Fimmtudagur 31.03.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Hinsta öld mannkyns í Silfri

Í Silfri Egils á sunnudaginn verða meðal annars umræður um bókina Our Final Century eftir breska vísindamanninn Martin Rees. Í pistli sem ég skrifaði um þessa bók fyrir nokkru sagði: Ekki beinlínis bók sem eykur manni bjartsýni. Martin Rees telur um það bil helmingslíkur á að mannkynið komist í gegnum þessa öld án þess að […]

Fimmtudagur 31.03.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Minnisvarðar um Sturlu

Íbúar Vesturlands eru líklega mjög ánægðir með ráðherra sinn, Sturlu Böðvarsson. Kona sem er staðkunnug á Snæfellsnesi sendi mér meðfylgjandi mynd og sagði að sér reiknaðist svo til að síðan Sturla varð samgönguráðherra hafi leiðin milli heimilis hans í Stykkishólmi og vinnustaðarins við Austurvöll styst um 25 prósent í tíma talið – gróft metið. Vegleg […]

Miðvikudagur 30.03.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Leikskóli þar sem ekki skín sól

Nú eru flokksbræðurnir Alfreð Þorsteinsson og Árni Magnússon komnir í hár saman vegna niðurfellingar leikskólagjalda. R-listinn stefnir að því að nota þetta mál í kosningunum eftir ár – það er að segja ef hann hangir enn saman – en Framsóknarflokkurinn hugsar sér líka gott til glóðarinnar; ekki minni maður en Halldór Ásgrímsson ræddi um leikskólagjöldin […]

Þriðjudagur 29.03.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Færeyingar og göngin inn í Gásadal

Lenti í Íslandi í dag með Hrafni Jökulssyni rétt fyrir páska. Í spjalli um jarðgöng sagði Hrafn að ég væri bóhem úr 101 sem skildi ekki landsbyggðina. Ég held að þetta sé ekki alveg rétt. Það er Sturla Böðvarsson sem er bóheminn. Hann vill hella peningum í hluti sem aldrei getur orðið nema risastórt tap […]

Sunnudagur 27.03.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Íslendingar og gyðingahatur

Bæði Steinþór Heiðarsson og Ögmundur Jónasson, framámenn í VG, telja að Bobby Fischer sé pólitískur flóttamaður. Ögmundur skrifar þetta í grein í Moggann á sunnudag, en Steinþór segir í grein á Múrnum að Fischer sé samviskufangi og líkir honum við Sakharov, Solshenitsin og Aung San Suu Kyi. Óvinur óvinar míns er vinur minn er lógíkin. […]

Laugardagur 26.03.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Aumkunarvert endatafl Fischers

Hvern mann hefur nýjasti Íslendingurinn að geyma? Hver er raunveruleg saga hans? Í mjög góðri grein sem birtist í bandaríska tímaritinu Atlanticí desember 2002 rekur blaðamaðurinn Rene Chun sögu Fischers frá því að hann var ungur maður með minnimáttarkennd, séní sem hugsaði ekki um annað en skák, heimsmeistari og bandarísk hetja sem þó fékk ekki […]

Föstudagur 25.03.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Stal Stöð 2 Fischer?

Voru starfsfélagar mínir á Stöð 2 að ræna Bobby Fischer í gærkvöldi? Fyrir þann sem horfði á sjónvarpið leit það nokkurn veginn þannig út. Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Mun hann að taka rispu í fjölmiðlaviðtölum næstu dagana – og er Stöð 2 þá búin að tryggja sér einhvern rétt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is