Miðvikudagur 30.04.2008 - 21:23 - Ummæli ()

Deila hjúkrunarfræðinga

Í lítilli færslu í gær bað ég um útskýringar á deilu hjúkrunarfræðinga. Ég fékk mörg ágæt svör, en ég held að þetta frá Sigurði Viktori Úlfarssyni sé einna umhugsunarverðast. Það virðist vera alveg ljóst að kerfið sem unnið hefur verið eftir er einstaklega ógegnsætt – manni liggur við að segja spillt. Ég get ekki séð […]

Miðvikudagur 30.04.2008 - 15:49 - Ummæli ()

Varnaðarorð bankastjóra

Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir dapurlegt að ungt hæfileikafólk skuli leita í svo miklum mæli í störf í bönkum – í The City eins og það heitir á Englandi. King segir að ástæða þess sé fyrst og fremst hinir feitu bónusar – þeir hafi laðað unga fólkið að bönkunum – vonin um skjóttekinn gróða. King […]

Miðvikudagur 30.04.2008 - 11:05 - Ummæli ()

Evrópusambandið, afskiptasemi og stöðlun

Þórlindur Kjartansson er yfirleitt rökfastur maður. En þessi grein er dálítið ruglingsleg. Evrópusambandið hefur nákvæmlega ekkert gert til að draga úr þjóðareinkennum; frekar að það leitist við að styrkja jaðarmenningu. Þjóðabrot innan álfunnar hafa fundið sér skjól í ESB gegn stjórnvöldum í heimalandinu. Og fóstruríkið er síst minna á Íslandi en í Evrópu. Það er […]

Miðvikudagur 30.04.2008 - 10:22 - Ummæli ()

Bjarni, Nató og Mogginn

Morgunblaðið gefur í dag út aukablað um hinn stórmerka stjórnmálamann Bjarna Benediktsson. Bjarna verður líklega helst minnst fyrir inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið og fyrir að vera eindreginn talsmaður vestrænnar samvinnu. Nú er Mogginn hins vegar búinn að missa trúna á Nató; skrif blaðsins um hernaðarbandalagið minna á heitkonu sem hefur verið svikin í tryggðum.

Miðvikudagur 30.04.2008 - 07:24 - Ummæli ()

Bítskáld, íslenskir sjómenn og týndur Þórbergur

Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um bítskáld – frá Jack Kerouac til Dags Sigurðarsonar. Við segjum söguna af því þegar Þórbergur Þórðarson týndist og lögregla leitaði að honum. Ármann Jakobsson er í viðtali um nýja ljóðabók sína, Fréttir frá mínu landi, og fjallað verður um nýja og glæsilega bók sem ber nafnið Íslenskir sjómenn […]

Þriðjudagur 29.04.2008 - 21:16 - Ummæli ()

Skil ekki

Getur einhver útskýrt fyrir mér um hvað deila hjúkrunarfræðinga snýst? Á ég til dæmis að hafa meiri samúð með þeim en vörubílstjórum?

Þriðjudagur 29.04.2008 - 17:32 - Ummæli ()

Barátta Saddams gegn verðbólgunni

Nú er lagt hart að kaupmönnum að hækka ekki vörur sínar þrátt fyrir fall krónunnar. Saddam Hussein hafði á þessu ákveðið lag. Þegar verðhækkanir urðu á matvælamarkaði 1992 lét hann handtaka 42 kaupmenn – pour encourager les autres. Þeir voru svo fluttir í Abu Ghraib fangelsið og skotnir.

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is