Sunnudagur 31.12.2006 - 20:17 - Ummæli ()

Ekki blogg – gleðilegt ár

Nú þegar árið er að renna sitt skeið langar mig að taka fram að ég hef aldrei skrifað blogg. Sögu mína á internetinu má rekja til 1. febrúar árið 2000, sem er sirka fimm árum áður en bloggið var fundið upp. Þar af leiðandi get ég ekki verið bloggari. Ég hef skrifað á netið í […]

Laugardagur 30.12.2006 - 21:24 - Ummæli ()

Saddam hengdur, dapurt líf pólitíkusa, góður tími, Kryddsíld

Jónas Kristjánsson vitnaði um daginn í bókina The March of Folly eftir Barböru Tuchman. Mér hefur líka oft verið hugsað til þessarar bókar undanfarna mánuði og ekki síst í dag eftir aftöku Saddams Husseins. Tuchman skrifaði um hvernig heimska leiddi til glötunar í mörgum frægum styrjöldum fortíðarinnar, allt frá Trjóju til Víetnam. Heimskan ríður heldur […]

Föstudagur 29.12.2006 - 20:32 - Ummæli ()

Stækkun álversins, ræða útvarpsstjóra, aftaka Saddams

Ég á von á því að stækkun álversins í Straumsvík verði samþykkt. Nálægðin við álverið hefur náttúrlega verið mikilvæg fyrir Hafnarfjörð í gegnum tíðina. Þarna hafa mörg hundruð manns haft nokkuð vel launaða vinnu, ef fjölskyldur þeirra eru taldar með og margföldunaráhrifin má fullyrða að álverið hafi að nokkru leyti haldið uppi lífinu í Hafnarfirði. […]

Fimmtudagur 28.12.2006 - 16:42 - Ummæli ()

Davíð í pólitík, okurvextir, Dómínós

Samkvæmt þessu (sem ég var reyndar búinn að segja frá fyrir jól) og þessu er Davíð Oddsson ekki bara að káfa utan í pólitíkinni, hann er kominn á fullt í hana aftur. Hann viðrar ekki bara skoðanir á efnahagsmálum, heldur líka þróunaraðstoð, Evrópusambandinu og framboðinu til öryggisráðsins. Hvernig ætli þetta mælist fyrir hjá forystu flokksins […]

Miðvikudagur 27.12.2006 - 16:55 - Ummæli ()

Nýr lögreglustjóri, Gerald Ford, skattar

Nú les ég að Stefán Eiríksson, fyrrverandi skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, sé orðinn lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Þetta fór framhjá mér þegar ég var úti í sumar. Maður man aðallega eftir Stefáni sem aðalgaurnum í Falun Gong málinu hérna um árið. Þá fannst manni hann fara langt út fyrir verksvið sitt – eins og honum þætti sérstaklega mikið […]

Laugardagur 23.12.2006 - 20:09 - Ummæli ()

Gleðileg jól

Ég óska lesendum þessarar síðu gleðilegra jóla. Myndin sem fylgir með er ekki af gestum í Silfri Egils heldur jólasveinum og er teiknuð af Kára fjögurra ára. Hafið það gott yfir hátíðarnar.

Laugardagur 23.12.2006 - 00:27 - Ummæli ()

Útrásarvíkingar, Manuela, Dunkleosteus

Í stjórn Straums-Burðaráss sitja allir helstu útrásarvíkingarnir, Björgólfur Thor, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Eggert Magnússon. Það gefur mjög ákveðin skilaboð þegar þeir ákveða að skipta úr krónunni yfir í evrur. Davíð Oddsson er fjarskalega móðgaður yfir þessu, gat ekki leynt gremju sinni á blaðamannafundi á fimmtudag. Sagði að þótt fjármálastofnanir hefðu leyfi til að gera […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is