Mánuður: maí 2005
Upphafið að einhverju…
Birtist í DV 28. maí 2005Sagan segir að þetta hafi gerst einhvern veginn svona. Hópur fólks úr Sjálfstæðisflokknum, einkum konur, fer á fund Ásdísar Höllu Bragadóttur. Fólkið hefur fengið tilskilin leyfi hjá Davíð Oddssyni. Hópnum er boðið inn í stofu í Garðabænum. Eiginmaður Ásdísar býðst til að fara fram með börnin. Það er boðið upp […]
Að byggja úti í eyjunum
Steinunn Valdís segir að sjálfstæðismenn hafi stolið skipulagshugmyndum frá sér. Einmitt. Hví hafa þær þá ekki birst? Hefur verið í gangi ógurlega mikil leynileg skipulagsvinna hjá borginni? Eitthvað sem enginn fær að sjá fyrr en – pops – heilu hverfin eru risin á óvæntum stöðum?Nú bíður maður eftir því að umhverfisverndarsinnar láti í sér heyra. […]
Herferð gegn dólgum
Fyrsta verk Tonys Blair eftir að hafa verið endurkjörinn er að skera upp herör gegn dólgshætti – einkum meðal unglinga. Athygli bresku pressunnar hefur meðal annars beinst að skóla þar sem ung stúlka varð fyrir barðinu á svokölluðu happy slapping, skemmtun sem felst í því að berja einhvern varnarlausan í klessu og taka mynd af […]
Gömlustrákafélagið að störfum
Ingibjörg Sólrún hóf umræðu um klíkur á landsfundi Samfylkingarinnar. Ég held að það sé tímabært – þetta samfélag okkar er afar klíkuvætt. Það eru ótal störf sem menn geta ekki látið sig dreyma um að fá nema þeir séu í réttu klíkunni. Þar má til að mynda nefna sendiherraembætti. Þegar Guðmundi Árna Stefánssyni er úthlutað […]
Egill á nú Silfur Egils
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 […]
Steingrímur J. þingmaður ársins
Steingrímur J. Sigfússon, formðaur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er þingmaður ársins að mati lesenda Vísis. Niðurstöður kosninga á Vísi voru kynntar í lokaþætti Silfurs Egils í dag og hlaut Steingrímur J. afgerandi kosningu. Þá er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sá einstaklingur sem lesendur Vísis vilja helst sjá á þingi. Spurt var hver hefði staðið sig best […]
Alvarlegt en um leið hlægilegt
Kári sofnaði við fyrstu tónana í Evróvison á fimmtudagskvöldið. Það er vitanlega engin leið að horfa á þetta; tónlistin heiladauð, sviðsframkoman asnaleg, ekkert nema klisjur og aftur klisjur. Fyrirsjáanlegast af öllu var íslenska lagið – það sem stakk einna mest í augu við atriðið var algjört húmorleysið. Íslendingar féllu í þá gryfju að taka þetta […]