Föstudagur 31.08.2007 - 23:10 - Ummæli ()

Smá viðbót

Ég segi hér að neðan að það sé mikill missir að Þóru Kristínu. Ef ég réði fjölmiðli væri hún meðal þeirra fyrstu sem ég vildi fá í vinnu. En ég held að það sé ekki rétt að hún sé rekin út af pólitík eða vegna þess að hún er kona. Ég hygg líka að enginn […]

Föstudagur 31.08.2007 - 21:53 - Ummæli ()

Fúsk

Makalaust hvað maður er að heyra mikið um svindl og slúbbertahátt í byggingariðnaði. Hér eru ný dæmi úr útvarpsfréttum. Að auki hef ég nýskeð heyrt um svipuð mál á Völlunum í Hafnarfirði og frá Skúlagötunni í Reykjavík. Í báðum tilvikum eru málaferli í uppsiglingu. Þetta virðist vera orðið landlægt. Kannski er gott að ég var […]

Föstudagur 31.08.2007 - 17:28 - Ummæli ()

Þóra Kristín

Þetta held ég að séu mistök. Þóra Kristín er einhver besta frétta- og blaðakona landsins. Það veit ég eftir að hafa starfað með henni gegnum árin. Hún er vel að sér um pólitíkina og þjóðlífið – nokkuð sem blaðamaður nær ekki nema með margra ára reynslu. Maður þjálfar ekki einhvern nýgræðing upp í að taka […]

Föstudagur 31.08.2007 - 17:00 - Ummæli ()

Alveg hroðalegt

Þetta er einhver heimskulegasta grein sem ég hef lesið. Hugsa sér að sé hægt að setja svona á prent. Um daginn hitti ég mann sem rekur arkitektastofu. Hann sagði að eitt sinn hefðu ungir arkitektar sem sóttu um vinnu hjá honum spurt hver væri stefna stofunnar, hvað hún hefði gert, hvaða verkefni væru framundan. Nú […]

Föstudagur 31.08.2007 - 10:46 - Ummæli ()

Styrmir á förum

Styrmir Gunnarsson er fæddur 27. mars 1938. Hann verður semsagt sjötugur í vetur. Morgunblaðið hefur verið hart á því að starfsmenn þess láti af störfum þegar þeir eru komnir á aldur. Það er semsagt líklegt að þeir á Mogganum séu farnir að skima eftir ritstjóra til að taka við Styrmi. Manni finnst Ólafur Stephensen vera […]

Föstudagur 31.08.2007 - 06:51 - Ummæli ()

Ill meðferð menningarverðmæta

Í fyrri pistli vakti ég athygli á því að hætta væri á að Reykjavíkurapóteki gamla yrði breytt í næturklúbb. En það er með öðrum hætti að þessu fornfræga húsi er lítill sómi sýndur. Sveinn Birkir Björnsson, ritstjóri Grapevine, sendi mér þessa mynd. Þarna má sjá höggmynd, gerða af sjálfum Einari Jónssyni, mesta myndhöggvara Íslands. Fyrir […]

Fimmtudagur 30.08.2007 - 17:06 - Ummæli ()

Fíklar og hobbídópistar

Það er engin leið að skella skollaeyrunum við því sem kallað er „vandi Miðbæjarins“. Það er ekki rétt hjá Fréttablaðinu sem segir að vandinn sé „góðkynja“. Sannleikurinn er því miður miklu nær því sem Mogginn er að lýsa. Kannski er sóðaskapurinn einna verstur. Hann ber nefnilega vott um virðingarleysi fyrir umhverfinu – af þessu hugarfari […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is