Föstudagur 29.02.2008 - 18:05 - Ummæli ()

Botn

Níu prósent landsmanna segjast bera traust til borgarstjórnarinnar í Reykjavík. Þarna er allavega fundinn botn.

Föstudagur 29.02.2008 - 15:12 - Ummæli ()

Valdamikil Ásta

Frami Kjartans Magnúsonar er allnokkur, en hann hefur verið lengi að vinna sér inn fyrir honum – Kjartan er á þriðja tímabili sínu í borgarstjórn og nú orðinn stjórnarformaður bæði OR og REI fyrir utan að vera formaður menningar- og ferðamálanefndar. Ásta Þorleifsdóttir er hins vegar eins og raketta. Hún var ekki einu sinni í […]

Föstudagur 29.02.2008 - 14:28 - Ummæli ()

Fangaflutningar

Nú má vera að með í fangaflutningum Bandaríkjamanna hafi verið einhverjir menn sem höfðu lítið til saka unnið. En þarna eru líka harðsvíraðir glæpamenn, ofstækismenn, terroristar sem stafar stórkostleg hætta af. Heimurinn er eilítið betri staður af því þeir náðu ekki að hrinda ofbeldsverkum sínum í framkvæmd. Nú síðast voru gómaðir sex ætlaðir hryðjuverkamenn í […]

Föstudagur 29.02.2008 - 09:59 - Ummæli ()

Bifröst

Fyrst varð Bifröst samfylkingarbæli og svo varð það eiturlyfjabæli. Jónas hlýtur að snúast í gröfinni.

Föstudagur 29.02.2008 - 09:36 - Ummæli ()

Nálgast hættumörk

Ég ætla ekki að fara að breyta þessu í viðskiptasíðu, en ef menn skoða línuritið sem er frá því í morgun og bera það saman við línurit sem birtist með færslu í gær sjá þeir hversu hratt skuldatryggingarálagið á bankana íslensku hækkar.

Föstudagur 29.02.2008 - 07:50 - Ummæli ()

Glatt á hjalla í Brussel

Yfir 900 manns á menningarhátíð í Brussel segir á vef Viðskiptablaðsins. Svo rýnir maður í myndirnar og sér að þetta eru fyrst og fremst kunnugleg andlit ofan af Íslandi. Hefði ekki verið nær að halda hátíðina á Ölstofunni? Annars minna svona hátíðir mig alltaf á þegar ég var í flugvél á leið til Lundúna um […]

Föstudagur 29.02.2008 - 00:01 - Ummæli ()

Manassas

[youtube=http://youtube.com/watch?v=PlNT5w7Mjmo] Ég sá að Árni Matthíasson var að minnast hinnar ágætu hljómsveitar Manassas í Morgunblaðinu um daginn. Var kominn tími til. Hér er ágætt lag með sveitinni – fremstur í flokki er Stephen Stills, en þarna er líka Chris Hillman sem var í þeirri stórmerku hljómsveit Byrds.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is