Sunnudagur 31.08.2008 - 23:59 - Ummæli ()

London og hnattræn hlýnun

Lundúnabúar hafa ekki beinlínis verið fórnarlömb hlýnunar jarðar þetta sumar. Sumarið hefur verið með afbrigðum lélegt. En í gær var yndislega hlýtt og fallegt veður. Sumir sögðu mér að þetta væri besti dagur sumarsins. Í dag er aftur farið að rigna. Á forsíðu eins blaðsins sem ég sá í sjoppu stóð að það ætti að […]

Sunnudagur 31.08.2008 - 23:04 - Ummæli ()

Ofmetið fyrirbæri

Endalok Nyhedsavisen koma ekki mikið á óvart. Blaðaútgáfa er hvarvetna í vandræðum. Marga grunaði að ekki væri hægt að flytja hugmyndina bak við Fréttablaðið til útlanda þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér. Nyhedsavisen var samt að mörgu leyti prýðisblað, ágætlega skrifað og vel upp sett. En fjárhagsgrundvöllurinn var aldrei fyrir hendi. Nú heyrir […]

Sunnudagur 31.08.2008 - 22:04 - Ummæli ()

Pólitísk lík

Þarna fengu Repúblikanar ágætis átyllu til að sýna ekki hin pólitísku lík, George Bush og Dick Cheney. En Bush getur kannski ekki annað eftir að hafa endanlega tapað trúverðugleikanum þegar Katrín gekk yfir New Orleans fyrir þremur árum. Og svo er að koma í ljós að allt var rétt sem ég sagði um Söru Palin. […]

Sunnudagur 31.08.2008 - 13:20 - Ummæli ()

Móðursýki

Fjölmiðlar í Bretlandi virðast stefna að því að halda almenningi alltaf á barmi móðursýki. Svona var það í hinu sorglega máli stúlkunnar Madeleine McCann. Í síðustu viku var það Gary Glitter. Það eru óendanlegar fréttir um að hvað hann sé stórhættulegur og ógeðslegur. Í gær var skrifað í blöðunum um að hann ætti bara einn […]

Sunnudagur 31.08.2008 - 09:58 - Ummæli ()

Popúlismi

Það er kominn tími til að ráðamenn reyni að finna einhverja lausn á þessu flugvallarmáli. En í staðinn kemur borgarstjórinn fyrrverandi með þessa vitleysutillögu. Hann vill hleypa málinu upp, þegar í raun er þörf á málamiðlun.

Laugardagur 30.08.2008 - 15:51 - Ummæli ()

Aðskildar í fæðingu

Varaforsetaefnið Sarah Palin. Og framsóknarkonan góðkunna, Helga Sigrún Harðardóttir.

Laugardagur 30.08.2008 - 08:20 - Ummæli ()

FL nr. 2

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=ryzSRYK4Pec]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is