Laugardagur 31.01.2009 - 23:10 - Ummæli ()

Sjálfstæðisflokkurinn, völdin og ESB

Ég sagði ekki annað en að Bjarni Ben vildi aðildarviðræður við Evrópusambandið. En uppsker þennan pistil frá frænda hans Birni Bjarnasyni. Í pistli mínum kemur ekkert fram um að Bjarni vilji aðild að ESB. Hins vegar er það ekkert sérlega lógísk afstaða að vilja aðildarviðræður en vera þvert á móti aðild. Sá sem vill aðildarviðræður […]

Laugardagur 31.01.2009 - 19:49 - Ummæli ()

Bjarni Ben og ESB

Bjarni Benediktsson hefur boðað framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann er stuðningsmaður þess að Ísland sæki um aðild að Evópusambandinu. Hér er pistil eftir Árna Helgason, framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann hvetur til að sótt verði um aðild. Verður Sjálfstæðisflokkurinn ESB-flokkur í útlegðinni úr ríkisstjórn – verður það partur af endurskoðuninni sem Bjarni boðar? […]

Laugardagur 31.01.2009 - 19:15 - Ummæli ()

Fylgi Vinstri grænna

Í kvöld var sagt frá nýrri skoðanakönnun Gallup. Vinstri græn mælast með 30 prósent og eru samkvæmt því langstærsti flokkurinn. Í fréttinni sagði að þetta væri til marks um vinstrisveiflu. Ég hef hitt marga hægri menn sem segjast mundu kjósa Vinstri græn ef kosið yrði núna. Ástaðan er einfaldlega sú að ólíkt hinum flokkunum bera […]

Laugardagur 31.01.2009 - 12:48 - Ummæli ()

Tímasóun?

Bjarni Benediktsson segir að dýrmætum tíma hafi verið sóað. En hvað var ríkisstjórnin að gera – fyrir og eftir hrun? Var hún að nota tíma sinn vel?

Laugardagur 31.01.2009 - 12:42 - Ummæli ()

Gunnar í Silfrinu

Gunnar Tómasson hagfræðingur sem er búsettur í Washington verður gestur í Silfri Egils á morgun.

Laugardagur 31.01.2009 - 12:11 - Ummæli ()

Leiðinda PR

Mér leiðist PR. Og ég segi að það yrði leiðinda PR ef ný ríkisstjórn ætlaði að taka við undir styttunni af Jóni Sigurðssyni. Hver ætli hafi fengið svona vonda hugmynd?

Laugardagur 31.01.2009 - 10:33 - Ummæli ()

Hvers vegna sigurhátíð?

Mér er alveg fyrirmunað að skilja hví Raddir fólksins boða til sigurhátíðar í dag. Lítið hefur gerst nema að ein ríkisstjórn er fallin. Önnur hefur ekki einu sinni tekið við. Nánast á hverjum degi berast fréttir af nýjum hneykslismálum í banka- og fjármálakerfinu. Maður sér ekki að sé mikið verið að taka á fjárglæframönnunum sem […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is