Fimmtudagur 22.12.2005 - 19:15 - Ummæli ()

Um kjaradóm og sigurvegara sögunnar

Nú má vel vera að úrskurður Kjaradóms stefni öllu til andskotans, en þarf forsætisráðherra nokkuð að kalla formann dómsins fyrir til að gefa skýringar? Þetta stendur nokkuð skýrum stöfum í lögunum um kjaradóm. Það er fimmta grein, þar er ritað: "Við úrlausn mála skal Kjaradómur gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem hann ákveður og […]

Fimmtudagur 22.12.2005 - 00:57 - Ummæli ()

Engin leið heim

Ríkissjónvarpið er að sýna No Direction Home, hina frábæru heimildarmynd Martins Scorsese um Bob Dylan, mótunarár hans sem listamanns. Fyrri hlutinn var sýndur í kvöld, seinni hlutinn er eftir viku. Það sem er hvað skrítnast er að Dylan sprettur nánast úr engu; hann er frá Minnesota, úr smábæ þar sem var engin menning, ekki neitt. […]

Mánudagur 19.12.2005 - 13:25 - Ummæli ()

Hvar er frjálshyggjan?

Stundum er rétt að skoða frasana sem fólk notar. Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar skrifar einhver S. Pálsson og segir að hér séu engin miðjustjórnmál heldur vaði allt í óheftum kapítalisma, miðjan sé bara gríma sem nýfrjálshyggjan setur upp. Svo horfir maður aðeins í kringum sig – hvernig birtist nýfrjálshyggjan hér á Íslandi? Jú, það er […]

Sunnudagur 18.12.2005 - 17:27 - Ummæli ()

Gott auðvald?

Ég var með þátt áðan sem fjallaði um bækur. Þar bar á góma marga forvitnilega punkta úr ritum sem koma út um jólin. Meðal annars að Thorsarar hafi átt leynireikninga í útlöndum þar sem voru geymdar himinháar fjárhæðir og að þeir hafi stundað stórkoslegt smygl á munaðarvarningi til landsins, þvert á lög – raunar til […]

Föstudagur 16.12.2005 - 21:03 - Ummæli ()

Árni og jafnréttisstýran

Byggir þetta mál jafnréttisstýrunnar á því að ekki megi hrófla við opinberum starfsmönnum – atvinnuöryggi þeirra er afskaplega vel varið í lögum – eða er kannski sitthvað í málavöxtunum sem er ráðherranum til málsbóta? Það er talað um að Árni Magnússon hafi beitt óhóflegu valdi í málinu, en þá er þess að gæta Valgerður Bjarnadóttir […]

Fimmtudagur 15.12.2005 - 17:45 - Ummæli ()

Hvers vegna allt þetta drasl?

Virðulegur guðfræðiprófessor skrifaði grein í Morgunblaðið um daginn, minnti á að aðventa héti í rauninni jólafasta, þetta væri tími föstu og íhugunar – já, einhvers konar sultar, það er gömul kirkjuleg hugmynd að hungrið skerpi hugann. Líklega munu sárafáir taka mark á þessum góða prófessor, kannski las enginn greinina heldur. Hann hljómar eins og fýlupoki […]

Miðvikudagur 14.12.2005 - 21:38 - Ummæli ()

Þjófar og þjófsnautar

Ef einhver stelur frá mér er hann þjófur. Ef einhver tekur við einhverju sem er stolið frá mér er hann þjófsnautur. Eigur mínar njóta verndar. Þetta er grundvallaratriði. Þess vegna held ég að Hæstiréttur hljóti að dæma öðruvísi í lögbannsmáli Jónínu Benediktsdóttur en Héraðsdómur. Tjáningarfrelsið þvælist vissulega þarna fyrir, en í meginatriðum getur það ekki […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is