Mánudagur 27.02.2006 - 15:51 - Ummæli ()

Nokkrir punktar um íslamskan fasisma, Miðausturlönd og Vestrið

1.Íraksstríðið er mistök. Háð á röngum forsendum, byggt á ofurbjartsýni svokallaðra neocona í Bandaríkjunum um að hægt sé að breiða vestrænt lýðræði út um heiminn með valdi peninga og vopna og þá muni menn falla að fótum þess. En þetta reyndist ekki svo einfalt. 2.Að hluta til upplognar ástæður fyrir innrásinni í Írak hafa grafið […]

Miðvikudagur 22.02.2006 - 19:23 - Ummæli ()

Irving á líka að hafa málfrelsi

David Irving er ekki fínasti pappírinn í sagnfræðinni. Fyrir mörgum árum reyndi ég að glugga í bók eftir hann, man helst að hún var illa skrifuð og þvælin. Hann hefur sýnt sig að vera rasisti og gyðingahatari, átrunaðargoð nýnasista og gestur á samkomum þeirra. Irving byrjaði feril sinn sem stríðssagnfræðingur sem naut nokkurs álits, en […]

Miðvikudagur 22.02.2006 - 00:23 - Ummæli ()

Skynsemi sem er gengin af göflunum

Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrunaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins og hún sé hin eina og sanna skynsemi. Því er svo erfitt fyrir stjórnmálamenn að víkja af götu hennar. Þrátt fyrir að í raun sé […]

Þriðjudagur 21.02.2006 - 22:47 - Ummæli ()

Nú þarf að fá botn í málið

Það er seint hægt að segja að Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir hafi höndlað hið endurvakta Búnaðarbankamál vel í þinginu á mánudag. Halldór lýsti því yfir að hann hefði hringt í ríkisendurskoðanda um morguninn og hann hefði fullvissað sig um að ekkert nýtt væri í málinu. Hvers konar stjórnsýsla er það? Getur forsætisráðherra bara hringt […]

Mánudagur 20.02.2006 - 20:12 - Ummæli ()

Misskilin góðmennska

Það er stundum erfitt að að eiga við góðmennskuna þegar hún gengur ut í öfgar. Maður getur varla andmælt henni án þess að líta út eins og fól. En mér finnst að það sé hérumbil mál fyrir barnaverndayfirvöld þegar ung börn eru látin leika í auglýsingum um kynferðislegt ofbeldi. Þetta er liður í herferð félagsskapar […]

Þriðjudagur 14.02.2006 - 19:25 - Ummæli ()

Blaðamannaverðlaun, uppreisn á barnaheimili, Grikklandsævintýri

Það er ekki mikill glamúr yfir blaðamennsku á Íslandi, ónei. Allavega ekki ef marka má tilnefningar til blaðamannaverðlauna sem afhent verða á pressuballi 18. febrúar. Þarna er vandlega gætt að hafa jafnvægi milli fjölmiðla (DV þó ekki með), en annars virðist vera eindregin tilhneiging í þá átt að verðlauna þungar greinar um einhver alvörumál – […]

Mánudagur 13.02.2006 - 19:29 - Ummæli ()

Staðan í borginni

Nú liggur fyrir hverjir leiða framboðin í borgarstjórnarkosningunum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Dagur B. Eggertsson fyrir Samfylkingu, Björn Ingi Hrafnsson fyrir Framsóknarflokk, Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græna og Ólafur F. Magnússon fyrir Frjálslynda flokkinn. Þeir sem ég tala við spá að kosningarnar fari svona: Sjálfstæðisflokkurinn 7 Samfylkingin 6 Framsókn 1 Vinstri grænir 1 Frjálslyndir […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is