Föstudagur 31.03.2006 - 18:16 - Ummæli ()

Slúðurblaðamennskan breiðist út

Ég ætla að tala fyrir íhaldssemi í fjölmiðlum. Til dæmis vil ég setja fram þá skoðun að það sé alveg óþarfi að leyfa fjölmiðlum að taka upp efni í dómssölum – myndir af fólki sem er ekki einu sinni búið að dæma sekt. Ég er viss um að flestir starfsfélagar mínir í fjölmiðlum eru ósammála […]

Fimmtudagur 30.03.2006 - 20:01 - Ummæli ()

Hollvinir skattgreiðenda – vaxtahækkun – minningargreinar

Hollvinir skattgreiðenda – minnir þetta ekki helst á gamla góða Mogens Glistrup? Var hann ekki mestur hollvinur skattgreiðenda? En svo eru það bara nokkrir SUS-arar. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt sig að vera sérstakur skattalækkanaflokkur nema síður sé (þó reyndar virðist ekki mega segja sannleikann um það) – svo kannski væri hressandi að fá smá […]

Þriðjudagur 28.03.2006 - 20:14 - Ummæli ()

Fjölmiðlapistill

Mannaráðningar á Fréttablaðinu verða sífellt merkilegri. Það fer altént ekki á milli mála að hlutur stjórnarflokkanna hefur verið rækilega leiðréttur á blaðinu – fyrst með ráðningu Þorsteins Pálssonar og nú með skipan Péturs Gunnarssonar í stöðu fréttastjóra. Pétur er vissulega mjög öflugur blaðamaður, var árum saman á Mogganum, greindur og vel að sér, en maður […]

Mánudagur 27.03.2006 - 22:15 - Ummæli ()

Kjarnorka er góð

Ýmsir hafa orðið til þess að vitna í breska vísindamanninn James Lovelock og viðvörunarorð hans í bókinni The Revenge of Gaia. Þar tekur Lovelock mjög djúpt í árinni varðandi hættuna sem stafar af gróðurhúsaáhrifum. Hins vegar hafa hampað hampa síðari hluta röksemdafærslu Lovelocks – þar mælir hann nefnilega með notkun kjarnorku. Á fáum skoðunum ríkir […]

Laugardagur 25.03.2006 - 23:40 - Ummæli ()

Að skilgreina varnarþörfina

Að skilgreina varnarþörfina. Þetta er einn af þessum frösum sem snögglega komast í umferð en er svo enginn friður fyrir. Þungbúnar sendinefndir, að maður skyldi halda þrútnar af sérfræðiþekkingu, hafa sinnt varnarþörfinni undanfarin ár, verið á stanslausum ferðalögum milli Reykjavíkur og Washington. Það var passað upp á að ræða ekki opinskátt um málin og helst […]

Föstudagur 24.03.2006 - 20:01 - Ummæli ()

Innmúrun Baugsmála – nokkrar samsæriskenningar

Sullenberger er í vinfengi við Jónínu Benediktsdóttur. Hún hefur samband við Styrmi Gunnarsson, sem er Sullenberger innan handar um skjalaþýðingu, útvegar honum lögmann Jón Steinar Gunnlaugsson og ráðfærslu Kjartans Gunnarssonar. Systir Davíðs Oddssonar (fullt nafn?) er dómarinn sem gefur út mjög viðamikla húsleitarheimild hjá Baugi, á grundvelli framburðar Sullenbergers. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri er tengdasonur Styrmis […]

Þriðjudagur 21.03.2006 - 20:49 - Ummæli ()

Stríð Moggans og Framsóknar

Má ekki segja að geisi stríð milli Morgunblaðsins og Framsóknarflokksins? Hnúturnar ganga á milli. Styrmir sakar Valgerði um að fara með tóma vitleysu í Evrópumálum, Valgerður svarar og segist ekki láta karl þennan vaða yfir sig. Björn Ingi Hrafnsson hæðir Staksteina fyrir að hafa tekið Frjálslynda flokkinn í fóstur – í Mogganum séu Frjálslyndir hlaðnir […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is