Miðvikudagur 31.12.2008 - 18:12 - Ummæli ()

Gleðilegt ár

Ég óska lesendum Eyjunnar gleðilegs árs og friðar, með þökk fyrir liðið ár. Föstum lesendum, þeim sem líta hér við endrum og eins og sérstaklega þeim sem skilja eftir athugasemdir á vefnum – sem yfirleitt eru ágætar og oft bæði upplýsandi og málefnalegar. Myndin er tekin í Brighton í haust. Ef pundið heldur áfram að […]

Miðvikudagur 31.12.2008 - 16:18 - Ummæli ()

Þvæla – 5 mínútur undir jólatré á Austurvelli

Á Vísi.is stendur einhver ótrúleg þvæla um spjallþáttstjórnanda sem eigi að hafa staðið álengdar í mótmælunum við Hótel Borg og látið hlakka í sér. Þetta er komið frá Sigmundi Erni, stjórnanda þáttarins. Ég hringdi í Sigmund þegar ég frétti af þessu og hann kannaðist ekki við að hafa sagt þetta við Vísi. Hann sendi mér […]

Miðvikudagur 31.12.2008 - 14:39 - Ummæli ()

Fjör í Kryddsíldinni

Loks gerðist eitthvað í Kryddsíldinni. Nú verður hún söguleg. Ég reyndi að stýra þessum þætti tvö ár í röð. Það er eitt leiðinlegasta verkefni sem ég hef tekið að mér í fjölmiðlum. Þátturinn hefur yfirleitt verið svo tíðindalítill að menn eru enn að rifja upp þegar Davíð og Össur fengu sér aðeins of mikið neðan […]

Miðvikudagur 31.12.2008 - 14:29 - Ummæli ()

Rofin fortíðartengsl

Fyrir nokkrum dögum setti ég inn færslu um Kaupþing, umtalaða tilfærslu fjármuna þaðan og skilanefndir. Þar nefndi ég tvo starfsmenn út efstu lögum bankans, Bjarka Diego, framkvæmdastjóra útlána Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fjármálastjóri bankans. Ég furðaði mig á veru þeirra í skilanefnd Kaupþings. Í athugasemdakerfinu hérna mátti sjá einhverjir hneyksluðust yfir þessu; létu eins […]

Miðvikudagur 31.12.2008 - 10:09 - Ummæli ()

Babb í bátinn hjá Glitni og Milestone

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag virðast menn vera að heykjast á Milestone-gjörningnum sem áður hefur verið fjallað um hér á síðunni. Segir í blaðinu að þetta sé vegna andstöðu viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Í raun snýst þetta um að afhenda fyrrverandi eigendum stórs eignarhaldsfélags aftur eigur sínar hægt og bítandi – þótt félagið sé svo […]

Miðvikudagur 31.12.2008 - 09:10 - Ummæli ()

Endurnýjun er nauðsynleg

Framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til formennsku í Framsóknarflokknum er áhugavert. Því hann er að sönnu öðruvísi frambjóðandi. Var ekki einu sinni í flokknum þangað til fyrir stuttu. Hann er vel menntaður maður, hefur vakið athygli fyrir þátttöku í umræðum um skipulagsmál og efnahagsmál. Það verður athyglisvert að sjá hvernig honum reiðir af. Ég held að […]

Miðvikudagur 31.12.2008 - 07:51 - Ummæli ()

Góður sjónvarpsmaður rekinn

Sölvi Tryggvason hefur verið mjög vaxandi sjónvarpsmaður í Íslandi í dag. Hann hefur staðið sig vel nú á tíma hrunsins. Nú skilst mér að honum hafi verið sagt upp störfum. Sagan segir að yfirmönnum á Rauðsól (eða hvað fyrirtækið heitir núna) hafi mislíkað við Sölva. Þættir sem hafa verið um helgar og ekki náð sér […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is