Þriðjudagur 31.10.2006 - 18:29 - Ummæli ()

Nauðsyn þess að endurnýja

Ekki verður annað séð en að niðurstöðurnar úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins séu stórkostleg áskorun til Samfylkingarinnar um að endurnýja á framboðslistum sínum. Því eins og gamall sjálfstæðismaður sagði við mig lýsir af Guðfinnu Bjarnadóttur á lista Sjálfstæðisflokksins og Illugi Gunnarsson er líka mikið efni, kannski mesti framtíðarmaðurinn í flokknum. Andspænis þessu þarf Samfylkingin að hugsa sinn […]

Mánudagur 30.10.2006 - 21:55 - Ummæli ()

Þorir meðan aðrir þegja

Ég get ekki séð mikið óeðlilegt við að Ekstrablaðið danska fjalli um íslenska kapítalista. Má vera að þetta sé ekkert ofboðslega vandað – en þetta er jú blaðið sem bjó til slagorðið Þorir meðan aðrir þegja. Frekar að þetta afhjúpi ódöngun íslenskra fjölmiðla sem hafa mestanpart látið eiga sig að fjalla um nýja auðvaldið á […]

Mánudagur 30.10.2006 - 10:00 - Ummæli ()

Að loknu prófkjöri

Ekki er alveg nákvæmt hjá Birni Bjarnasyni að ég hafi talið að sömu örlög myndu bíða hans og Geirs Hallgrímssonar – að hann myndi fá slíka útreið í prófkjörinu að hann hrapaði niður listann. Hins vegar nefndi ég einhvers staðar að slíkt gæti verið möguleiki. Ég leyfði mér hins vegar að spá Guðlaugi Þór sigri. […]

Föstudagur 27.10.2006 - 19:09 - Ummæli ()

Sjálfstæðisflokkurinn breytir um ham

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík er alltaf fjör. Því hvað sem verður um flokkinn sagt, þá er hann eina raunverulega fjöldahreyfingin í íslenskri pólitík. Það þykir lélegt ef ekki mæta fleiri en tíu þúsund manns til að kjósa. Prófkjörin hafa líka stundum verið dramatísk – hrikalegust voru átökin auðvitað þegar sjálfur formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, […]

Fimmtudagur 26.10.2006 - 13:18 - Ummæli ()

Grænir skattar og Chelsea traktorar

Kannski eru loftslagsbreytingar aðalmálið? Í nýrri skýrslu, sem er samin af fyrrum aðalhagfræðingi Alþjóðabankans, segir að hlýnun jarðar muni valda heimskreppu. Hún verði svo djúp að jafnast á við það sem gerðist 1929 og í tveimur heimstyrjöldum. Hér í Bretlandi er Íhaldsflokkurinn meira að segja að verða meðvitaður um þetta. David Cameron lætur taka myndir […]

Miðvikudagur 25.10.2006 - 12:55 - Ummæli ()

Um hvað á pólitíkin að snúast?

Ég veit ekki alltaf hvort það er gaman að vera kominn aftur heim og farinn að fjalla um pólitíkina hérna. En þetta er kosningavetur, svo þetta ætti að verða spennandi. En – um hvað á þetta allt að snúast? Er um eitthvað að ræða? Höldum við áfram með gatslitnustu umræðuefni síðustu ára, virkjunina við Kárahnjúka, […]

Þriðjudagur 24.10.2006 - 11:07 - Ummæli ()

Þvermóðska eða málefnaleg rök

Fékk þetta bréf í morgun frá kunningja mínum í London – þar sem ég sit reyndar sjálfur og set þetta inn á vefinn í lélegu netsambandi á Starbucks-kaffihúsi. Veður gott, um 15 stiga hiti, gengur á með skúrum, sýnist vera að birta til. Fórum í gær í St. James Park þar sem íkornarnir hoppa og […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is