Mánudagur 30.07.2007 - 00:17 - Ummæli ()

Sál fótboltans í háska

Útlendingar eru að gleypa enska fótboltann, sumir í meira lagi vafasamir. Níu úrvalsdeildarlið eru í eigu erlendra bisnessmanna. Þeir hafa engin tengsl við samfélögin þar sem liðin eiga heima – allt snýst þetta um sjónvarpsréttindi um víða um veröld, peninga, áhrif og útblásna sjálfsmynd eigendanna. Eigendurnir eru meðal annars menn eins og oligarkinn Roman Abramovits […]

Sunnudagur 29.07.2007 - 16:50 - Ummæli ()

Úbbs

Gordon Brown mætir smjaðrandi til Washington að hitta Bush. Nú fer fylgið við hann að minnka. Sannið til.

Sunnudagur 29.07.2007 - 12:53 - Ummæli ()

Mogginn og heimurinn

Mogginn getur ekki hætt að kvarta undan því að Ingibjörg Sólrún skuli hafa farið til Miðausturlanda – að skipta sér af einhverju sem okkur kemur ekki við. Að vísu er hafið undarlegt sáttaferli í Staksteinum sem felst í því að bjóða hingað sinfóníuhljómsveit ungmenna frá Ísrael og Palestínu undir stjórn meistara Daníels Barenboim. Það gæti […]

Sunnudagur 29.07.2007 - 06:48 - Ummæli ()

Saving Iceland keyra inn í hús

Þetta er alveg stórkostlegt. Og bíllinn fullur af gaskútum – búinn til úr áli að hluta til. Hvað næst hjá þessum ötula hópi?

Laugardagur 28.07.2007 - 20:31 - Ummæli ()

Viljum við hafa millilandaflugvöll í Miðbænum?

Þorsteinn Pálsson skrifar ágætan leiðara um Reykjavíkurflugvöll – eiginlega það fyrsta af viti sem maður hefur séð um það mál í langan tíma. Þorsteinn veltir því fyrir sér hvort flugvöllurinn sé í auknum mæli að verða millilandaflugvöllur. Flug á einkaþotum um völlinn fer vaxandi (ferðamáti sem ber ekki að hvetja til) og einnig hefur verið […]

Laugardagur 28.07.2007 - 14:12 - Ummæli ()

Mikið – vill meira

Kaupþing hækkar vexti á húsnæðislánum. Þeir verða 5,95 prósent – sem er rosalega mikið fyrir fólkið sem þarf að borga af slíku láni. En bankann munar kannski ekki mikið um það. Röksemdafærslan er svohljóðandi: “Vaxtabreyting þessi er tilkomin vegna þess mikla munar sem myndast hefur á óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum í kjölfar lækkandi verðbólgu og […]

Laugardagur 28.07.2007 - 09:38 - Ummæli ()

Hugleiðingar í húsdýragarðinum

Við Kári fórum í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn í gær. Það var fínt. Ég var samt að velta fyrir mér hvort einhver auðkýfingurinn gæti ekki slett nokkrum milljörðum í að gera garðinn flottari. Sumt þarna er komið dálítið til ára sinna. Í staðinn fengi hann auðvitað styttu af sér í garðinum og ævarandi þakklæti barna og […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is