […]

Laugardagur 23.10.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Auðmenn fólksins

Birtist í DV 23. október 2004 Ég sat einu sinni á veitingahúsi og horfði á einn helsta forstjóra landsins — forstjóra forstjóranna var með réttu hægt að kalla hann á þeim tíma — bora í nefið. Hann gerði þetta af mikilli natni, virtist alveg sama hvort einhver var að horfa, náði loks góðum köggli, hnoðaði […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is