Föstudagur 26.05.2006 - 19:45 - Ummæli ()

Kortéri fyrir kosningar

Nú kortéri fyrir kosningar er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson standi með pálmann í höndunum. Kannski nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í Reykjavík, en fylgi hans ætti að verða svo mikið að hann getur kippt einhverjum hinna flokkanna upp í til sín- að undanskilinni Samfylkingunni sem af einhverjum óskiljanlegum orsökum útilokar samstarf […]

Fimmtudagur 25.05.2006 - 21:27 - Ummæli ()

Da Vinci Code, skólagjöld, bílastæði

Það var kannski borin von að hægt væri að gera mynd eftir Da Vinci Code, bók sem byggir á kenningu sem er nánast samhengislaust þrugl, en tekst þó á einkennilegan hátt að vera spennandi. Kirkjan þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu – mýstíkin í bók Dans Brown verður svo gegnsæ í kvikmyndinni að […]

Miðvikudagur 24.05.2006 - 19:52 - Ummæli ()

Bankarnir elska þig ekki

Ég hef áður skrifað um það á þessari síðu hversu kapítalið er laust við að vera þjóðhollt – öfugt við það sem margir virðast halda og öfugt við það sem sagt er í auglýsingum. Bankarnir þykjast vera vinir okkar en þegar nánar er að gáð halda þeir úti lánastarfsemi sem er ekki annað en óforskammað […]

Þriðjudagur 23.05.2006 - 20:58 - Ummæli ()

Símhleranir, skoðanakannanir, atkvæðaveiðar

Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur skrifar skynsamlega grein um símhleranir á póstlistann Gammabrekku. Þar segir hann að merkilegt sé að ekki séu neinar upplýsingar um símhleranir á árunum eftir 1968. Þýðir þetta að þá voru engir símar hleraðir – eða kannski að starfseminni var haldið leyndri? Eftir 1968 fór verulega að hitna í kolunum. Styrmir Gunnarsson […]

Mánudagur 22.05.2006 - 19:18 - Ummæli ()

Kosningar – hvað er í spilunum?

Dagarnir eftir kosningarnar gætu orðið spennandi hér í Reykjavík – það er ef Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ekki hreinan meirihluta. Hér í borginni er engin hefð fyrir stjórnarmyndunarviðræðum – við höfum engan forseta til að útdeila umboði til stjórnarmyndunar. Því gæti ríkt hálfgerður glundroði dagana eftir kosningarnar – allir tala við alla, gengur á með boðum og […]

Sunnudagur 21.05.2006 - 21:16 - Ummæli ()

Evróvisionokur, bílastæðismi, flugvöllur, fjöldasöngur

Símtalið í Evróvision kostaði 99.90 íslenskar krónur. Í Þýskalandi kostaði það 0.20 evrur – sirka 18 krónur íslenskar. Í Bretlandi kostaði það 25 pens – 35 íslenskar krónur. Í Noregi kostaði það 5 krónur – 50 kall íslenskan. Í Svíþjóð var verðið svipað, 5,20 sænskar – það er líka svona 50 krónur. Í Danmörku kostaði […]

Laugardagur 20.05.2006 - 13:06 - Ummæli ()

Kofahöfuðborg heimsins

Þessi grein birtist í DV 26. febrúar 2004, ég set hana hér inn vegna þess að umræða um Laugaveginn er aftur komin á flug í aðdraganda kosningabaráttunnar – og er alveg jafn rugluð og áður. Ég hef verið að reyna að halda þræði í umræðunni um Laugaveginn. Hún fór vitlaust af stað og hefur ekki […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is