Þriðjudagur 30.09.2008 - 22:29 - Ummæli ()

Krugman segir

Paul Krugman, einn þekktasti dálkahöfundur og hagfræðingur samtímans, skrifar um Glitni á bloggi sínu. Hann er jákvæður gagnvart þessum aðgerðum og hraða þeirra, líka því að ríkið komi inn með hlutafé í stað þess að yfirtaka vondar skuldir, en segir að miðað við höfðatölu jafnist þetta við 850 milljarða dollara björgunaraðgerð í BNA.

Þriðjudagur 30.09.2008 - 21:56 - Ummæli ()

Þunglyndari en við

Í þunglyndinu ætluðum við hjónin að fara að horfa á mynd í sjónvarpinu. Myndin sem við fundum fjallar um ungan dreng sem á einn vin í heiminum. Vinurinn er hæna. Svo deyr móðir drengsins og hann fer að hegða sér einkennilega, klæða sig í fötin hennar og svoleiðis, en aldraður og fámáll faðir hans er […]

Þriðjudagur 30.09.2008 - 18:55 - Ummæli ()

Verkaskipting

Stundum er verkaskiptingin dálítið óljós innan Baugsveldisins. Nú er Sindri Sindrason, sem til skamms tíma var talsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannssonar, að taka viðtal við Jón Ásgeir Jóhannsson – að þessu sinni í hlutverki fréttamanns á Stöð 2.

Þriðjudagur 30.09.2008 - 17:41 - Ummæli ()

Hví borguðu þeir ekki krónu sjálfir?

Allir usual suspects hafa stigið fram og ályktað að hér sé í gangi risavaxið plott til að knésetja Baugsmenn. Að efnahagshrunið á Íslandi sé einhvers konar framhald af Baugsmálinu. Vandinn er bara sá að það eru einmitt aðalleikendurnir í þessu sem eru búnir að skuldsetja landið til andskotans – og fara svo þess á leit […]

Þriðjudagur 30.09.2008 - 12:10 - Ummæli ()

Sérfræðingar og rússneska aðferðin

Það er áhugavert að heyra hvað erlendir sérfræðingar segja um bankana á Íslandi, þ.e. þeir sem líklega hafa aldrei heyrt nafn Davíðs Oddssonar. Þetta hefur Viðskiptablaðið eftir greinendum hjá Citibank. Þeir segja að áhlaup hafi verið gert á bankann. Annars sýnist mér að rússneska aðferðin sé best. Rússarnir loka bara þegar illa gengur í kauphöllinni, […]

Þriðjudagur 30.09.2008 - 09:55 - Ummæli ()

Ærið verkefni

Það er sagt að meðal annars hafi verið ráðist í björgun Glitnis til að verja litla fólkið – sparifjáreigendur. Það er lofsvert. Þeir sem sýsla með hlutabréf vita að það er bransi sem er í ætt við spilavíti. Eða ættu að minnsta kosti að vita það. En dagurinn í gær er liðinn með sínum uppákomum […]

Þriðjudagur 30.09.2008 - 09:08 - Ummæli ()

Untergang

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=fzuinISI9Bk]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is