Laugardagur 30.06.2007 - 07:40 - Ummæli ()

Spennumynd

Það er hægt að ljúga flestu að börnum. Um daginn var í sjónvarpinu mynd eftir Rússann Tarkovskí. Andrei Rúblov. Fræg mynd, en afar hæg. Við sögðum Kára að þetta væri spennumynd. Hann horfði hugfanginn á hana. Síðan hefur hann verið að spyrja hvort séu nokkuð fleiri svona góðar spennumyndir í sjónvarpinu.

Laugardagur 30.06.2007 - 07:35 - Ummæli ()

Dýrðardagar

Á Folegandros búa að staðaldri um sex hundruð íbúar. Þeim fjölgar náttúrlega á sumrin. Ferðamennskan verður samt aldrei yfirþyrmandi – best er þó að reyna að forðast grískar eyjar seinnipartinn í júlí og mestanpart ágústmánaðar. Þá fer öll gríska þjóðin í sumarfrí. Hérna hittir maður sama fólkið aftur og aftur. Eleni er stórkostleg kona, arkitekt, […]

Föstudagur 29.06.2007 - 19:07 - Ummæli ()

Lótusinn

Í Odyseifskviðu er sagt frá lótusætunum. Þeir átu lótusinn og gleymdu öllu. Svona er lífið eiginlega hér á eyjunni. Annars er fullt tungl að koma yfir sjónhringinn. Nú getur maður farið að yrkja.

Fimmtudagur 28.06.2007 - 10:18 - Ummæli ()

Dýr fiskur

Í gær keypti ég þrjá fiska af karli sem kemur hérna upp í þorpið á morgnana og selur fisk. Þeir voru samanlagt 1,7 kíló, kostuðu 52 evrur. Ég kann ekki að nefna þessa fiska, Grikkir kalla þá Barbounia. Fiskur er dýr í Grikklandi. Hann er matur fyrir ríkt fólk. Vinkona mín hérna sem er aðeins […]

Fimmtudagur 28.06.2007 - 10:16 - Ummæli ()

Afríka, íhlutunarstefna og Kínverjar

Der Spiegel gaf út stórmerkilegt sérhefti um Afríku. Þarna eru ýmsar merkilegar spurningar. Til dæmis er spurt að hve miklu leyti ástandið í Afríku sé hvíta manninum að kenna? Í skoðanakönnun sem gerð var í álfunni nýskeð kom í ljós að íbúar hennar töldu Robert Mugabe þriðja merkasta afríkumanninn – í fyrsta sæti var Mandela. […]

Miðvikudagur 27.06.2007 - 16:47 - Ummæli ()

Skoskur Halldór

Tony Blair er að fara frá í dag.  Mér dettur ekki margt í hug að segja í því sambandi. En það sýnir hvað hann hefur verið öflugur að andstæðingur hans í pólitík, David Cameron, er lifandi eftirmynd hans í pólitísku tilliti – eins og snýttur út úr nefinu á Blair. Það segir sína sögu. Bretland […]

Miðvikudagur 27.06.2007 - 16:44 - Ummæli ()

Hitinn mikli

Á bílastæðinu við hótelið þar sem við dveljum halda til tvær kindur og stundum asni. Þetta er ósköp vinalegt en mikið hlýtur skepnunum að vera heitt. Hitabylgja gengur yfir austanvert Miðjarðarhafið. Í gær náði ég að sjá helminginn af sjónvarpsfréttatíma. Þar var ekki fjallað um neitt annað en hitann. Í Aþenu fór hann upp meira […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is