Miðvikudagur 29.12.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Nægjusemi kemst óvænt í tísku

Vinkonu minni varð á að nefna það í lítilli grein að ástæða væri til að fólk gæfi peninga til hjálparstarfs fremur en að kaupa flugelda fyrir áramótin. Ég hef frétt að allt hafi gengið af göflunum í kringum hana. Flugeldamenn móðguðust ákaflega og töldu að þessi litla kona myndi eyðileggja fyrir þeim áramótasöluna. Koma því […]

Mánudagur 27.12.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Flensu- og pestarjól

Þessara jóla verður minnst sem flensu- og pestarjólanna miklu. Ég var orðinn lasinn á Þorláksmessu, passaði mig auðvitað ekki nógu vel á kuldanum, og hefur verið að hraka síðan. Hélt að þetta yrði kannski afstaðið í dag – en það er eitthvað annað. Allt í kringum mig er fólk að leggjast í rúmið. Ég þarf […]

Fimmtudagur 23.12.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Silfrið klukkan 12 á gamlársdag

Gestalistinn í áramótaþætti Silfurs Egils er farinn að taka á sig nokkuð endanlega mynd. Í þættinum verður lítið um stjórnmálamenn, þeir taka við í Kryddsíldinni að loknu Silfrinu, en þeim mun meira af skemmtilegu og andríku fólki. Í þættinum koma fram: Guðmundur Ólafsson, Sigrún Davíðsdóttir, Jónas Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldursson, Helga Vala Helgadóttir, Bjarni Harðarson, […]

Miðvikudagur 22.12.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Um Sigmund og Dieter Roth

Ég ætla að segja það beint út að ég fíla Sigmund ágætlega. Hann er kannski ekki jafn sófístikeraður og sumir sem teikna í erlend blöð, en hann hefur sinn eigin stíl sem maður þekkir undireins, svolítið groddalegan, og það er sniðugt hvernig sömu þemu ganga aftur og aftur hjá honum – Jón Baldvin með drullusokkinn, […]

Þriðjudagur 21.12.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Stórskáldið Túrkmenbashi

Það eru fleiri þjóðarleiðtogar en Davíð Oddsson sem yrkja ljóð. Langt austur í Asíu, í Túrkmenistan, á hann skáldbróður í Saparmurat Nyazov, öðru nafni Túrkmenbashi – foringja allra Túrkmena. Nyazov þykir nokkuð einráður sem þjóðhöfðingi, landsmenn komast ekki upp með neitt múður, nánast allt sem nafn festist á í ríkinu heitir eftir honum eða mömmu […]

Mánudagur 20.12.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Skautað á Tjörninni

Í auglýsingu frá Sláturfélagi Suðurlands, sem er sýnd grimmt þessa dagana, má sjá börn og ungmenni að leik á ísi lagðri Tjörninni. Maður giskar á að þessar myndir séu teknar á árunum 1950 til 1960. Mannmergðin þarna kemur manni alveg á óvart og borgarbragurinn – hvað bjuggu eiginlega margir í Reykjavík á þessum tíma? Borgarstjórnin […]

Laugardagur 18.12.2004 - 00:01 - Ummæli ()

Á matarslóðum

Fyrir mörgum árum kom út bók sem hét Á matarslóðum. Skáld í bænum sem ég átti samtal við taldi þetta afar vondan titil; maður sæi fyrir sér mann sem rekur sig í gegnum borgir Evrópu og étur upp úr öskutunnum. Síðan þá hefur matarslóðunum fjölgað mikið. Engin sjónvarpsstöð er svo aum að hún bjóði ekki […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is