Föstudagur 30.11.2007 - 23:06 - Ummæli ()

Sigurður músarbani?

Kári og vinir hans voru í Sigurðar fáfnisbansleik í leikskólanum. Jóvan var drekinn, Matti var vondi kóngurinn, en þeir fengu enga stelpu til að leika drottninguna. Svanhildur var beðin um það en hún hafði ekki áhuga. Jóvan lenti í því að vera stunginn með spýtu. Honum fannst að verið væri að meiða sig og var […]

Föstudagur 30.11.2007 - 20:42 - Ummæli ()

Heilbrigðisvandinn

Vinkona mín ein sem vinnur á Landspítalanum notaði eftirfarandi orð um fjárhagsástandið þar: „Þetta er eins og ef þú sendir Kára út í búð til að kaupa eitthvað sem kostar hundrað krónur. Samt læturðu hann bara hafa áttatíu krónur. Hvernig á hann að brúa muninn?“ Fjárveitingarnar eru ekki í samræmi við væntingarnar sem eru gerðar […]

Fimmtudagur 29.11.2007 - 18:55 - Ummæli ()

Er Samfylkingin hin nýja Framsókn?

Samfylkingin hefur styrkt stöðu sína og situr ekki bara í ríkisstjórn heldur stjórnar líka í helstu bæjarfélögum, Sjálfstæðisflokkurinn er ringlaður eftir byltinguna í Reykjavík, Framsókn er glöð að geta aftur farið að tala illa um íhaldið en Vinstri grænir hafa eignast leiðtogaefni… (Greinin birtist í nóvemberhefti tímaritsins Ísafoldar.) Mest spennandi samsæriskenning sem nú er uppi […]

Fimmtudagur 29.11.2007 - 16:38 - Ummæli ()

Karlahornið

Ef ég get hugsað mér einhverjar aðstæður sem eru niðurlægjandi þá er það að húka í karlahorninu í Hagkaup framan við enska boltann meðan konan gerir innkaupin. Svo kemur annar karl inn í krókinn. „Blessaður.“ Og svo húkum við þarna saman í vandræðalegri þögn. Talandi um staðalímyndir.

Fimmtudagur 29.11.2007 - 16:36 - Ummæli ()

Skörin færist upp á bekkinn

Fyrst voru það teiknimyndir í dönsku blaði. Nú er það bangsinn sem fékk nafnið Múhammeð. Það er líflátssök. Eigum við að sýna þessu skilning? Niðurstaðan úr skopmyndamálinu var sú að ekki mætti ögra trúartilfinningum múslima, enda væru þær svo ofurviðkvæmar.

Fimmtudagur 29.11.2007 - 10:35 - Ummæli ()

Skemmtilegast að versla

„Pabbi, það er mikið verið að plata mann með þessari auglýsingu – Hagkaup, þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla.“ „Finnst Íslendingum ekki skemmtilegast að versla í Hagkaup?“ „Nei.“ „Af hverju ekki?“ „Það er svo stór búð.“ „Hvar finnst Íslendingum þá skemmtilegast að versla?“ „Í Þingholti.“

Fimmtudagur 29.11.2007 - 01:55 - Ummæli ()

Fussumsvei

Ekki sé ég eftir skattpeningum í heilbrigðismálin. Ég veit að þar vantar uppá. En 409 milljónir í viðbót til Alþingis frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Þar af 99 milljónir til aðstoðarmanna fyrir þingmenn. Það finnst mér vera óvirðing við þá sem borga – hina skattpíndu þjóð. Má minna á að nú […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is