Mánudagur 31.10.2005 - 13:28 - Ummæli ()

Að leika á kerfið

Í þættinum hjá mér í gær var fjörug umræða um örorku- og sjúkdómavæðingu. Menn hafa reynt að skýra stórkostlega fjölgun öryrkja á síðustu árum með því að vinnumarkaðurinn sé svo miklu harðari en áður. Það gengur ekki alveg upp. Er ekki líklegt að það sé partur af skýringunni að auðveldara er að komast á bætur? […]

Sunnudagur 30.10.2005 - 20:58 - Ummæli ()

Borgríkið Ísland

Ágúst Einarsson hagfræðiprófessor var í viðtali í þættinum hjá mér í dag, umræðuefnið var ný bók eftir hann sem nefnist Rekstrarhagfræði. Í svipmyndum sem birtast í bókinni reifar Ágúst ýmis mál og setur fram skoðanir sem eflaust þykja djarfar sumar hverjar. Í einum kaflanum hvetur hann til dæmis til þess að Íslendingar verði þrjár milljónir […]

Laugardagur 29.10.2005 - 14:37 - Ummæli ()

Gömlu dagana gefðu mér

Ég segi bara – take me back, gömlu dagana gefðu mér. Var að horfa á Dalalíf eftir Þráin Bertelsson í sjónvarpinu, frá sirka 1983. Þetta er stórkostleg heimild, allavega fyrir okkur sem lifðum þennan tíma. Þarna er veitingahúsið Óðal með sínum kúrekainnréttingum, gamla flugstöðin í Keflavík, Sveinbjörn Beinteinsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir með ber brjóstin, ótrúlega púkaleg […]

Fimmtudagur 27.10.2005 - 19:30 - Ummæli ()

Úr einu í annað

Stefán Pálsson bloggar um teiknimyndasögurnar um Asterix, segir að út sé að koma enn ein bókin, sú þrítugasta og þriðja í röðinni. Á árunum í kringum 1970 eignuðumst við systir mín þessi rit í frönskum frumútgáfum; fjölskylduvinur sem var við nám í klassískum fræðum í París kom færandi hendi með bækurnar jafnóðum og þær komu […]

Fimmtudagur 27.10.2005 - 00:08 - Ummæli ()

Nokkrar grillur

Einhver þrálátasta og kannski með varasamari grillum samtímans er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum – þeir séu allir siðlausir og sjálfsdýrkandi eiginhagsmunaseggir. Í samræmi við þetta er talað um stjórnmálamenn af djúpri fyrirlitningu; það er sífellt verið að klifa á að völdin séu að færast frá þeim yfir í viðskiptalífið. Stjórnmálamenn eru hæddir […]

Miðvikudagur 26.10.2005 - 19:55 - Ummæli ()

Rétt verð?

Fyrir venjulegt fólk úti í bæ virka kaup Flugleiða á Sterling gjörsamlega óskiljanlega. Það hafa heldur ekki verið veittar neinar almennilegar skýringar á því hvers vegna fyrirtæki sem er keypt á 4 milljarða er stuttu síðar selt á 15 milljarða. Markaðurinn, viðskiptarit Fréttablaðsins, birtir stórfurðulegan leiðara um að þessar hugmyndir byggi á þeirri villu að […]

Þriðjudagur 25.10.2005 - 22:07 - Ummæli ()

Kvennafrí – Jeppamenning

Það er auðvelt að vera vitur eftir á (besserwisser), en ef ég hefði verið spurður fyrir svona viku hversu margir myndu koma í bæinn á kvennafrídaginn hefði ég sagt svona 50 þúsund. Ef ég hefði verið spurður á sunnudagskvöldið hefði ég líklega hækkað töluna og sagt 70 þúsund. Það var mikill mannfjöldi, en fyrri talan […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is