Mánudagur 31.12.2007 - 10:59 - Ummæli ()

Þeir hættu

Við fjölskyldan höfum dvalið nokkuð mikið í Berlín síðustu ár, farið víða um borgina. Sögu Berlínar hefur borið nokkuð oft á góma í samtölum mín og Kára. Hann veit til dæmis að kommúnistar reistu þar múr. Og að áður réðu þar nasistar. Um daginn rifjaðist þetta upp fyrir okkur og ég spurði Kára hvað hefði […]

Sunnudagur 30.12.2007 - 11:59 - Ummæli ()

Olíuhreinsunarstöð

Það er hart tekist á um olíuhreinsunarstöð vestur á fjörðum. Margir hafa tekið hugmyndinni um að reisa hana eins og þetta sé hrein fásinna. Samt er það svo að olíuhreinsunarstöðvar eru víðs vegar um heiminn – og í flestum löndum Evrópu eins og sjá má á þessum lista. Án þess að ég sé sérstaklega að […]

Sunnudagur 30.12.2007 - 08:18 - Ummæli ()

Stórt áramótasilfur í dag

Hallgrímur Helgason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ómar Ragnarsson, Össur Skarphéðinsson, Guðrún Ásmundsdóttir, dr. Gunni, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Baldursson, Kristinn H. Gunnarsson, Sóley Tómasdóttir, Björk Jakobsdóttir, Andri Freyr Viðarsson, Lýður Árnason, Björn Ingi Hrafnsson, Sigrún Davíðsdóttir, Jón G. Hauksson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Björgvin Valur Guðmundsson, Stefán Pálsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Pawel […]

Laugardagur 29.12.2007 - 15:01 - Ummæli ()

Færeyskar krónan

Hugmyndir um að taka upp svissneska frankann hljóma eins og rugl. Eins og ég hef áður bent á er færeyska krónan miklu betri kostur.

Laugardagur 29.12.2007 - 14:58 - Ummæli ()

Ráðherravín

Ef ég væri í stjórn Landsbankans myndi ég fara að leita að sökudólgi. Sá sem sendir ráðherrum í ríkisstjórn kassa af áfengi að gjöf hlýtur að vera algjörlega skyni skroppinn. Og ráðherrarnir hljóta að senda vínið hið snarasta til baka. Þeir mega undir engum kringumstæðum þiggja svona gjafir.

Föstudagur 28.12.2007 - 21:41 - Ummæli ()

Biskupinn

Einn vandinn við biskupinn yfir Íslandi er hvað hann talar oft óskýrt. Hann vill sjálfsagt reyna að tala djarfmannlega, en þorir það samt ekki. Það eru til dæmis þessi orð hans um að verið sé að ræna karlmenn karlmennskunni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað hann er að fara. Ekki […]

Föstudagur 28.12.2007 - 21:31 - Ummæli ()

Völvur

Ég er ekki alveg að fatta þetta með völvuspárnar. Finnst einhverjum gaman að þessu? Þetta er eins og að vera kominn aftur á sjötta áratuginn þegar hér var algjört fásinni og Fálkinn og Vikan börðust um lesendurna.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is