Mánudagur 30.06.2008 - 23:07 - Ummæli ()

Lótusætan

Ég sé í athugasemdum á síðunni að sumir skamma mig fyrir að vera á fjarlægri eyju meðan allt er í kalda koli á Íslandi. Það á reyndar eftir að versna svo ég fæ minn skammt af hörmungunum líka. En málið er að hér breytist maður í Λωτοφάγος. Lótusætu. Lótusæturnar koma fyrir í Oddyseifskviðu. Þær eru […]

Mánudagur 30.06.2008 - 11:59 - Ummæli ()

Kaldhæðnislegt

Það skyldi þó ekki vera að eftir allar deilurnar um virkjanir og álver – og náttúruverndarsinna sem verða sífellt ofstækisfyllri og vilja helst ekki láta nota neitt af orkulindum landsins – að þá verði það álið sem haldi okkur á floti í kreppunni?

Mánudagur 30.06.2008 - 11:53 - Ummæli ()

Ágreiningur um áherslur

Ólöf G hættir vegna ágreinings um áherslur segir Ólafur F. En er það ekki aðallega vegna hinnar hrikalegu frammistöðu borgarstjórans í fjölmiðlum hvað eftir annað? Sem hann kennir væntanlega öllum um nema sjálfum sér. Og kannski helst Ólöfu Guðnýju?

Mánudagur 30.06.2008 - 07:59 - Ummæli ()

Dæmigert

Hrikalega er þetta dæmigert íslenskt. Það eru haldnir náttúruverndartónleikar. Fjöldi fólks mætir. Eftir tónleikana er allt vaðandi í drasli – einkum áldósum.

Sunnudagur 29.06.2008 - 16:50 - Ummæli ()

Ábyrgð gagnvart hverjum?

Bankastarfsemi er nokkuð sérstök. Það þarf til dæmis ansi mikið til að fólk skipti um banka. Og margir treysta bönkum fyrir aleigu sinni. Maður kemst ekki undan því að laun manns eru lögð inn í banka – fæst fyrirtæki bjóða upp á þann möguleika að starfsmenn geti fengið kaupið í reiðufé. Fólk fær lánað fé […]

Sunnudagur 29.06.2008 - 09:42 - Ummæli ()

Úti að aka

Eru Andrés, Geir og félagar ekki úti að aka í gjaldmiðilsmálunum? Draumar um sameiginlega norræna mynt? Ha? Og órar um að við tökum upp dollarann? Eða eru þeir bara að tefja tímann?

Laugardagur 28.06.2008 - 05:30 - Ummæli ()

Nei, ekki litla Mykonos

Hér á eyjunni verður um helgina haldið brúðkaup ungmenna úr einhverjum auðmannafjölskyldum. Það drífur að fólk til eyjarinnar vegna þessa. Maður sér meira að segja fólk keyra um eina veginn hérna, þennan sem liggur milli tveggja enda eyjarinnar, á Porsche Cayenne. Einkenni á bænum eru þrjú lítil og einstaklega falleg torg, með kirkjum á milli. […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is