Mánudagur 28.11.2005 - 11:17 - Ummæli ()

Var George Best tragískur?

Einhvers staðar sá ég að fótboltamaðurinn George Best var kallaður tragískur. Ég veit ekki. Er maður sem drekkur sig í hel tragísk persóna? Að sumu leyti er til dæmis tragískara að dópa sig í gröfina. Sá sem er í eiturlyfjum þarf yfirleitt að niðurlægja sig mikið til að ná sér í efnið. Hann verður undirheimapersóna. […]

Laugardagur 26.11.2005 - 15:05 - Ummæli ()

Leyniþjónusta Styrmis

Hann er stundum einkennilegur stíllinn sem Styrmir Gunnarsson hefur. Hann mótmælir þeim orðum forseta Íslands að Staksteinar séu nafnlaus dálkur. Það eru þeir ekki, segir hann, vegna þess að þeir eru á ábyrgð ritstjórnar. Einmitt. En hafa ekki öll blöð á Íslandi ábyrgðarmenn, stendur ekki í lögum að svo eigi að vera? Þannig eru líklega […]

Föstudagur 25.11.2005 - 23:06 - Ummæli ()

Vitlaust hugsað –á vitlausum stað

Stjórnmálamenn hugsa stundum dálítið einkennilega, þeir telja sig vera búna að ráðfæra sig við almenning þegar þeir eru í rauninni bara búnir að tala við aðra stjórnmálamenn og örfáa embættismenn. Svona var það til dæmis með Hringbrautina – okkur var sagt að málið hefði verið rætt fyrir löngu, það væri til einskis að þrasa um […]

Fimmtudagur 24.11.2005 - 23:03 - Ummæli ()

Pólitískir deyfðardagar

Maður man ekki eftir annarri eins deyfð í pólitíkinni og ríkir nú um stundir. Það er ekkert að gerast í þinginu – maður veit varla hvort það er starfandi eða ekki. Í dag var þrasað um að menntamálaráðherra hefði brugðið sér til Senegal. Það þótti víst ósvinna – mætti halda að menntakerfið stæði í ljósum […]

Miðvikudagur 23.11.2005 - 23:20 - Ummæli ()

Þarf að hemja hina ofurríku?

Jonathan Freedland skrifar merkilega grein í Guardian í dag um bilið milli ríkra og fátækra. Hann telur að fyrr eða síðar muni þurfa að gera eitthvað vegna hinna ofurríku. Við séum að horfa upp á nýja stétt auðmanna sem græðir á alls kyns frjármálasýslu – upphæðir sem áður hefðu verið óhugsandi nema fyrir þá sem […]

Mánudagur 21.11.2005 - 20:25 - Ummæli ()

Rödd aftan úr fásinninu

Er það til marks um fjölbreytni að hafa hundrað sjónvarpsstöðvar, flestar með nokkurn veginn því sama? Raunveruleikaþáttum, sápum og fréttum. Ég er ekki viss um það. Hafliði Helgason skrifar leiðara í tilefni af opnun NFS í Fréttablaðið á sunnudag og ber þá fjölbreyttu tíma sem við lifum á saman við fásinnið sem ríkti þegar hann […]

Sunnudagur 20.11.2005 - 20:21 - Ummæli ()

Vín, tóbak og hræsni

Þegar ég var að byrja að skemmta mér fyrir, hvað – mjög löngu – voru skemmtistaðir opnir til klukkan eitt á föstudögum og tvö á laugardögum. Það var regla að allir yrðu að vera komnir inn á staðina klukkan hálf tólf – annars mátti ekki hleypa þeim inn. Það var bannað að veita áfengi á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is