Færslur fyrir júlí, 2008

Fimmtudagur 31.07 2008 - 20:18

Lítil gleði í samstarfsflokknum

Fyrir mánuði skrifaði Össur iðnaðarráðherra undir viljayfirlýsingu við Alcoa um byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Nú kemur Þórunn umhverfisráðherra úr sama flokki og setur allan pakkann í umhverfismat í trássi við niðurstöðu Skipulagsstofnunar sem hafði úrskurðað að ekki þyrfti að meta umhverfisáhrif allra framkvæmdanna sameiginlega. Það veit enginn hvað þetta mun tefja málið mikið. […]

Fimmtudagur 31.07 2008 - 12:25

Afturgöngur

Að heyra að Magnús Skúlason sé kominn aftur í skipulagsráð er eins og að verða allt í einu var við afturgöngu frá gömlum tíma. Þ.e. frá tíma vinstri meirihlutans 1978-1982. Þá var Magnús mjög áhrifamikill maður í gegnum tengsl sín við Alþýðubandalagið sálugt. Helsta afrek þeirrar borgarstjórnar í skipulagsmálum var bygging útitafls í Lækjargötu. Mann […]

Fimmtudagur 31.07 2008 - 08:21

Mörgæsir

Grétar Mar þingmaður ætlar ekki að mæta í embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar á morgun. DV segir frá þessu í dag. Ástæðan er sú að hann á ekki kjólföt og tímir ekki að kaupa sér þau. Skiljanlega. Það er vond fjárfesting að kaupa kjólföt. Og það er leiðinlegt að leigja sér föt. Og þetta er asnalegur […]

Miðvikudagur 30.07 2008 - 22:58

Furðulegt viðtal

  Ólafur er sár fyrir hönd borgarbúa. Var Helgi Seljan þá að sýna borgarstjóraembættinu óvirðingu? Hefði ekki verið einfaldara fyrir Ólaf að svara bara spurningunum sem fyrir hann voru lagðar?

Miðvikudagur 30.07 2008 - 12:35

VG og ESB

Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir skrifa langa grein um Evrópusambandið í Morgunblaðið í dag. Þau auglýsa eftir „heildrænni“ umræðu um Evrópumál– hvernig sem hún er svo ólík þeirri umræðu sem fer fram þessa dagana. Er hún kannski óheildræn? Greinin er góðra gjalda verð – en í lokin bregður fyrir gamalkunnu óþoli gagnvart ESB. „Grautum […]

Miðvikudagur 30.07 2008 - 08:27

Smávegis til varnar geisladiskum

Ef það er eitt sem ég á erfitt að skilja þá er það eftirsjá eftir vínýlplötum. Þær rispuðust, söfnuðu á sig ryki og urðu skítugar, nálarnar á grammófónunum beygluðust og brotnuðu, oft voru plöturnar svo illa pressaðar að nálarnar skoppuðu upp og niður – alltént þoldu vínýlplötur illa álagið í partíum ungdómsára minna. Þó voru […]

Þriðjudagur 29.07 2008 - 17:57

Óbreyttur stuðningur?

Það er skilningur Bændasamtakanna – og þetta segjast þeir hafa eftir landbúnaðarráðherra – að heildarstuðningur við íslenskan landbúnað verði óbreyttur hvað sem kemur út úr Doha viðræðunum svokölluðu. Líklega meina þeir með þessu að formi styrkjanna verði bara breytt. Í fyrsta lagi: Er þetta stefna ríkisstjórnarinnar? Í öðru lagi: Tilgangurinn með Doha viðræðunum er aðallega […]

Þriðjudagur 29.07 2008 - 12:49

Kastljós sýknað

Það gat ekki farið öðruvísi en að Kastljósið yrði sýknað fyrir umfjöllun sína um ríkisborgararéttinn til handa dóttur Jónínu Bjartmarz. Hins vegar hafði siðanefnd Blaðamannafélagsins komist að þeirri niðurstöðu að þarna hafi verið framið alvarlegt brot. Sá úrskurður orkaði mjög tvímælis. Í honum var meðal annars tekið fram að umfjöllunin hafi síður átt rétt á […]

Þriðjudagur 29.07 2008 - 08:28

Þeim var ekki skapað nema að skilja

Ég minnist þess að stuttu eftir að Ólöf Guðný hafði tekið við embætti aðstoðarmanns borgarstjóra hafði ég boðið henni í Silfur Egils. Hún þáði. Stuttu fyrir þátt hafði hún samband og afboðaði sig. Þetta hefur gerst mjög sjaldan á löngum ferli þáttarins. Ég taldi víst að Ólafur F. hefði skipað henni að fara ekki. Það […]

Mánudagur 28.07 2008 - 23:38

Bankar úr landi?

Þetta eru athyglisverðar pælingar hjá gömlum skólabróður mínum úr Vesturbænum, Ívari Pálssyni. Ég linka á blogg hans, en tek mér líka það bessaleyfi að birta greinina í heild. Væri gaman að fá viðbrögð á þetta: Bankar úr landi? Væntanleg þjóðnýting ábyrgða bankanna á meðan þeir halda eignunum leiðir huga manns að því hvort við ættum […]

Eyjan Media ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is