Mánudagur 31.01.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Umsátursástand í Framsókn

Framsóknarmenn virðast halda að Íraksmálinu sé lokið með skyssu Róberts Marshalls. Ég hitti frammámann í Framsóknarflokknum í Smáralind í morgun, hann var steinhissa og sagði „þeir halda bara áfram“. Hann virtist álíta að fjölmiðlarnir lægju endanlega flatir eftir þessi mistök sem voru vissulega hrapalleg, en snúast þó aðallega um að hafa lesið vitlaust á klukku […]

Föstudagur 28.01.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Snillingurinn sem tapaði gáfunni

Ég las einhvers staðar að Rod Stewart hefði orðið sextugur um daginn. Poppstjörnur æsku minnar gerast aldurhnignar. Rod Stewart gerði nokkrar frábærar plötur í kringum 1970 – þar fór saman einstæð söngrödd hans, innilegur flutningur og skemmtilega alþýðlegur andi tónlistarinnar. Hann hafði líka með sér einhverja bestu hljómsveit í sögu rokksins, en þar var fremstur […]

Fimmtudagur 27.01.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Steingrímur og Róbert í Silfrinu

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum […]

Miðvikudagur 26.01.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Endar alltaf með skelfingu

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar íslenska landsliðið í handbolta keppir á stórmótum, vonirnar sem eru bundnar við það og vonbrigðin sem ætíð fylgja. Eftirfarandi grein birtist í DV fyrir ári, 29. janúar 2004, mér sýnist hún eiga alveg jafn vel við nú og þá. Þarf varla að hnika til orði. Því má bæta við […]

Miðvikudagur 26.01.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Útnefningaspilling

Maður les í Fréttablaðinu að Framsókn „eigi“ fréttastjórastöðuna á útvarpinu. Þeir muni fá að ráðstafa henni. Vonandi felst ekki í þessu að sá sem er hæfastur til að gegna starfinu verði ekki ráðinn. Það væri skrítið ef gengið væri framhjá hinum margreynda og hámenntaða Friðriki Páli Jónssyni, en líklega verður það raunin. Pólitíkusunum þykir hann […]

Þriðjudagur 25.01.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Davíð hataði djass

Guðmundur Andri Thorsson skrifar svellfína grein um Davíð Stefánsson í Lesbókina á laugardag. Kemst nærri kjarna þessa vinsæla skálds; þess síðasta sem orti kvæði sem konur á Íslandi geymdu undir koddanum hjá sér. Guðmundur Andri segir að þetta hafi verið tími þegar ljóðlistin var full af alls konar fólki – nú er þar varla hræða […]

Mánudagur 24.01.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Stjórnmál á mánudegi

Nú virðist manni svo að í Íraksdeilunni sé tekist á um eitt orð – „meiriháttar“. Í lögum um þingsköp stendur að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um „meiriháttar“ utanríkismál. Stjórnarliðar halda því nú fram og hafa Eirík Tómasson lagaprófessor sér til fulltingis að ákvörðunin um að styðja Íraksstríðið sé ekki svo ýkja merkileg – […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is