Mánudagur 28.02.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Óvænt brotthvarf Bryndísar

Menn virðast vera alveg gáttaðir á Bryndísi Hlöðversdóttur, að hún skuli hætta í pólitík af sjálfsdáðum. Tiltölulega ung kona. Þetta er fáheyrt. Gerist bara ekki! Yfirleitt þarf að rífa þingmenn út úr þingsalnum með harmkvælum – þeir ákveða ekki bara að erindi sínu sé lokið og hætta sisvona. Er furða þótt sumir álíti að hér […]

Sunnudagur 27.02.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Hefur Bush rétt fyrir sér?

Gæti verið að Bush hafi rétt fyrir sér? Þessu veltir Claus Christian Malzhan, greinarhöfundur hjá þýska tímaritinu Der Spiegel, fyrir sér í grein sem hefur vakið mikla athygli bæði austan hafs og vestan. Malzhan nefnir heimsókn Ronalds Reagans til Berlínar 1987, en þá var hann með eindæmum óvinsæll í Þýskalandi. Reagan tók sér stöðu við […]

Laugardagur 26.02.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Kofahöfuðborg heimsins

Birtist í DV 26. febrúar 2004 Ég hef verið að reyna að halda þræði í umræðunni um Laugaveginn. Hún fór vitlaust af stað og hefur ekki komist á réttan kjöl aftur. Í æsingnum hafa menn ekki einu sinni vitað hvaða hús þeir voru að tala um. Myndasíða í DV sem umræðan hefur að miklu leyti […]

Föstudagur 25.02.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Örnólfur, Kristinn og Gunnar

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Örnólfur Árnason, Gunnar Birgisson, Sveinn Aðalsteinsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Jón Valur Jensson og Sigurður Hólm Gunnarsson. Örnólfur er höfundur bókanna Á slóð kolkrabbans og Bankabókarinnar. Bækurnar fjölluðu um viðskiptalífiðá Íslandi eins og það var upp úr 1990. Örnólfur mun ræða þann […]

Miðvikudagur 23.02.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Heyrðu Bush?

Fréttamynd ársins birtist án efa á baksíðu DV í morgun Það stendur reyndar ekki hver tók myndina, hún mun vera komin frá erlendri fréttastofu. En eins og aðrar frábærar fréttamyndir segir hún meiri sögu en ótal orð. Hérna er myndin. „Heyrðu Bush?“ — — — Afstaða Vinstri grænna til kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkur í […]

Þriðjudagur 22.02.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Ávani verri en heróín

Hunter S. Thompson skaut sig um daginn, ég veit ekki hvað það kom mikið á óvart. Áhugi hans á byssum var þekktur og líka á brennivíni og dópi – það er varla góð blanda, sérstaklega ekki þegar menn verða gamlir. Í hillunni hjá mér er gamalt eintak af bók eftir Thompson, mikilll doðrantur, The Great […]

Mánudagur 21.02.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Meiri kristni

Sigurður Hólm Gunnarsson, ungur maður sem ég hef talsverðar mætur á, kemur fram í sjónvarpi í gær og er orðinn varaformaður félags sem nefnist Siðmennt. Hann mótmælir því að kristnifræði sé kennd í skólum. Hefur veður af því að sumir kennarar láti börnin biðja bænir. Telur að þeir sem eru ekki kristnir geti orðið fyrir […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is