Mánudagur 31.03.2008 - 19:58 - Ummæli ()

Gátan ráðin

Í viðtali við sjónvarpið í kvöld var borgarstjórinn ekki í vafa um hver bæri ábyrgð á ófremdarástandinu í miðbæ Reykjavíkur: Framsóknarflokkurinn!

Mánudagur 31.03.2008 - 18:55 - Ummæli ()

Samsæri í Norður-Atlantshafi

Sjálfur Paul Krugman er farinn að skrifa um Ísland. Við erum fræg!

Mánudagur 31.03.2008 - 15:58 - Ummæli ()

New Statesman um mansal og hlýnun jarðar

Það er oft hressandi að lesa greinar sem ganga gegn rétttrúnaði í samtímanum. Hér eru tvær af vef hins vinstrisinnaða tímarits New Statesman. Þetta er tímarit sem var feiki áhrifamikið á sinni tíð, átti niðurlægingarskeið en hefur nú aðeins rétt úr kútnum. Ég las það í flugvél á leið til Íslands um daginn og fannst […]

Mánudagur 31.03.2008 - 12:19 - Ummæli ()

Ólafur F og Kristján Möller ná saman

Þessi samgöngumiðstöð er ekki boðleg meðan óvissa ríkir um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er líka fals að kalla það samgöngumiðstöð: Þarna verður aldrei miðstöð fyrir strætisvagna og það er heldur ekkert vit í því að stefna langferðabílum á þennan stað. Þetta er auðvitað ekki annað en flugstöð. Hví að byggja flugstöð fyrir flugvöll sem kannski verður […]

Mánudagur 31.03.2008 - 09:39 - Ummæli ()

Kjúklingar og kindur

Verði á kjúklingum er haldið uppi á Íslandi til að verja framleiðslu á kindakjöti. Þetta kann að horfa einkennilega við. Sauðfé fer um fjöll á sumrin og bítur gras. Kjúklingar alast upp í óhugnarlegum verksmiðjum. Ég var á Spáni um daginn og sá að kílóið af kjúklingabringum kostar víðast 3-4 evrur. Innan við fimm hundruð […]

Mánudagur 31.03.2008 - 00:43 - Ummæli ()

Þegar Rod var snillingur

Ég las í blaði að söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson væri farinn að skarta hárgreiðslu eins og Rod Stewart var með upp úr 1970. Í mínu ungdæmi prófuðu ýmsir svona hárgreiðslu. Daníel sagðist líka vera að hlusta á plötur með Rod frá þessu tímabili. Margir hafa sopið hveljur þegar ég hef sagt þeim að Rod Stewart […]

Sunnudagur 30.03.2008 - 22:39 - Ummæli ()

Tímanna tákn

Aðgangur bannaður að lánsfé.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is