Föstudagur 31.10.2008 - 22:13 - Ummæli ()

Nostalgía

Enn erum við að færast aftur í tímann – nú til sirka 1980. Þá gekk einatt orðrómur um bæinn um ríflegar hækkanir á áfengi og tóbaki. Reykingamennirnir og hinir ölkæru ruku til, tóbak hvarf úr hillum verslana og í áfengisverslunum var geysileg örtröð. Ekki laust við að maður verði smá nostalgískur. Er ennþá hægt að […]

Föstudagur 31.10.2008 - 19:10 - Ummæli ()

Atvinnuástandið 2009

Sigurður Ingi benti á þetta. En hér er tengillinn.

Föstudagur 31.10.2008 - 16:54 - Ummæli ()

Flott hjá Sinfóníunni

Sinfóníuhljómsveit Íslands komst ekki til Japans – sem ég veit að voru sár vonbrigði. Í staðinn er hljómsveitin að spila fyrir Íslendinga. Þegar ljóst var að ekki yrði úr Japansferðinni var drifið í að efna til tónleika hér á Íslandi, á Akureyri, Höfn og Eskifirði. Áhersla er lögð á að dagskráin sé létt og skemmtileg. […]

Föstudagur 31.10.2008 - 14:29 - Ummæli ()

Einangrun

Mér datt í hug Gísli á Uppsölum þegar ég las þennan pistil. Flestir hefðu litið svo á að Gísli væri einangraður. En kannski leit hann þetta allt öðrum augum. Og taldi að hann hefði einangrað alla hina?

Föstudagur 31.10.2008 - 12:46 - Ummæli ()

Sjálfstæðisflokkur miklu minni en VG

Gallup hefur sérstaka aðferðafræði í skoðanakönnunum sínum sem ganga undir nafninu Þjóðarpúls. Þær eru gerðar yfir heilan mánuð og niðurstöðurnar birtar í lok hans. Síðasta könnun sýndi að fylgi Sjálfstæðisflokksins væri 26 prósent. Það er niðurstaðan yfir mánuðinn. En þegar allur tíminn er skoðaður má sjá sveiflu eins og segir í þessari frétt Ríkisútvarpsins: „Sjálfstæðisflokkurinn […]

Föstudagur 31.10.2008 - 12:23 - Ummæli ()

Sá sem eyðilagði kosningarnar

Þá er maður orðinn frægur í Ameríku. Eða þannig. Annars er þetta sniðugt, það er bara hægt að setja inn hvaða nafn sem er. Eða það held ég.

Föstudagur 31.10.2008 - 10:01 - Ummæli ()

Bréf: Rekstrarreikningurinn, IMF, bankanáð o.fl.

Rekstrarreikningurinn Nú væri gott að geta beðið Þjóðhagsstofnun um efnahags og rekstrarreikning hagkerfisins: 1) Hverjar eru skuldir þjóðarbúsins 2) Hverjar af þessum skuldum verða eftir nettó eftir að búið er að gera upp bankana 3) Hverjar verða eignir þjóðarbúsins nettó eftir uppgjörið 4) Hver verður staða ríkisbankanna eftir uppgjörið 5) Hversu mikið seljum við nettó […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is