Laugardagur 31.05.2008 - 08:54 - Ummæli ()

Condi og hugsjónirnar

Andrés Jónsson segir að farið hafi verið í Íraksstríðið vegna viðskiptahagsmuna og kaldrifjaðrar valdapólitíkur. Það er eiginlega ekki rétt. Neoconarnir sem heimtuðu stríðið voru þvert á móti hugsjónamenn. Þeir héldu að Írakar myndu fagna Bandaríkjaher og upp frá því yrði til ríki sem yrði útvörður lýðræðisins í Miðausturlöndum. Þaðan myndi lýðræðið svo breiðast út. Bandaríkjamenn […]

Föstudagur 30.05.2008 - 20:53 - Ummæli ()

Fallinn smákóngur

Þarna fauk maður sem fyrir löngu hefði átt að taka pokann sinn.

Föstudagur 30.05.2008 - 11:12 - Ummæli ()

Krít

Það er 27 stiga hiti og hér á Krít er slíkt blómahaf nú í maílok að ég hef aldrei séð annað eins. Ábyggilega besti tíminn til að koma hingað.

Fimmtudagur 29.05.2008 - 11:20 - Ummæli ()

Klerkar á villigötum

Prestarnir Svavar Alfreð Jónsson Baldur Kristjánsson virðast ekki átta sig á því að samkvæmt hugmyndum þeirra trúmanna sem eru ofsafengnastir í samtímanum eru trúin og stjórnmálin eitt: Svona er þetta í íslamismanum og svona er pólitíkin í framkvæmd í ríkjum eins og Saudi-Arabíu og Íran. Klerkar eru meðal æðstu leiðtoga ríkisins; það getur verið dauðasök […]

Fimmtudagur 29.05.2008 - 00:14 - Ummæli ()

Að eiga fyrir skuldunum

Nú ætlar þingið að samþykkja að tekið verði lán upp á allt að 500 milljarða króna. Vextir af því eru ansi álitleg fjárhæð. Ég geri ráð fyrir að þurfi að borga – á sama tíma og er mikill samdráttur í hagkerfinu. Banka- og fyrirtækjaútrásin hefur reynst glópagull. Flestum ber saman um að mörg útrásarfyrirtækjanna eigi […]

Miðvikudagur 28.05.2008 - 11:02 - Ummæli ()

Óþarft að biðjast afsökunar

Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki tilganginn með því að biðja afsökunar á atburðum sem urðu fyrir löngu. Símar vinstrimanna á Íslandi voru hleraðir í Kalda stríðinu – síðustu símhleranirnar sem nú er rætt um voru sumarið 1968. Allir sem stóðu að þessum hlerunum eru horfnir af vettvangi og flestir dánir. Hið sama […]

Miðvikudagur 28.05.2008 - 07:26 - Ummæli ()

Fjárfestir í Alfesca

Þetta skyldi þó ekki vera þýski bankinn Hauck & Aufhäuser?

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is