Laugardagur 29.04.2006 - 21:46 - Ummæli ()

Tónlistarhús, mælskusnilld, stjórnmál og heimsmeistarakeppni

Sjaldan hefur maður heyrt jafnmikið tuð yfir einum hlut og tónlistarhúsinu sem á að byggja í Reykjavík – og hefur staðið til að reisa í marga áratugi. Á sama tíma kvartar enginn undan endalausum íþróttabyggingum út um allt land. Nú er verið að byggja við Laugardalsvöllinn, í Laugardalnum er nýbúið að reisa yfirbyggða sundlaug og […]

Föstudagur 28.04.2006 - 19:25 - Ummæli ()

Nokkur orð um DV

Fall DV má rekja til ritstjórnarstefnu blaðsins. Það hefur löngum verið draumur Gunnars Smára að gefa út alvöru gula pressu á Íslandi – í anda þess sem er svæsnast í útlöndum. Gamla DV var ekki slíkt blað. Nýja DV var hins vegar mörkuð þessi stefna frá upphafi. Mikael Torfason reyndist vera upplagður maður til að […]

Fimmtudagur 27.04.2006 - 20:57 - Ummæli ()

Ljóst eða dökkt?

Maður sem ég hitti taldi að valið í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík stæði milli eintómra sósíalistaflokka. Einkum fannst honum Sjálfstæðisflokkurinn vera farinn að hallast langt til vinstri. En það er sjálfsagt meðvitað – flokkurinn veit að til þess að vinna borgina þarf hann að höfða til fólks sem venjulega myndi ekki kjósa hann – og til […]

Miðvikudagur 26.04.2006 - 11:30 - Ummæli ()

Nýjar fjölmiðladeilur, ráðlaus ríkisstjórn, klénar hagspár

Ég verð ekki var við að nokkur maður hafi áhuga á nýja fjölmiðlafrumvarpinu. Enn hefur til dæmis ekki orðið nokkur umræða um það á vefnum sem logaði á tíma fyrra fjölmiðlafrumvarpsins. Það ætti þess vegna að geta runnið í gegn. Dramadrottningar í Samfylkingunni setja sig að vísu ístellingar – en maður veit samt ekki nema […]

Mánudagur 24.04.2006 - 19:49 - Ummæli ()

Fjölmiðlafrumvarp, kosningar, flugvöllur

Nú hefur fjölmiðlafrumvarp verið lagt fram og þingmenn geta haldið áfram að þrasa um Ríkisútvarpið og fjölmiðla meðan allt er í kalda koli í efnahagsmálunum. Miðað við hvað málið er seint fram komið sætir nokkurri furðu að Þorgerður Katrín vonist til að það verði samþykkt fyrir vorið. Það er varla nokkur von til þess. Hins […]

Sunnudagur 23.04.2006 - 20:21 - Ummæli ()

Grikkland, Mer, Snorri, Fréttablaðið, Löngusker

Ég var í Frakklandi og Grikklandi yfir páskana. Það er afsökunin fyrir því að hafa verið svona slappur að uppfæra vefinn. Í Grikklandi er reyndar páskadagur í dag. Mér fannst leiðinlegt að geta ekki séð páskana á Naxos. Þar var búið að hengja upp páskaljós á ljósastaura – ekki ósvipað jólaljósum hér. Allir voru í […]

Sunnudagur 09.04.2006 - 17:51 - Ummæli ()

Að rýna í telauf – Brynjólfsmessa – valdablokkir

Nú er evran að komast 90 krónur. Í spám greiningardeilda bankanna frá því í lok síðasta árs stóð að krónan myndi varla veikjast fyrr en færi að líða að lokum stórframkvæmda árið 2007, þá var spáð að hún myndi lækka um 20-25 prósent. Nú er þessi lækkun orðin að veruleika, en hún gerist ári of […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is