Þriðjudagur 31.07.2007 - 14:51 - Ummæli ()

Tyrkjagrýlan í Eyjum og Eyjahafinu

Það er merkilegt að fylgjst með deilum um póstmóderníska túlkun ungrar konu, Bryndísar Björgvinsdóttur, á Tyrkjaráninu. Greinin sem birtist í Lesbókinni beitir því viðhorfi að öll saga sé einhvers konar lygasagnir sem fólk segir sjálfu sér til að réttlæta stöðu sína og gerðir – þó ekki síst völd. Þannig hafi Tyrkjaránið verið notað til að […]

Þriðjudagur 31.07.2007 - 11:42 - Ummæli ()

Antonioni líka

Og Antonioni líka dáinn. Sama dag og Bergman! Ég ætla samt ekki að skrifa minningargrein um hann. Fáir menn hafa gert langdregnari myndir en Antonioni, þjakaðar af intellektúalisma áranna upp úr 1960 – á tíma nýju skáldsögunnar. Þá átti allt að vera mjög órætt; persónurnar máttu helst ekki heita neitt. Þær vöfruðu bara um. Með […]

Þriðjudagur 31.07.2007 - 08:55 - Ummæli ()

Rammaskalli

Nú sé ég að Rammaskalli er dáinn í hárri elli. Hann þótti einhver fyndnasti maður á Íslandi, sonur Árna prófasts, þess eina og sanna sem Þórbergur skrifaði um – faðir snillinganna Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona. Einhver góður blaðamaður þyrfti að taka sig til og skrifa um þennan mann og innrömmunarverkstæðið hans í Bergstaðastrætinu. Það var […]

Þriðjudagur 31.07.2007 - 08:26 - Ummæli ()

Varúð leiðindi!

Mitt í gúrkunni fer nú í hönd einhver leiðinlegasti tími í fjölmiðlum á Íslandi, þegar blöð, útvarp og sjónvarp keppast við að birta upplýsingar upp úr álagningaskrám. Nú fær maður að vita nákvæmlega hvað náunginn fær í laun. Allir fjölmiðlarnir munu birta sömu upplýsingar um sömu menn. Þetta er  meira að segja gefið út í […]

Mánudagur 30.07.2007 - 21:35 - Ummæli ()

Pólitískir fangar á Íslandi?

Eða það segir Saving Iceland: „The Icelandic government and ALCOA are beginning to line up political prisoners with their repression of protests against the heavy industry policy. A twenty three year old British Saving Iceland activist who was arrested today on the action against Rio Tinto-Alcan, has been imprisoned for eight days.“ Eða kannski eins […]

Mánudagur 30.07.2007 - 15:53 - Ummæli ()

Thatcher bolurinn

Ég var að taka til í fataskápnum mínum. Fann meðal annars Bob Marley bol. Ég gaf fimmtán ára frænda mínum hann. Ég fann líka Margrétar Thatcher bol. Ég gaf frænda mínum hann líka. Hann er að byrja í Hamrahlíð í haust. Fólk í Hamrahlíð hefur alltaf verið mjög vinstri sinnað. Það myndi fíla Marley bolinn. […]

Mánudagur 30.07.2007 - 10:08 - Ummæli ()

Bergman

Mér er það sérlega minnisstætt þegar ég sá Sjöunda innsiglið í – af öllum stöðum – Sjónleikarahúsinu í Færeyjum og fylltist angist yfir dauðanum, bæði vegna Bergman myndarinnar sem fjallar um riddara sem teflir skák við dauðann og þunglyndislegs andrúmsloftsins á eyjunum. Þessi allegóría um dauðann eldist vel – með ótrúlega fallegum ungum Max von […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is