Sunnudagur 30.11.2008 - 22:24 - Ummæli ()

Bréf um rollur, laxveiði, Zeitgeist og eignaupptöku

Eins og rollur Íslenska þjóðin er líklega ekkert skárri en ráðmenn hennar. Ráðamennirnir runnu á rassinn með allt sitt; klikkuðu á eftirlitinu, klikkuðu á siðferðinu, klikkuðu á einkavæðingunni, klikkuðu á viðvörunarbjöllum annarra, klikkuðu á eigin viðvörunarbjöllum, klikkuðu á eftirfylgninni í öllum aðgerðum, klikkuðu á sjálfum sér, klikkuðu á öllu.  Íslenska þjóðin virðist vera að sofna á […]

Sunnudagur 30.11.2008 - 20:32 - Ummæli ()

Búlgaría

Björgólfur Thor hefur átt mikil viðskipti í Búlgaríu og var fyrir nokkrum árum útnefndur fjárfestir ársins þar. Björgólfur hefur haldið sig mikið í hinum nýfrjálsu ríkjum Austur-Evópu. Og á Kýpur. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu segir að mafían eigi Búlgaríu.

Sunnudagur 30.11.2008 - 20:23 - Ummæli ()

Um lífeyrissjóði

Gunnar Tómasson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, sendi mér þennan pistil í framhaldi af umræðu um lífeyrissjóði í Silfrinu í dag. — — — Fyrir aldarfjórðungi átti ég nokkra fundi með Ögmundi Jónassyni og Guðmundi jaka um landsins gagn og nauðsynjar. 

Á einum þeirra komu íslenzk lífeyrissjóðsmál til umræðu. 

Í hnotskurn var afstaða mín þessi:

“Lífeyrissjóðurinn syndir í […]

Sunnudagur 30.11.2008 - 16:43 - Ummæli ()

Í sögulegu samhengi

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=gO8geuKR2uM]

Sunnudagur 30.11.2008 - 14:36 - Ummæli ()

Frábært glærusjóv

Hér er stórkostlega áhugavert glærusjóv. Höfundurinn er Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík. Fjallar í rauninni um af hverju Íslendingar eru klárari og sniðugri en aðrar þjóðir. Fjallar um útrásina. En minnist hvergi á skuldirnar. Ég mæli eindregið með þessu. heimurinn_er_undir_utras_svafa_nov_2007.pdf

Sunnudagur 30.11.2008 - 13:29 - Ummæli ()

Utzon látinn

Danski arkitektinn Jörn Utzon er látinn í hárri elli. Hann er höfundur einhverrar dásamlegustu byggingar í heimi, óperuhússins í Sidney. Þetta var umdeilt hús á sínm tíma, ég man að mikið var skrifað um það í blöð þegar ég var strákur. Nú er það stundum kallað eitt af hinum sjö nýju undrum veraldar. Rithöfundurinn Thomas […]

Sunnudagur 30.11.2008 - 10:25 - Ummæli ()

Nokkrir punktar um Stím

Mér var sent þetta. — — — Eigendur og bankastjóri Glitnis sverja af sér alla aðild að Stím ehf. Nú hefur eini eigandi Stíms talað. Glitnir hafði frumkvæði að lánveitingunni. Glitnir vildi engin veð nema bréfin. Glitnir ákvað að „hunsa“ lánanefndina innan bankans. Glitnir ákvað að „hunsa“ áhættunefndina innan bankans. Glitnir tapar þúsundum milljónum króna. […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is