Sunnudagur 30.09.2007 - 22:07 - Ummæli ()

Að hneyksla

Það er voða fátt sem gengur fram af fólki núorðið. En það má samt reyna samkvæmt gamla kjörorðinu: Épater la bourgeoisie! Íslenskur listamaður gerði heiðarlega tilraun í þessu efni í Kastjósinu í kvöld þegar sýndar voru myndir þar sem hann pissar upp í sjálfan sig. Dugir það til að hneyksla okkur smáborgarana?

Sunnudagur 30.09.2007 - 18:54 - Ummæli ()

Byggðastyrkir

Kristinn H. Gunnarsson kvartar yfir því að greiddir verði styrkir til þeirra sem vilja flytja burt úr plássum þar sem er enga atvinnu að hafa. Ég sé ekki neitt að þessu – nema hvað styrkfjárhæðin er of lág. Björgvin Valur á Stöðvarfirði hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að það sé spurning um að […]

Sunnudagur 30.09.2007 - 16:00 - Ummæli ()

Gasprið?

Er ég að skilja vin minn Andrés rétt? Ef Viðskiptablaðið eða RSE tala um evruna er það ekki gaspur. En ef einhverjir aðrir tala um hana þá er það gaspur.

Sunnudagur 30.09.2007 - 14:05 - Ummæli ()

Skyldulesning

Í enga grein er meira vitnað þessa helgina en lítið greinarkorn sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Það er eftir Andrés Magnússon – ekki sjálfstæðismanninn dygga – heldur mann sem er kynntur með því að hann hafi verið búsettur í Noregi í tólf ár og tekið húsnæðislán þarlendis og hérlendis. Ég tek mér það bessaleyfi […]

Sunnudagur 30.09.2007 - 12:41 - Ummæli ()

Að brjóta land undir auðn

Í Blaðinu er haft eftir Yoko Ono, samkvæmt AP frétt, að hún vilji að plantað verði trjám við friðarsúluna í Viðey. Blaðið ber þetta undir forstöðukonu Höfuðborgarstofu. Það er greinilegt að kemur nokkuð fát á hana. Hún ber þetta til baka. Það stendur ekki til að hrófla við landslaginu í Viðey. En auðvitað eru þetta […]

Sunnudagur 30.09.2007 - 10:17 - Ummæli ()

Línan og gasprið

Sjá þetta. Gasprið hefur annars ekki síst komið fram á þessum vettvangi hérna og hérna. „E pur si muove!“

Sunnudagur 30.09.2007 - 07:43 - Ummæli ()

Lífsgæðakönnun Economist

Það er makalaust hvað gamla fátæktarbælið – land drykkjusjúklinga, kaþólskrar kúgunar og almennrar óhamingju – spjarar sig vel í þessari könnun. Það er ekki langt síðan að íbúar Írlands voru enn að flýja landið – hver forðaði sér sem betur gat. Ísland er í sjöunda sæti. Almennt virðist vera betra að búa í litlum ríkjum […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is