Föstudagur 29.04.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Jón Ormur, Össur, Björn og Steingrímur

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Jón Ormur Halldórsson, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason. Fleiri gestir eiga svo eftir að bætast við áður en þátturinn er sendur út. Jón Ormur ætlar að koma til að ræða um nýju risana í viðskiptalífi heimsins, Kína og Indland, einkum þó […]

Fimmtudagur 28.04.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Í húsi Titos

Er staddur í Sloveníu. Vaknaði í morgun í stórri villu sem sjálfur Tito marskálkur lét reisa sér eftir stríðið við stöðuvatnid í Bled. Það var fuglasöngur fyrir utan gluggann, skógurinn speglaðist í spegilsléttu vatninu. Á lítilli eyju úti í miðju vatninu stendur kirkja. Svo er þetta umkringt fjöllum sem teygja sig upp í hatt í 3000 metra hæð. Ætla á eftir að […]

Miðvikudagur 27.04.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Um Ólaf kristniboða

Fyrir stuttu tók ég þátt í dagskrá um Kína á vegum Listvinafélags Seltjarnarneskirkju. Framlag mitt var að fjalla um afa minn, Ólaf Ólafsson kristniboða, en hann starfaði í Kína um 14 ára skeið á árunum 1921 til 1937. Lifði mjög viðburðaríka ævi og var einn víðförlasti Íslendingurinn á sinni tíð, eins og ég sagði frá í sjónvarpsmyndinni 14 ár í Kína […]

Laugardagur 23.04.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Mun þetta líta svona út?

Hvernig kemur háskólinn í Reykjavík til með að líta beint ofan í Reykjavíkurflugvelli? Það er ekki laust við að maður hafi illan grun. Altént á maður von á hinu versta miðað við byggingu Hringbrautarinnar og það sem á að fara að framkvæma á Valssvæðinu. Er virkilega of seint að hætta við það furðulega skipulagsklúður sem […]

Laugardagur 23.04.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Fleiri blöð – stórir auglýsendur

Nú er loksins komið á hreint að Sigurður G. Guðjónsson og Karl Garðarsson ætla að fara að gefa út blað. Þeir hefðu kannski getað fundið frumlegra nafn en „Blaðið“. Svo spyrja menn vonlega hvort sé pláss fyrir annað ókeypis blað? Jú, kannski. Og þá helst ef þeir eiga vísar auglýsingar frá öflugum samkeppnisaðilum Baugs. Við […]

Föstudagur 22.04.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Flatir skattar og Untergang

Silfur Egils á sunnudaginn er farið að taka á sig mynd. Meðal þess sem verður fjallað um er flatur skattur en hið virta tímarit The Economist helgaði honum forsíðu sína í síðustu viku. Þessi hugmynd hefur rutt sér mjög til rúms í ríkjum Austur-Evrópu. Ýmsir hafa tekið þessu fagnandi, þar á meðal vefritið Vef-Þjóðviljinn sem […]

Miðvikudagur 20.04.2005 - 00:01 - Ummæli ()

Ömurð

Labbaði í gegnum borgina í morgun, illa sofinn og frekar fúll. Það setur alltaf að mér þunglyndi þegar ég kem í 10/11. Þetta er búð fyrir einstæðinga; allur matur tilbúinn á bökkum fyrir fólk sem borðar í einsemd fyrir framan sjónvarpið – gaddfreðið, örbylgjuhitað, fullt af rotvarnarefnum. Ömurð. Nú er búið að breyta 10/11 búðinni […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is