Fimmtudagur 31.01.2008 - 23:17 - Ummæli ()

Frostrósir

Eitthvert fyrsta leikritið sem var sýnt í sjónvarpinu – á tíma sjónvarpsleikritanna – var Frostrósir. Mig minnir að það hafi verið eftir Jökul Jakobsson. Eins og gjarnt var um sjónvarpsleikritin var þetta mjög hægt; mig rámar í stúlku sem horfði á frostrósir í glugga, strauk svo fingrum yfir þær. Þunglyndislegt. Það lá við uppreisnarástandi í […]

Fimmtudagur 31.01.2008 - 22:15 - Ummæli ()

Góður Gísli

Borgarfulltrúinn talar af hreinskilni og þekkingu á skipulagsmálum. Við byggð í Vatnsmýri og Örfirisey hefði ég viljað bæta brú yfir á Álftanes – meiri byggð þar – bættum tengslum við Hafnarfjörð og Suðurnesin. Það er nefnilega svo að landrými hérna er ekki ótakmarkað ólíkt því sem sumir virðast halda.

Fimmtudagur 31.01.2008 - 19:06 - Ummæli ()

Spilltir menn

Þetta er blöskranlegt.

Fimmtudagur 31.01.2008 - 16:54 - Ummæli ()

Steinsteypuklassík, bárujárnsrómantík eða póstmódernismi

Í athugasemdakerfinu hér hafa spunnist nokkuð góðar umræður í framhaldi af pistli sem ég skrifaði um húsafriðun – og hvort hún væri ef til vill krafa um að byggt yrði með ákveðnum gamaldags hætti í Miðbænum. Þetta er umræða sem maður vildi sjá fleiri arkitekta (og jafnvel stjórnmálamenn) taka þátt í.

Fimmtudagur 31.01.2008 - 09:27 - Ummæli ()

Faulkner

Eiríkur Guðmundsson er að flytja röð þátta um William Faulkner í útvarpið. Það er hið besta mál. Þetta var stórmerkilegur rithöfundur og ég held hann eigi frekar erfitt uppdráttar núorðið. Altént hef ég ekki séð að hann sé sérlega mikið nefndur. Þegar ég gekkst upp í að vera mikill bókmenntamaður í menntaskóla var Faulkner í […]

Fimmtudagur 31.01.2008 - 00:01 - Ummæli ()

Ég þoli ekki…

Ég þoli ekki matardiska sem eru þannig að ískrar í þeim undan hnífapörunum. Ég get ekki horft á myndir með John Malkovich. Ég læt fara í taugarnar á mér þegar íþróttafréttamenn segja að eitthvað sé „ótrúlegt“. Ég slekk á útvarpinu þegar kemur lag með Tom Waits. Ég verð lasinn ef ég borða ostrur, en mér […]

Miðvikudagur 30.01.2008 - 20:02 - Ummæli ()

Vanþakklátir smáfuglar

Við Kári tókum okkur til og fengum fullan poka af brauðmylsnu í bakaríinu niðri í Lækjargötu í anda gamla góða mottósins – „gleymið ekki smáfuglunum“. Stráðum henni svo snyrtilega í garðinn hjá okkur og höfum verið að bíða eftir því að litlir sætir bíbíar komi og gæði sér á mylsnunni. Enginn fugl hefur enn látið […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is